Eining - 01.07.1953, Page 13

Eining - 01.07.1953, Page 13
EINING 13 \ * * \ \* \ * Men naar vaarsol i bakkane blenkte, fekk han hug til si heimlege strand . .. Og naar netter er Ijose som dagar, kann han ingen stad venare sjaa. A köldum vetrarmánuðum hungra sálir okkar eftir sól og yl, og gerir óskin þá vart við sig að „flytja friðarstól" okkar suður á bóginn og búa „Sunnu nær“, en þess vegna eru líka blíðu dag- ar vors og sumar okkar slík himinsæla, að ekkert jafnast á við þá. Við höldum hátíðardag sumardaginn fyrsta, og við syngjum „blessuð sólin“. Þegar hinir óviðjafnanlega björtu dagar koma hér á landi, þá eru þeir svo hreinir og tærir og unaðslegir, að þeir vekja fullkomna sælukennd. Þeir eru hin mikla andstaða biksvörtu og grimmu vetrardaganna, þegar þeir eru sem verstir. Þótt ekki hafi ljóðagyðjan lagt okkur öllum á tungu hinn fagra óð góðskáldanna, þá þekkjum við þetta, sem þeir lýsa, þessa dásamlegu sýn: „Þá rökkurstakkinn storðir syÖra axla, þar strandhrönn bregöur grön með hvíta jaxla, hér signir blessuð Sunna noröurleiðir, er svefnlaus dýrð að fjörum skarlat breiöir. Þá litast drottning Ijóss um garð og snekkju. Hún lyftir vanga hœgt af blárri rekkju og fyrir jökulspeglum gullhár greiðir“. Þeir, sem ferðast hafa um byggðir Is- lands, fjöll og dali og fram með strönd- um þess á björtum vor- og sumarnótt- um, eða hafa vakað yfir túnum, kann- ast við þessa töfra litbrigða, kyrrðar og unaðar, þegar eldar aftur, þegar svefnlaus dýrð breiðir skarlat að fjörum landsins og hjúpar það blæfegurð, sem jafnvel stórskáldin koma varla orðum að, þegar drottning ljóssins lyftir vanga hægt af spegilsléttum og dimmbláum haffletinum og greiðir gullhár sitt frammi fyrir jökulspeglum. Eigum við ekki allir, Islendingar inn- gróinn næmleik fyrir þessari fegurð landsins, þessum unaði dýrlegustu sól- arhringa árstíðanna, ef við þreifum fjn*ir í barmi okkar? Vildum við ekki allir hafa sagt það fegursta, sem skáldin hafa sagt um landið okkar? Getur það þá ekki glætt neistann í brjósti okkar og tendrað í bjartan loga ættjarðarást- ina, að lesa og læra fegursta ættjarðar- kvæðin okkar? Eru þau ekki hollt og gott vegarnesti kynslóðinni, sem á að erfa landið? Þótt dimmir séu stundum og grimmir vetrardagar á Islandi, þá eru þó tungl- skins og norðurljósakvöld og nætur svo dýrðleg veröld, að sálir manna hrífast til sjöunda himins og sjá miklar sýnir: „Frá sjöunda himni að ránar rönd stíga röölarnir dans fyrir opnum tjöldum, en Ijóshafsins öldur, með fjúkandi földum. falla og ólga við skuggaströnd. Það er eins og leikið sé huldri hönd hringspil með glitrandi sporum og baugum. — Nú mœnir allt dauðlegt á lífsins lönd frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum, og hrímklettar stara við hljóðan mar til himins, með kristallsaugum“. Þá er það ekki aðeins „duftsins son“, heldur einnig „hrímklettar“, sem stara til himins, þótt þeir stari með kristalls- augum“. Og svo máttug eru áhrif þess- arar himindýrðar, að okkur finnst við vera í sátt við „hverja smásál“, og „Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkj- um í nótt vorn þegnrétt í Ijóssins ríki“. Röðlarnir stíga dans um himinhvolf- ið, en álfar hoppa hjarni á, „svo heyrist duna í fellum“. íslenzk vetrarkvöld héldu bezt vörð um dýrustu hnossir þjóðarinnar, tunguna, sem er kóróna þjóðernisins, og þær bókmenntir, sem eru hrósunarefni okkar og hafa aukið mjög á hróður Islendinga meðal ann- arra þjóða. Island er að mörgu leyti vel fallið til þess að ala og fóstra óspillta, táp-

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.