Eining - 01.07.1953, Page 12
12
EINING
Forsetinn, hr. Ásgeir Ásgeirsson.
Landiö var fagurt og frítt,
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Svo kveður góðskáldið, Jónas Hall-
grímsson, í einu hinu fegursta ættjarðar-
ljóði, sem ort hefur verið. En það, sem
,,var“er enn. Landið okkar er enn fagurt
og frítt, jöklarnir eru fannhvítir eins og
áður, himinn landsins heiður og blár og
hafið skínandi bjart. Ekki er langt síðan
skáldjöfurinn Einar Benediktsson sá
dýrðlega landsýn, er hann lýsir af mik-
illi hrifningu:
Þar rís hún, vor drottning, djúpsins mcsr,
meS drifbjart men yfir göfugum hvarmi
og framtímadaginn ungan á armi,
eins og Guðs þanki hrein og skœr.
Frá henni andar ilmviðsins blcer,
en eldhjarta slcer í fannhvítum barmi.
Jökulsvip ber hún harðan og heiðan,
Forsætisráðherra Steingrímur Steinþórsson.
Landið
er fagurt
°g
en hœðafaðm á hún víðan og breiðcm
og blávatna-augun blíð og tcer.
Þetta er nútímamyndin, sem skáldið
dregur upp á landinu. Getur nokkra
fegurri. Hún jafnast til fulls á við fom-
aldarmyndina, sem Jónas Hallgrímsson
sá. I sýn Einars er landið drottning
djúpsins á norðurhveli jarðar. Hún ber
hinn bjarta framtíðardag á armi sér, er
hrein og skær eins og hugsun Guðs.
Svipurinn er harður og heiður, hæða-
faðmurinn víður og breiður, og í fann-
hvítum barmi slær eldhjartað heita.
Til ríkis þessarar fjalladrottningar
„komu feðurnir írcegu
og frjálsrceðishetjurnar góðu
austan um hyldýpis haf
hingað í scelunnar reit“.
Þeir komu, „feðurnir frægu“, til þess
að nema hér land, varðveita dýrmætan
arf og rækta óbrotgjarna menningu. Og
nú leita listamenn og vísindamenn stór-
velda og fjarlægra landa til Islands að
kynnast sögu þess, stjórnháttum, listum
og menningu, og fyrir ekkert af því þurf-
um við að blygðast okkar, ef borið er
saman við aðrar stærri þjóðir. Ekkert
stærilæti á þó hér við, því að böm emm
við enn á þroskabraut, eins og mann-
kynið allt.
Að þessu sinni kemur í sumar mikill
gestahópur austan um hyldýpis haf, til
þess að sjá þá mynd landsins, sem
skáldin okkar hafa lýst svo fagurlega,
og til að rétta fram vinar- og bróður-
hönd í þýðingarmiklu samstarfi menn-
ingarmála. — Einnig þessir gestir em
, ,frj álsræðishetjurnar góðu“. Þeir vilja
efla sem bezt þau samtök manna, er
stefna að því að brjóta af þjóðunum
verstu þrældómshlekkina, smánarleg-
ustu viðjamar, er þær binda sér sjálfar,
og lyfta af herðum þeirra okinu, sem
mestri niðurlægingu veldur.
Forsetafrúin Dóra Þórhallsdóttir.
Við fögnum þeirri uppörvun, er þess-
ir góðu gestir veita okkur, og blessum
menningarstarf þeirra, bræðralagshug-
sjón, samvinnufúsleik og friðarhyggju.
Við bjóðum þá hjartanlega velkomna,
óskum að þeim vegni hér vel nokkra
daga, að þeir fái að sjá þá fögru mynd
landsins, sem ættjarðarsöngvar okkar
lýsa.
Við emm allir norrænir menn og bú-
um í löndum, sem ala böm sín við blítt
og strítt, en ekki aðeins dásamlega feg-
urð og unað. Um Island segir skáldið:
„Það agar oss strangt með sín
ísköldu él„
en á samt til blíðu, það meinar
allt vel“.
Allir þekkjum við tilfinninguna, sem
norska skáldið, Ivar Aasen, lýsir:
Fram paa vetteren stundom han tenkte:
Gjev eg var i eit varmare land!
Utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson.