Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 1
11. árg.
Reykjavík, janúar 1953.
1. tbl.
Lögin um héraðabönn hafa öðlast gildi
Eins og lesendum blaðsins mun vel-
flestum kunnugt, voru gefin út lög um
héraðabönn 1943, en þau hafa ekki
öðlast gildi fyr en með auglýsingu dóms-
málaráðuneytisins 17. desember 1952.
Grein sú í lögum nr. 26, 18. febrúar
1943, um breyting á áfengislögum nr.
33, 9. jan. 1935, sem máli skiptir,
hljóðar svo:
„Ríkisstjórninni er heimilt að setja
á stofn útsölustaði áfengis, en þó að-
eins í kaupstöðum eða kauptúnum. —
Áður en útsala er sett á stofn, skal fara
fram atkvæðagreiðsla kosningabærra
manna í því sýslu- eða bæjarfélagi, sem
í hlut á, og þarf meiri hluta greiddra
atkvæða til þess að útsala sé leyfð. —
Hafi útsala verið stofnsett, verður hún
ekki lögð niður aftur, nema því aðeins
að atkvæðagreiðsla fari fram og sam-
þykkt sé með meiri hluta að loka
áfengisútsölunni. — Atkvæðagreiðslur,
sem um getur í 2. og 3. mgr., skulu
fram fara, er 1/3 hluti kjósenda eða
meiri hluti sýslunefndar eða bæjar-
stjórnar í viðkomandi sýslu- eða bæjar-
félagi krefst þess. — Nú hefur verið
fellt með atkvæðagreiðslu að stofna út-
sölu eða loka útsölu, og getur atkvæða-
greiðsla þá ekki farið fram á ný, fyrr en
að tveimur árum liðnum“.
Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út í
Lögbirtingablaðinu Auglýsingu um
gildistöku laga nr. 26, 18. febr. 1943,
um breyting á áfengislögum, nr. 33, 9.
jan. 1935, og er hún dagsett, eins og
fyrr segir, 17. des. 1952. „Auglýsist
hér með“, segir í nefndri tilkynningu,
,,að lög nr. 26, 18. febr. 1943, um
breyting á áfengislögum, nr. 33, 9. jan.
1933, öðlast nú gildi“.
Samkvæmt þessari auglýsingu er
langþráð ósk bindindismanna uppfyllt.
— I frumv. áfengislaganefndarinnar,
sem efri deild vísaði frá, var heimildin
Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra.
til að setja á stofn útsölustaði áfengis
aðeins bundin við kaupstaði, en sam-
kvæmt hinum gildandi lögum er leyfi-
legt að stofna útsölu í kauptúnum, svo
að ákvæði um heimild til sölu eru þann-
ig miklu rýmri í lögunum en voru í frv.
nefndarinnar. — Nú er tækifæri fengið
til þess að hagnýta þessa heimild, en
hingað til hefur veiðin verið sýnd en
ekki gefin. Gildir nú að fara skynsam-
lega að ráði sínu, og munu bæði áfengis-
varnarnefndir og aðrir áhugamenn á
hverjum stað bera saman ráð sín og
kaupa hentuga tímann til framkvæmda.
Eins og sjá má á lögunum, er bæði
um það að ræða að leggja niður útsöl-
ur, þar sem þær eru nú, og í öðru lagi
er heimild til að stofna þær, þar sem
þær eru ekki nú. Áhugamenn um áfeng-
isvarnir þurfa því sums staðar að snú-
ast til sóknar og annars staðar til
varnar. Brynleifur Tobiasson.
HéraSabönn koma
tíl framkvœmda
Sú lofsverða ákvörðun dómsmálaráð-
herra, að láta héraðabönn koma til
framkvæmda, og að taka fyrir öll vín-
veitingaleyfi á samkomustöðum og veit-
ingahúsum ,einnig Hótel Borg, verður
áreiðanlega mörgum gleðiefni og mun
létta áhyggjum af mörgum, ef vel verð-
ur á málum haldið og um það séð, að
þessi ákvæði verði í heiðri höfð. Búast
má við alls konar uppsteit og tilraun-
um, nú eins og áður, til þess að ófrægja
og gera allar slíkar hömlur óvinsælar,
því að enn hefur ágirnd og nautnasýki
mikil völd í heimi vanþroska mannkyns,
og er þá ekki alltaf verið að hugsa um
hamingju og velferð náungans, en hvað
sem þessu líður, er hér hressilega tekið
á málum, kyrrstaðan úr sögunni og má
nú vænta þess, að sveit bindindismanna
í landinu, sem ekki er fámenn, ef öllu
er til skila haldið, láti nú meira til sín
taka en undanfarið. Áreiðanlega fær
hún eitthvað að glíma við og nóg að
gera bæði í vöm og sókn.
Að þessu sinni skal aðeins bætt hér
einu þakklæti við hin mörgu, sem
dómsmálaráðherra hefur þegar hlotið
fyrir þessa afgerandi ráðstöfun.