Eining - 01.01.1953, Side 6

Eining - 01.01.1953, Side 6
6 EINING Eining MánaðarblaO um bindindis- ug menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárstyrk frá Stórstúku íslands og íþróttasambandi íslands. Árgangurinn kostar 20 krónur. í lausasölu kostar blaðið 2 krónur. Afgreiðsla þess er á skrifstofu blaðsins, Klapparstíg 26, Reykjavík. Sími: 5956. Ávarp stórtemplars til templara og annarra I laiiiliini í ársbyrjnn 1953. Hver áramót veita tilefni til að svipast um og átta sig á leiðarmerkjum á vegferð lífsins. Þetta á ekki síður við á þeirri leið, sem menn reyna að feta í áttina til aukinnar bindindis- semi og endanlegrar útrýmingar allrar áfengisnautnar í heim- inum. Sé litið til baka til liðins árs, er yfir að líta allmerkilegan áfanga í sögu bindindismálanna, hvort heldur er á alþjóða- sviði eða með okkar þjóð. Merkileg alþjóðamót voru haldin, alheimsþing Góðtemplarareglunnar í Hamborg og alþjóða- þing um áfengismál í París. Hefur verið skýrt frá þeim báð- um í ,,Einingu“. Hér gerðust þau tíðindi, að enn var hrund- ið tilraun til að leyfa bruggun á áfengu öli og fjölga þeim stöðum, sem hefðu fast leyfi til áfengisveitinga. Og svo mun mega telja, að frávísun áfengislagafrumvarpsins frá umrœðu á Alþingi sé orsök þess, að fengizt hefur staðfesting á því, að lög um héraðabönn skuli taka gildi frá þessum áramótum, og auglýst hefur verið af dómsmálaráðuneytinu að niður skuli falla frá sama tíma öll þau leyfi til áfengisveitinga, sem áður hafa verið veitt, hvort heldur er til lengri tíma eða eins og eins skiptis í senn. Þannig má telja, að á liðnu ári hafi unnizt verulegir sigrar í áfengismálunum með þjóð vorri. Það hefur fengizt fram, sem Reglan og bindindismenn hafa árum saman krafizt. En þeir sigrar gefa ekki tóm til að sofna á verðinum eða lina sóknina lengra fram að settu marki. Þvert á móti. Þeir hafa gefið bindindismönnum og samtökum þeirra, hverju nafni sem nefnast, ný og mikilvœg verkefni í hendur. Það er að notfcera sér þá aðstöðu, sem nú hefur náðst. Tvennt er þá einkum, sem á ríður. í fyrsta lagi, að hefja öfluga baráttu fyrir héraðabönnum, alls staðar þar, sem áfengisútsala er fyrir, og nokkrar líkur eru til að þau verði samþykkt. Til þeirra staða má sennilega telja ísafjörð, Siglufjörð og Vest- mannaeyjar, og e. t. v. fleiri. Sé ekki fyrir hendi meiri hluti í bcejarstjórnum þessara kaupstaða til að ákveða að atkvœða- greiðsla skuli fara fram um það, hvort áfram skuli vera áfengisútsala í viðkomandi bce, þurfa bindindismenn, og raunar allir, sem sjá, hvílíkt tjón stafar af áfengissölunni, að skera upp herör og gangast fyrir því, að a. m. k. þriðj- ungur atkvceðisbœrra manna krefjist atkvceðagreiðslunnar. Og síðan, þegar atkvceðagreiðsla er ákveðin, þá að halda uppi öílugri baráttu, unz sigur er fenginn. Þess er líka að gceta, að í lögum þessum felst heimild fyrir kjósendur í þeim lögsagnarumdcemum, þar sem ekki er áfengisútsala, til að samþykkja, að slík útsala skuli sett á stofn. Gegn því þurfa bindindismenn að vera á verði. Búast má við, að mikið kapp verði lagt á það af þeim, er vilja halda við drykkjusiðnum, að notfcera sér þessa aðstöðu, og gegn því, að það takizt, þurfa allir andstceðingar áfengis- nautnarinnar að standa fastir og óbifanlegir. í öðru lagi þurta bindindissamtökin og einstakir bindindis- menn að fylgja því fast eftir, að áfengislögunum og þeim auknu takmörkunum á meðferð áfengis, sem af veitinga- banninu leiðir, sé stranglega framfylgt. Búast má við stór- aukinni viðleitni til afbrota gegn áfengislögunum, bceði með ^Jfin heifticja aíóÉ... Og drottinn talaði við Móse á Sínaí-fjalli og sagði: Sex ár skalt þú sá akur þinn og sex ár skalt þú sniðla víngarð þinn og safna gróðanum. En sjöunda árið skal vera helgihvíld fyrir landið . . . Og þér skuluð eigi sýna hver öðrum ójöfnuð, heldur skalt þú óttast Guð þinn, því að eg er drott- inn, Guð yðar. Fyrir því skuluð þér halda setning- ar mínar og varðveita lög mín og halda þau,, svo að þér megið óhultir búa í landinu. Þá mun landið gefa gróður sinn og þér eta yður sadda og búa óhultir í því. Og ef þér segið: Hvað skulum við eta sjöunda árið, þá er vér sáum eigi og hirðum eigi gróður vorn? Þá vil eg senda yður blessun mína sjötta árið, og mun það leiða fram gróður til þriggja ára. Og áttunda árið skuluð þér sá og eta af ávextinum, gamla forðanum, til hins níunda árs — til þess er gróður þess fæst, skuluð þér eta gamla forðann. Landið skal eigi selt fyrir fullt og allt, því að landið er mín eign, því að þér eruð dvalarmenn og hjábýlingar hjá mér. Fyrir því skuluð þér í öllu eignarlandi yðar láta land falt til lausnar. Ef bróðir þinn gerist snauður og hann selur nokkuð af óðali sínu, þá skal lausnarmaður hans koma til, sá er það stendur næst, og leysa það, er bróðir hans hefur selt . . . Ef bróðir þinn kemst í fátækt og verður ósjálfbjarga hjá þér, þá skalt þú styðja hann sem dvalarmann og hjábýl- ing, svo að hann geti lifað hjá þér. Þú skalt eigi taka fjárleigu af honum né aukagjald, heldur skalt þú óttast Guð þinn, svo að bróðir þinn geti lifað hjá þér. Úr 25. kapitula 3. Mósebókar. •r r f t i r v*. « f

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.