Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 2

Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 2
2 EINING r Takmarkið er: algjört aðflutningsbann á áfengum drykkjum Þegar blöðin sögðu frá verkfallinu mikla, sem nú er nýafstaðið, kom frétt inn á milli stórtíðindanna, sem sagði okkur að dómsmálaráðherra hefði „þurrkað“ Hótel Borg og afnumið vín- veitingaleyfi fyrir önnur veitingahús. Þetta eru stórtíðindi, og vil ég per- sónulega tjá þeim ágæta ráðherra mitt þakklæti fyrir þessar aðgerðir, enda þótt ég sé ákveðinn stjórnarandstæðingur. Þær eru honum til sóma. En nú las ég í einhverju blaði, að í Reykjavík væri vaknaður mikill áhugi fyrir því, að koma á héraðsbanni í borg- inni, m. ö. o., að þurrka Reykjavík. En eins og menn muna af fréttum blaða og útvarps, þá hefur dómsmálaráðherra ákveðið að lög um héraðabönn skulu koma til framkvæmda. Nú um tíma hefur áfengisverzlunin verið lokuð, og hugsið ykkur, lesendur góðir, þann gífurlega mismun á ástand- inu í Reykjavík, eða Reykjavík flóandi í áfengi. Það væri vel gert, að lögreglu- stjóri gæfi opinbera skýrslu um þann mun. Eg hygg, að hann hafi verið mikill. — Þeir, sem áður hafa verið í vafa um, hvort rétt væri að fjarlægja áfengið frá þjóðinni, ættu nú að geta látið sannfær- ast. Og þar ættu Reykvíkingar að vera dómbærastir sem vitni. Eg hef átt tal við marga um ástandið í Reykjavík með lokaða áfengisverzlun, og flestir hafa þeir lokið upp einum munni um það, að munurinn væri mikill. Engir slag- andi menn í Hafnarstræti, ,,kjallarinn“ þunnsetinn, og yfirleitt hvergi sjáanleg- ur fylliraftur. Hugsum okkur nú, að fram væri látin fara atkvæðagreiðsla í Reykjavík um það, hvort banna skyldi daglega áfengissölu í bænum, og það undursamlega skeði, að áfengið yrði gert útlægt úr bænum. Það er víst að fleiri bæir myndu á eftir fara og landið þurrkað á skömmum tíma. Eg veit, að stór hópur manna myndi hrópa: Ófrelsi, skerðing á persónufrelsi, lög- brot, ný bruggöld, smygl og allt sem því fylgir ,aukin löggæzla o. s. frv. En þessum mönnum vil eg svara því, að nú til dags kostar löggæzla vegna áfengisnautnanna stórfé, og hve mikið kosta bílslysin öll, vegna áfengisnautn- ar, mannslífin, sem týnast í áfengishaf- inu? Og aldrei verður það reiknað í krónum, hve áfengið tærir og eyðir siðferði, eyðileggur heilsu manna, legg- ur heimilin í rúst og lamar smátt og smátt siðferðisþrótt þjóðarinnar. Það malar án afláts eins og kvörnin Grótta forðum. Hugsið ykkur allar áhyggju- stundir eiginkvenna, mæðra og feðra, andvökunæturnar, þegar beðið er eftir eiginmanninum, barninu, augasteinin- um, sem foreldrarnir settu allt sitt traust á, en svo — svo kom Bakkus konungur og vann sigur. Eiginkonan beið og beið, móðir og faðir felldu tár yfir ósigri sinna nánustu í baráttunni við ofurvald Bakk- usar konungs. Og svo var það ríkið sjálft, sem bauð fram eiturbikarinn og hervæddi Bakkus til orustu, og lagði honum daglega til ný herklæði og nóg vopn. Og svo þegar sigur Bakkusar var fullkominn, þá komu embættismenn þess sama ríkis og lögðu hendur á hina sigruðu, sem þá í nafni eiturlyfjasölu ríkisins voru búnir að fremja ölæði, undir áhrifum eiturnautn- arinnar. Er nú nokkur heil brú í slíkum bú- skap hjá ríkinu? En menn svara: Þannig er það erlendis. Já, þannig er það er- lendis, það er sagan nú til dags. Við öpum eftir allt það, sem við sjáum og heyrum utan úr veröldinni. Við síum ekki það góða frá hinu illa og gleypum allt athugasemdalaust. Okkur varðar ekkert um, hvernig aðrar þjóðir hafa sín áfengismál. Við eigum að ganga á undan öðrum þjóðum. Við eigum að þurrka landið og vera öðrum þjóðum fyrirmynd. Það er hið rétta. Við þá, sem ekki geta fundið yndi, nema með hjálp áfengis, vil eg segja þetta: Lesið þið góðar bækur, ferðist út í náttúruna, upp til fjalla, inn í íslenzk öræfi, þar finnið þið það yndi, sem gefur ykkur sanna gleði, góðar endur- minningar, sem endast svo lengi sem lifir. Lærið að skoða dýrð náttúrunnar við eigin bæjardyr. Samfélag við nátt- úruna gefur manninum það, sem hon- um má verða til góðs, veganesti til endalokanna, og það ekki greitt með neinum blóðpeningum. Það gefur lífinu hið sanna gildi. Þvert á móti er gleði vínsins fölsk, sem hefur venjulega ill eftirköst, mismunandi, stundum sorg- leg, því miður. Hvers vegna eigum við Islendingar þá ekki að taka nú af skarið og þurrka landið? Við eigum að gera það. Smávegis ágallar, sem fylgja slíku fyrirkomulagi, eru hverfandi á móti því óútreiknanlega tjóni, sern óheft áfengis- neyzla veldur. Þar er svo stórt bil á milli, að orð fá ekki lýst. Það er aðeins eitt, sem ekki má gleymast, að bannið þarf að verða al- gert, ekkert læknabrennivín eða neinar undanþágur, sem gera bannið kraft- laust. Þeir, sem þessi orð mín lesa, geta þá sannfærst um að eg er ákveðinn bann- maður, og hvers vegna er eg það? Fjörutíu ára reynsla mín hefur sann- fært mig um að svona skuli það vera: algert vínbann á íslandi. — Eg þekkti ástand bannáranna. Eg var á móti Spán- arvíninu fræga, eg var á móti frekari rýmkun síðar. Og vöxtur áfengisneyzl- unnar ár frá ári (þó mismunur sé á milli ára) hefur ennþá styrkt mig í þeirri trú, að áfengi beri að gera útlægt úr land- inu. — Afengisneyzla í hófi er tiltölulega meinlaus í bili, en hófsemd getur leitt til óhófs, og einnig hitt að hófleg áfeng- isnotkun lamar viðnámsþróttinn á löng- um tíma. Og þótt þjóðin öll temdi sér hóflega meðferð áfengis, þá er með hana eins og einstaklinginn, að á fáum eða mörgum mannsöldrum, úrkynjast þjóðin og verður veikari fyrir að standa af sér sjúkdóma, harðæri og annað fleira, sem hún alltaf getur átt yfir höfði sér að mæta. Til eru menn, sem segja, að ríkis- sjóður sé ekki aflögufær að gefa eftir þær miklu tekjur, sem áfengið veitir honum, en við þá menn vil eg segja: Ef þjóðin hefur ráð á að borga tugi milljóna fyrir áfengi, og þar með styrkja ríkissjóðinn um 50—60 millj. króna ár- lega, þá hefur hún líka miklu betur ráð á að greiða hærri upphæð í ríkissjóð á annan veg, ef Island verður þurrt land. Þá myndi þjóðin aflögufærari til ýmsra góðra framkvæmda, þá myndu áfengissjúklingum hraðfækka, geðveik- issjúklingum fækka og öðrum sjúk- dómum verða erfiðara að grafa um sig með þjóðinni. Þá myndu árásir á menn sjálfsagt verða sjaldgæfara fyrirbæri, þá myndu þjófnaðir, innbrot og grip- deildir hverfa að mestu, og fangelsin minna setin en nú er. Þá myndi verða sjaldgæf sjón að sjá skemmtisamkomur leysast upp í ölæði af völdum fjölda ungmenna, sem slást upp á líf og dauða, viti sínu fjær. Þá myndi afþvegin sú smán, sem viss tímamót setja á skemmt- analíf fólksins í landinu, t. d. á gamlárs- kvöld í Reykjavík og á frídegi verzlun- armanna, samanber Hreðavatnshneyksl- ið síðastl. sumar. Þannig mætti lengi telja. En því þá ekki að ganga til verks og þurrka landið? Starf góðtemplara er mikið og gott, en um ófyrirsjáanlegan tíma mun það starf aldrei ná því marki, að bægja áfenginu frá hvers einasta manns dyrum, og um leið skapa þann hugsunarhátt hjá þjóðinni, að hún fyrir- líti áfengið. Bannið myndi bægja áfenginu, með litlum undantekningum, frá dyrum allra landsmanna, en myndi ekki fyrst f f r * í stað slökkva áfengisþorstann. En með hverjum áratug, sem liði og Island væri algert bannland, yrðu þeir færri og færri, sem hefði nokkra ílöngun í áfengi. Þá fyrst gætum við stært okkur af að hafa stigið eitthvert það stærsta spor til heilbrigði og menningar, sem nokkur þjóð hefur ennþá gert. Þá mun verða fegurra mannlíf á Is- 4 f~ landi en það er í dag. Hafnarfirði, 21. 12. 1928. Óskar Jónsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.