Eining - 01.07.1953, Page 9
EINING
9
V
Dr. John Sharffenberg.
Þetta segir
Sharffenberg
Norski yfirlæknirinn John Sharffen-
berg sagði fyrir nokkru í fyrirlestri, að
„í eðli sínu væri bindindishreyfingin ein
hin róttækasta, sem átt hefði sér stað í
heiminum. Hún ræðst gegn eldgömlum sið-
um og venjum, er fest hafa djúpar rætur
í félagslífi og trúarlífi manna. Áfengir
drykkir voru álitnir eitt af nauðsynjunum
á matborðinu.
Vísindin eru nú komin að sömu niður-
stöðum og bindindishreyfingin komst löngu
áður en bindindismenn gátu fært fram vís-
indaleg rök fyrir skoðunum sínum. í stað
þess, að „lengja Iífið“ eru áhrif áfengisins
alltaf skaðleg á heilann og örva ekki, en
sljógva.
Það er ákaflega nauðsynlegt, að kynna
unga fólkinu skaðsemi áfengisins, áður en
það gefur sig á vald drykkjusiðunum. —
Ungir námsmenn þurfa að njóta vel skipu-
lagðrar bindindisfræðslu“.
Óáfengt vín
í Noregi
Eitt víngerðarhús í Noregi, Grimsöy
kloster, framleiðir nú óáfengar víntegundir,
segir Folket 20. marz 1953. Nú þegar hafa
verið framleidd rauðvín, hvítvín, portvín
og kampavín og fleiri tegundir eru í vænd-
um. Þrjú ár fara til þess að framleiða
þessar víntegundir og þær eru gerðar úr
sömu efnum og venjulega víntegundir og
innihalda öll sams konar efni, nema sjálft
áfengið.
Allmikið er þegar komið á markaðinn í
Noregi af þessum víntegundum, sem eru
seldar í matvörubúðum, veitingahúsum, til
einstakra manna og hvar sem helzt. Fróð-
legt verður að vita, hvernig þessari nýjung
verður tekið, og hvaða framtíð hún á. —
Kemur þá í Ijós, hvort menn sækjast eftir
víni sökum gæða þess, eða aðeins til þess
að verða ölvaðir.
D. Vefald,
formaður landsnefndar
bindindismanna í Noregi,
og stórtemplar
Noregs.
ArcherTongue
framkvæmdastj óri alþj óðasambandsins
gegn áfengisbölinu, verður einn meðal
vorra góðu gesta á bindindismálaþing-
inu í Reykjavík um mánaðamótin júlí—
ágúst næstkomandi. Tongue er maður
á bezta aldri, tók við framkvæmdastjóra-
starfinu hjá alþjóða-sambandinu síðast-
liðið ár, þá er hinn ágæti brautryðjandi,
dr. Robert Hercod, fékk eigi lengur unn-
ið vegna ellilasleika, en hann andaðist
sem kunnugt er í lok janúarmánaðar
þ. á. — Tongue er enskur að ætt og
uppruna. Hann er boðinn vestur um
haf í júlímánuði og kemur þaðan hing-
að til lands 30. júlí. Dvelst hér síðan til
4. ágúst, svo að hann getur tekið þátt í
mestöllu norræna þinginu. Hefur hann
verið beðinn að flytja ávarp á móttöku-
hátíðinni í Þjóðleikhúsinu að kveldi hins
31. júlí.
Godtemplarbladet.
Stórþingmaður Lars Raumdál,
formaður í laganefnd norska Stórþingsins,
og varaformaður í Landsnefnd bindindis-
manna í Noregi.
1KI [
Khphp
I