Eining - 01.07.1953, Qupperneq 7

Eining - 01.07.1953, Qupperneq 7
EINING 7 i Pastor John Forsberg. Bindindishreyi- ingin í Finnlandi Hefði áframhald orðiS á útgáfu dagatal- anna, sem Samvinnunefnd bindindismanna gaf út nokkur ár, var œtlunin að eitt þeirra yrði um bindindishreyfinguna í V —12 löndum. Var þegar búiö að óska eftir efni frá nokkrum löndum, en Finn- land var eina landið, sem sendi efni strax. Það var einn af forustumönnum bind- indisstarfsins í Finnlandi, pastor J ohn i Forsb er g, sem sendi myndina og les- málið, er hér fer á eftir: Saga bindindishreyfingarinnar í Finn- landi er að mestu leyti hin sama og hinna Norðurlandanna. Frá 1830 voru Ý það aðallega hófsemdarfélög, sem unnu bindindishugsjóninni um hálfrar aldar skeið. Forustuna höfðu ýmsir þekktir áhrifamenn í kirkju- og menningarmál- um og stjórnmálalífi þjóðarinnar. Hin algera bindindishugsjón ruddi sér fyrst til rúms í lágkirkju- og fríkirkju- vakningahreyfingum í kringum árið 1870. Tvær systur, Alba og Hilda stofn- »■ uðu í Vasa hið fyrsta bindindisfélag landsins árið 1877. En árið 1883 stofn- uðu bindindisfélög landsins samband, er hét, og heitir enn, Bindindisvinirnir. Það er stærsta bindindisfélag landsins. Um aldamótin varð almenn þjóðar- vakning, en það var tímabil rússneskrar undirokunar. Framfarahugur og föður- ^ landsástin krafðist þess, að þjóðin væri siðferðilega sterk, og þá var bindindi einn sjálfsagður þáttur í baráttu þjóð- arinnar. Meðal ábyrgra manna var því mikill áhugi á bindindisstarfsemi, og voru þá sett bannlög í landinu, en þau afnumin aftur 1932. Árið 1905 sögðu sænsku bindindis- ^ félögin sig úr Bindindisvina-sambandinu og stofnuðu sjálf Hið sænska bindindis- samband Finnlands. Næsta stóra klofn- ingin varð 1914, er stofnað var sócial- demókratiskt bindindissamband. Síðar mynduðust svo sérsambönd háskóla- borgara, stúdenta, menntaskólanem- enda, kennara, ökumanna, járnbrautar- manna og annarra. * Góðtemplarareglan gerði fyrst vart við sig í Finnlandi um 1880. Rússnesku yfirvöldin bönnuðu þó allan alþjóða- félagsskap, og starfaði þá aðeins ein stúka, og án þess að mikið bæri á. — Reglan efldist þó strax, er þjóðin hlaut sjálfstæði sitt, og 1922 voru stofnaðar tvær stórstúkur, finnsk og sænsk. — Þær eru þó báðar fremur fáliðaðar. Sérstakur þáttur í bindindisstarfi þjóðarinnar eru bindindissamtök vissra félagakerfa, svo sem kvenfélaganna, kristinna safnaða, borgaraklúbba og og fleiri. Þegar heil félagakerfi ganga þannig til samvinnu um bindindisstarf- semi, er þar auðvitað ekki að ræða um bindindisheit. Til áhrifa út á við í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, eru hin tvö stóru landssambönd, landssamband bindindis- félaga finnskmælandi manna — Rait- tiusjárjestöjen Yhteistoimikunta (Sam- vinnunefnd bindindisfélaga) og lands- samband bindindisfélaga sænskmælandi manna — Landsförbundet för svenskt nykterhetsarbete. Heildartala félagsbundinna bindindis- manna í landinu er 100,000 fullorðnir og 136,000 börn. John Forsberg. Vinnuftap drekkandi þjóða Samkvæmt Presse-Information, sem Landssamband danskra bindindisfélaga sendir út, hefur sambandið upplýsinga- og ráðgefandi skrifstofur í 28 bæjum og borgum, og er drykkjumönnum látin þar í té Iæknishjálp með Antabus-lyfinu, og önnur aðstoð til viðreisnar. Talið er, að allt að því 50 af hundr- aði þessara manna, fái annað hvort full- kominn bata eða að einhverju leyti. Oft er breytingin til hins betra stórkostleg fyrir áfengissjúklinginn, en þó einkum fyrir konu hans og börn. Til þess að sýna, hve mikið er unnið einnig fjárhagslega, þegar hægt er að bjarga þessum mönnum, er þess getið, Frá Finnlandi. að einn af þessum 28 bæjum hafi lagt upplýsingaskrifstofunni eitt þúsund krónur, en aðeins einn maður, sem hún hafi bjargað, hafi á einu ári greitt af skattaskuld sinni eitt þúsund og sjö hundruð krónur, en áður hafi hann ver- ið þurfalingur. Annar maður 55 ára, bætti fjárhag sinn um 24,000 kr. á hálfu ári, er hann hætti að drekka. Þessi tvö dæmi sýna glöggt, hvílíkt ógnar vinnutap og fjárhagstap þjóðir baka sér með áfengissölunni, þegar þess er gætt, að ýmist tugir þúsunda eða hundruð þúsunda, allt upp í milljónir eru áfengissjúklingar á meðal hinna ýmsu þjóða. Ef á þetta er litið, má spyrja: hver er vitlausari, drykkjumaðurinn eða þjóðin, sem selur honum áfengið? IMorræn sambúð Framhald af bls. 5. helztu forvígismönnum bindindishreyf- ingarinnar. Hvergi í heiminum er bind- indishreyfingin jafn voldug og einmitt á Norðurlöndunum. Hér berum vér saman ráð vor, lærum af reynslu hvers annars og verðum síðan hæfari til að vinna gagn því máli, sem tekur meira en flest annað til Iífs og frelsis og farsældar, bæði einstaklinganna og þjóða vorra. — Takmark vort allra er hið sama: Burt með áfengið. Island er orðið hlekkur í bræðralags- keðju norrænu þjóðanna og það vill vera það í framtíðinni. Vér erum nor- rænir menn, íslendingar, og getum aldrei orðið annað, því að tungu vora, sögu og þjóðareðli munum vér varð- veita eins og fjöregg vort. Þér, frænd- ur vorir, veitið oss styrk og uppörvun, því að „í æðum okkar rennur frænda blóð“. Vér tökum hjartanlega í fram- rétta hönd yðar og erum sannfærðir um það, að bindindishreyfingin á Norð- urlöndum mun leggja fram sinn skerf til þess, að færa þjóðirnar nær hver annarri. En „með góðum huga hafið >

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.