Eining - 01.01.1953, Blaðsíða 9
EINING
9
1
V
í
Frú Kaldalóns sjötug.
Þegar karlmenn verða frægir fyrir ein-
hver afreksverk, er sjaldnast nokkur kom-
inn til þess að segja, hvaða þátt konur
þeirra hafa átt í gæfu þeirra, en vitað er
það, að hann er oft mikill.
Kaldalóns varð ástsæll af allri þjóðinni
fyrir ljúfu lögin sín, en ef minnst er orða
skáldsins, Stefáns frá Hvítadal: „Hver
dáð, sem maðurinn drýgir, er draumur um
konuást“, þá hefur frú Kaldalóns sjálfsagt
oft verið nálæg anda tónskáldsins, þegar
söngvadísin lagði blessun sína yfir hann.
Frú Kaldalóns var sjötug 26. nóvember
s. I. og heimsóttu hana þá á heimili sonar
hennar, Snæbjörns Kaldalóns, lyfjafræð-
ings í Reykjavík, margir vinir og kunn-
ingjar. Hún er fædd í Danmörku, 26. nóv.
1882 í Folehave í Gripsskov við Hörsholm
á Norður-Sjálandi. Skírnarnafn hennar er
Karen Margrethe Mengel Thomsen. Hún
er lærð hjúkrunarkona og hafði fengið
góða undirbúningsmenntun áður en hún
hóf hjúkrunarnámið. Árin 1908 og 1909
kynntist hún Sigvalda Kaldalóns, en þá
aði og myndarskap til þess að gera þetta
heimili hlýtt og elskulegt fyrir eiginmann
sinn og börn, og svo hina mörgu gesti er
að garði bar. Þjónustustarf hennar hefur
verið mikið frá fyrstu tíð. Þjóðin öll er í
þakkarskuld við hina ágætu konu ást.sæia
tónskáldsins.
í Grindavík stóð stúkustarfið með miki-
um blóma á meðan Kaldalónshjónin voru
þar, eftir að læknirinn. lagði hönd að því
verki. Ljúf er endurminningin um sam-
starfið við hann.
Á sjötíuára afmælinu bárust frú Kalda-
lóns gjafir, blóm og mörg heillaskeyti. —
Ritstjóri Einingar sendi þetta:
Drjúpi þér gull úr drottins hendi,
dag hvern til ævinóns;
heill sé konunni, sem hann sendi
Sigvalda Kaldalóns.
Hannes Jónasson, Siglufirði,
75 óra.
afmæli. Hann er heiðursfélagi stúkunnar
Framsóknar í Siglufiröi, sem heiðraði hann
á ýmsan hátt í sambandi við afmæli hans.
Sína ágætu eiginkonu, Kristínu Þor-
steinsdóttur, missti Hannes árið 1932. —
Um margra ára skeið veitti hún forstöðu
fjölmennri barnastúku í Siglufirði. Þeim
hjónum varð sex barna auðið, og eru fjög-
ur þeirra á lífi.
Hannes Jónasson er góðum gáfum gædd-
ur, hann hefur unnað góðum málefnum og
reynzt þeim trúr og traustur liðsmaður.
Hann hefur verið farsæll maður og skilað
miklu starfi, sem er metið og þakkað af
öllum, er til þekkja.
Halldór Sigurgeirsson
50 óra.
Einn okkar allra beztu manna í templara-
sveit Hafnarfjarðar, Halldór M. Sigur-
geirsson, átti 50 ára afmæli 27. október
s. 1. Hann er sonur Sigurgeirs Gíslasonar,
fyrrv. verkstjóra og sparisjóðsgjaldkera.
starfaði hún við fæðingardeild ríkisspít-
alans í Kaupmannahöfn, og árið 1909
kvæntist hún Kaldalóns og komu þau heim
til íslands það sama ár. Kaldalóns gengdi
fyrst læknisstörfum í Hólmavík, en í marz
Á 1910 fluttust þau hjónin til Ármúla við
Isafjarðardjúp og voru þar næstu 11 árin.
1921 fara þau svo til Danmerkur vegna
veikinda hans, og hann tekur ekki við
læknisembætti aftur fyrr en 1926, þá í
Flatey á Breiðafirði, en 1930 fær hann
veitingu fyrir Keflavíkurhéraði og er bú-
settur í Grindavík þar til þau hjónin flytja
'rí til Reykjavíkur skömmu áður en Kalda-
lóns andaðist, en það var 1. ágúst 1946.
Heimili Kaldalóns hjónanna var svo frá-
bært í gestrisni og allri alúð, að tilhlökk-
un var að koma þar. Þar var líka oft gest-
kvæmt, tíðir næturgestir, og stundum voru
gestir vikum og mánuðum saman. Er þá
auðskilið hver hlutur húsfreyjunnar hef-
^ ur verið í stjórn og allri umönnun heimil-
I isins. Hér verður ekki fjölyrt um það. en
aðeins minnt á, að frú Kaldalóns lagði alla
stund fram ki'afta sína af miklum dugn-
Eining telur fulla ástæðu til að minn-
ast 75 ára afmælis Hannesar Jónassonar,
bóksala í Siglufirði, þótt blaðinu hafi ekki
verið kunnugt um fyrr en seint á liðnu
ári, að 10. apríl 1952 átti Hannes þetta
merkisafmæli. Hann hefur verið búsettur
í Siglufirði um hálfan fimmta tug ára, og
það verður, því miður, ekki talið hér, allt,
sem hann er búinn að starfa á þessu tíma-
bili, bæði fyrir málefni Góðtemplara og
sinn heimabæ.
Hannes er fæddur að Ytri-Bakka við
Eyjafjörð, árið 1877. Hann hefur stund-
að margvísleg störf, verið verlzlunarmað-
ur, kennari, skrifstofumaður, verkstjóri,
blaðaútgefandi, bóksali og fleira. Sjálfur
hefur hann haft bókaverzlun í Siglufirði
um aldarfjórðungsskeið. Hann hefur látið
félagsmál allmikið til sín taka og lagt lið
íþróttastarfi, leikstarfi, og þá ekki sízt
bindindisstarfinu. Þar hefur hann verið
ókvikull og traustur liðsmaður um áratugi.
Hann átti þannig á árinu sem leið, ekki
aðeins 75 ára afmæli, heldur líka 30 ára
afmæli sem templari og 25 ára bóksala-
og konu hans Marínar Jónsdóttur. Sigur-
geir hefur alla sína tíð verið einn af hin-
um traustustu og mætustu liðsmönnum
bindindismálsins í landinu. Halldór sonur
hans fetar þar dyggilega í fótspor föður
síns. Halldór er fæddur og uppalinn í
Hafnarfirði og hefur búið þar alla sína
tíð. Hann er af góðum kominn, fékk gott
uppeldi, og hann prýðir líka prúðmennska,
grandvarleiki og sannur manndómur. —
Hann er fremur hlédrægur, en þeim mun
traustari við öll sín skyldustörf, og þau
hafa verið mörg, bæði í atvinnu- og fé-
lagsmálum. Hann hefur verið kaupfélags-
stjóri, sparisjóðsgjaldkeri, fulltrúi hjá út-
gerðarfélagi, og er nú fulltrúi hjá Sölu-
sambandi islenzkra fiskframleiðenda. Hall-
dór lauk námi við Flensborgarskóla og
stundaði síðar verzlunarnám um tima í
Englandi. Hann hefur verið farsæll maður,
átti gott æskuheimili, og síðar sitt eigið,
unnað kirkju og kristindómi, og verið sí-
starfandi í sveit Góðtemplara. Hann er
maður, sem gott er að kynnast.
Pétur Sigurðsson.