Eining - 01.12.1951, Blaðsíða 7
'i
EINING
7
?
X
%
*
N
ing. Og ef skólarnir gætu hér einhverju
um þokað til hins betra, mega þeir ekki
láta það undir höfuð leggjast. Hins
vegar er mér það ljóst, að geta skólanna
til að móta börnin í þessu efni er tak-
mörkuð, einkum ef heimilin eru hér
á öndverðum meiði. Almenn spilling
drykkjusiðanna verkar einnig mjög til
hins verra á æsku landsins.
Mér skilst, að aðalatriði alls upp-
eldis sé mótun göfugra skapgerða, sem
færar séu um að velja og hafna, þekkja
það góða og fagra frá því illa og ljóta,
og hafi nægan siðferðilegan styrk til að
velja það góða. En í sambandi við áfengi
reynir ekki sízt á siðferðisstyrkinn. Er
því nauðsynlegt að vegvísun skólanna
í þessu efni sé bæði glögg og örugg.
Þá verður það ekki talin þeirra sök, þótt
illa fari.
Einn af þeim kennurum mínum,
sem eg mat mest og hafði mikil áhrif
á mig í æsku, talaði oft um það við okk-
ur unglingana, að við öll hefðum öðlazt
í vöggugjöf guðdómsneistann í eigin sál.
Það væri á okkar valdi, hvort við glædd
um hann, svo að hann yrði að björtu
leiðarljósi í l'fi okkar, eða við létum
hann minnka og kólna. Hver sem ein-
hverntíma hefur séð drukkinn mann,
mun ekki í vafa um, að þar hefur þessi
neisti verið vandlega falinn og gleymdur
en lægri hvatirnar tekið við stjórninni.
Það er þetta almenna uppeldishlutverk
skólanna, sem okkur kennurum ber að
rækja, og stuðla þar með að heilbrigðu
lífi íslenzkrar æsku.
Eiríkur Sigurðsson.
Stríðsljóð
Hlusta maður, harðnar þjarkið!
Hvar er stríðsins lokamarkið,
er þú hefur sjálfur sett?
Svaraðu strax, af sannri tungu.
Sárir þyrnar oft þig stungu.
En vilt þó samt ei vita rétt.
Engrar náðar ef þú hiður
eflaust þarf að slá þig niður,
með kraftinum frá kœrleikshönd.
Þú munt verða þessu að hlýta.
Af þrautabeði skaltu líta
upprisunnar undralönd.
Sjáðu opnast himnahliðin,
horfðu beint í dýrðarfriðinn,
og vittu hvað þú villt þá nœst.
Sjáðu gjörvallt lífið Ijóma,
lausnarorðið heyrðu óma,
frá réttlœti, sem ríkir hœst.
Hví veikstu inn á vegi glapa,
vafinn fjötrum þungra skapa?
En nú er staður! Nú er stund!
Utlegðin úr Edens garði,
örlaganna dómur harði,
dragi þig á Drottins fund.
Sigurður Draumland.
Frá áfengismálaráðunaut.
Umburðabréf til formanna
allra áfengisvarnanefnda
á Islandi
Kæri herra formaður.
Eg sendi yður bréf, dags. 2. febr. s.l.,
í síðastliðnum marzmánuði með nokkr-
um spurningum um ástandið í áfengis-
og bindindismálum í umdæmi yðar,
einnig tvær reglugerðir og auglýsingu.
Því miður hefur mér ekki borizt svar
enn frá helmingi formannanna. Það
eru eindregin tilmæli mín til yðar, herra
formaður, ef þér hafið ekki þegar svar-
að mér, að gera það nú þegar. Enn-
fremur leyfi eg mér, að biðja yður að
senda mér fyrir þessa árs lok skýrslu
um tölu drykkjumanna í umdæmi yðar
og hve margir það muni vera, sem
drykkjuskapurinn kemur fram við, þeim
til tjóns og niðurdreps. Drykkjumann
kalla eg þann mann, sem að minnsta
kosti hálfs mánaðar eða mánaðarlega
öðru hverju er ölvaður og vanrækir
heimili sitt og sjálfan sig og er til trufl-
unar góðri reglu og góðum siðum í þjóð-
félaginu. — Það er mikilsvert að hafa
í höndum skýrslur um þetta úr öllu
landinu, og bið eg yður því að láta
mér ekki bregðazt, að senda mér
skýrslu um þetta fyrir næsta nýjár. —
I kaupstöðum og stærri þorpum ættu
framfærslunefndir (hreppsnefndir),
Iögregla (sýslumaður, bæjarfógeti, lög-
reglufulltrúi), prestur og ef til vill fleiri
að geta gefið góðar upplýsingar.
Eg vænti þess, að þér sjáið yður fært
að kaupa blaðið ,,Einingu“. Með því
fáið þér ýmsar upplýsingar, sem áfengis-
varnarnefndum er mikils virði að vita,
og svo ætti blaðið að geta orðið hent-
ugur milliliður milli nefndanna og
áfengismálaráðunautar.
Með beztu kveðju.
Akureyri, 5. nóv. 1951.
Brynleifur Tobiasson.
Hræsnarar
Flestir menn, sem játa trúleysi, eru
hræsnarar. Þeir eru ekki trúlausir, þótt
þeir þykist vera það. Allt of margir,
sem trú játa, eru líka hræsnarar.
,,Vei yður, þér hræsnarar", sagði
meistarinn. Hans trúarlíf var ekki munn-
fleipur og játningar, nærðar á þrætu-
girni. Hann var heill og starfaði sam-
kvæmt trú sinni. En hvað gera margir
þeirra, sem mest fárast um guðleysi og
spillingu?
Auðvitað nenna þeir ekki að kross-
festa neinn, sem segir þeim beizkan
sannleikann um tómlæti þeirra og að-
gerðaleysi, en þeir nenna ekki heldur
að leggja góðum málstað lið í verki,
svo að verulegum notum komi. Þeir
láta fáa baráttumenn standa oftast fá-
liðaða eða eina, en fela sig, hver og
einn, í flokksgreni sínu, tilbiðja þar af-
guði sína — sérskoðanirnar og játning-
ar sínar, fárast svo yfir guðleysi og spill-
ingu.
Verði þeim að góðu. Það uppsker
hver og einn samkvæmt því, er hann
sáir.
Hvað á sú kynslóð skilið, sem sefur
á daginn, en vakir á nóttunni, fyllir öll
veitingahús, knæpur, kaffihús, leikhús,
skemmtistaði og dansar í kringum
nautnagoð sín, lifir í ofáti og ofdrykkju,
þótt milljónir manna líði hungur, kvel-
ur menn með ranglátri verzlun og lam-
andi dýrtíð? Hvað á slík kynslóð skilið,
annað en refsivönd ofbeldisins? Það fer
alltaf svo, að „ofbeldið rís upp sem
vöndur á ranglætið“. Þetta er úrskurð-
ur spámannsins. — Það uppsker alltaf
hver og einn eins og han sáir.
Ofbeldið sefur ekki, þegar það er ris-
ið upp. Það blundar ekki. Þegar sú alda
rís, er hún jafnan vægðarlaus. Hún
beljar áfram, eyðir og umturnar og koll-
varpar hverri mótspyrnu. Þá eru á ferð-
inni menn, sem nenna að hafast að.
En hinir, sem oft kvarta mest um guð-
leysi og spillingu, eru latir. Þeir sofa
og hafast lítt að. Það er stolið frá þeim,
sem sofa. Jafnvel sonur konungsins stal
hjörtunum frá honum, einmitt þegar
hann var öruggur og ekki á verði. —
Hirðulausa barnið týnir gullunum sín-
um, annar finnur þau, og ekkert þýðir
að skæla. Guðsríkið er líka alltaf tekið
frá þeim, sem ekki bera ávöxt þess.
P. S.
1S>18 Í1 SJ 25 2a 30 32 54 36 37 38
Línuritið sýnir, hve margir farast í bíl-
slysum í Svíþjóð. Árið 1918 fórst enginn,
1925 voru dauðaslysin komin upp í 200, og
1938 529. — í þessum slysum á áfengis-
neyzla drjúgan þátt.
i