Eining - 01.07.1953, Síða 21

Eining - 01.07.1953, Síða 21
EINING 21 Blinda sáIinaskáliliA Henni vildu allir kynnast. Hún sá ekki ljós heimsins, en glæddi ljós vonar og trúar í hjörtum milljóna manna. — Hún orti um 800 sálma. Söngur hennar var um dásemdir lífsins, um furðuverk skaparans, kærleik Guðs og manna, um fegurð jarðlífs og sælu eilífs lífs. \ Hún hét fullu nafni Frances Jan Van Alstyne Fanny Crosby, en var venju- lega kölluð aðeins Fanney Crosby. Hún varð 95 ára, en amma hennar hafði lif- að 103 ár. F. Crosby fékk augnveiki á fyrsta aldursári sínu, og sökum skakkr- ar meðhöndlunar missti hún sjónina og var blind alla ævi. Hún missti einnig föður sinn, er hún var á fyrsta árinu, en móðir hennar lifði til 91 árs aldurs. Fanney Crosby var fædd 24. marz 1820. Jarðneskar leyfar hennar hvíla í kirkjugarðinum í Bridgeport í Connecti- cut, Bandaríkjunum. Móðir hennar rejmdi að hugga hana sem bam með t>ví, að segja henni að sum frægustu skáld heimsins,, eins og Homer og Milton, hefðu verið blindir, og að for- sjónin léti menn stundum lifa við líkam- ^ lega anmarka, til þess að andlegir hæfi- leikar þeirra nytu sín betur. Þegar amma litlu stúlkunnar frétti um áfall hennar, flutti hún sig til henn- ar og reyndist henni hygginn og góður uppalari. Hún reyndi að lýsa fyrir litlu blindu stúlkunni sem nákvæmlegast dásemd blómaríkisins, sólarljómans, dýrð stjörnuhiminsins, lýsa sólarupp- komu og sólarlagi, regnboganum og hinni fjölbreyttu fegurð náttúrunnar. Sjálf segir Fanney Crosby frá því, að amma sín hafi fyrst og fremst leitast við að opna sér hina ósýnilegu og eilífu veröld, sagt sér frá kærleiksríkum Guði, sem sent hafi mönnunum son sinn Jesú Krist, til þess að visa þeim veg lífsins » % og verða þeim stundlegt og eilíft hjálp- ræði. 1 rökkrinu sagði hún litlu stúlkunni fallegustu biblíusögurnar, og Fanney litla var svo námfús, að hún lærði það, sem var lesið fyrir hana nokkrum sinn- um. Kornung gat hún því þulið utan- bókar Mósebækumar fimm, megnið af Nýjatestamentinu, mikið af Sálmunum, Orðskviðum Salómós, Rutsbók og fleiri kafla ritningarinnar. Þegar hún var 15 ára, fékk hún vist á blindrastofnun í New York. Er henni var tilkynnt þetta, klappaði hún saman höndunum af fögnuði og sagði: ,,Lof- aður veri drottinn. Hann hefur bænheyrt mig“. Við stofnun þessa dvaldi hún 23 ^ ár, 12 ár sem nemandi og síðan kenn- ari. Helztu námsgreinar hennar voru músik, listir og bókmenntir, en ljóða- gerð var þó eftirlætis hugðarefni henn- ar. I blindrastofnuninni kynntist hún ýmsum frægum listamönnum, þar á meðal Jenny Lind og Ole Bull. Hún lýsir sér sjálf, er von var á Jenny Lind, á þessa leið: „Hjarta mitt var sem barmafullur bikar, fögnuður minn eins og goshver, og líkaminn léttur eins og fis. Morguninn, sem von var á Jenny Lind hafði ég ekki matarlyst. Jenny Lind átti að syngja, en eg að lesa upp ljóð mitt, Sœnski nœturgalinn ... Eg hef hlustað á ýmsa frægustu söngvara heimsins, en á engan jafnhugfangin sem Jenny Lind, er hún söng, Hem, hem, mit kara hem“. Um Ole Bull segir hún: „Mér fannst sem eg sjá, hvernig hann lék við streng- ina með boganum, heyra fuglasönginn, lækjarniðinn, regndropana detta, klukk- umar hringja, englana sjmgja og sólar- geislana hoppa. Öll vorum við frá okk- ur numin af fögnuði. Heit tárin runnu niður kinnar mínar og himneskur dýrð- arljómi þrengdi sér inn í huga minn“. Mikil og merk þáttaskipti urðu í lífi Fanneyjar, er hún var 20 ára. Þá vist- aðist ungur og gáfaður maður á blindra- stofnunina. Hann hét Alexander van Al- styne. Einnig hann var blindur. Hann sökkti sér niður í klassiskar bókmenntir og guðfræði, en hljómlistin var þó eftir- lætið hans. Hann varð fljótt hugfanginn af ljóðum hennar og hún af hljómlist hans. Þetta knýtti þau saman vináttu- bandi, sem varð brátt að hinum gullna þræði, sem tengir hjörtu manna fastast saman. Það er bláttáfram yndislegt að lesa lýsingu Fanneyjar á stundinni, er þau sátu í kvöldkyrrðinni undir skugg- sælu tré í garðinum og bundust órjúf- andi tryggðabandi. Það er regin djúp milli þeirrar fögru lýsingar og sumu kynóraskvaldri skáldsagnanna, þar sem lýst er samdrætti karls og konu. Ungi maðurinn blindi sat hugfanginn undir trénu og hlustaði á blæhvíslið í laufkrónum trjánna og fuglasönginn. — Hana bar þar að. Hún lagði hönd sína á öxl hans og nefndi aðeins skímamafn hans blíðlega, og svo gerðist þetta eilífa og alltaf nýja undur, þau tvö stigu inn í nýja veröld. „Við vomm ekki blind lengur“, segir hún, „því að í ljósi kær- leikans sáum við liljurnar blómgast og kristalstæra vatnið skína“. Fundum þeirra bar fyrst saman, er hún var 20 ára, en brúðkaup sitt héldu þau ekki fyrr en hún var 38. Þar var að engu óðslega farið, þótt bæði væru þau tilfinningarík og hjartaheit. En þau þjónuðu listinni. Máttug trúarsannfær- ing magnaði anda hennar við sálma- gerðina, og sálmamir urðu bæði margir og innilegir. — Undirritaður á enska kirkjusöngsbók, sem er mikið sálma- safn, og þar í em milli 30 og 40 sálmar eftir Fanney Crosby. Einstöku þeirra hafa verið þýddir á íslenzku, eins og t.d. Safe in the arms of Jesus — Alfrjáls í örmum Jesú, When my lifeivork is ended — Nær mitt lífsstarf er endað, og Some day the silver cord will break — Nær leiðin endar löng og ströng og lifsins þráður slitnar minn. Af öðmm sálmum hennar, sem orðið hafa eftirlæti margra, mætti nefna: Be silent, be silent, a whis- per is heard; Jesus is tenderly calling thee home; More like Jesus would I be; Rescue the perishing, og fleiri slíka. Hinir mörgu indælu sálmar Fann- eyjar gerðu nafn hennar víðfrægt. Einu sinni var hún farþegi á ferju einni. Skip- stjórinn renndi hastarlega að landi, og sagði þá Fanney við hann: „Farðu gæti- lega, skipstjóri, þú ert með dýrmætan flutning“. Þegar skipstjórinn komst að því að hann átti tal við Fanney Crosby, sem ort hafði einn eftirlætissálm hans, tók hann ofan og tárfelldi. Þessi blinda kona leit björtum aug- um sálarinnar á tilveruna. Þeir menn, sem finna bezt, hversu þeir þurfa að styðja sig við arm almættisins, verða oft máttugustu andarnir. Þannig er veik- leikinn oft sá kross, er lyftir til hinna hæstu hæða. „Þú vógst upp björg á þinn veika arm, þú vissir ei hik né efa“, segir Einar Benediktsson um móður sína. Fanney Crosby sagðist hafa átt þrjá verndarengla. Einn gætti þess, að hún léti ekki inn fyrir varir sínar neitt skað- legt. Annar gætti skapsmunanna, „því að“, sagði hún, „mennirnir aðhafast mikla heimsku, er þeir missa stjórn á skapsmunum sínum“. Þriðji verndar- engillinn gætti tungu hennar, þess vegna orti hún Guði til dýrðar og mönnum til blessunar. P. S. (Heimild: Blá Bandet). Svíar á móti sterka ölinu Á landsfundi bindindismanna í Svíþjóð, sem haldinn var snemma á þessu ári, til þess að ræða tillögur stjórnskipuðu áfengis- málanefndarinnar frá 1944, lögðust fundar- menn mjög gegn því, að leyft væri aftur að framleiða og selja sterkt öl. Meiri hluti nefndarinnar hafði þó lagt til að slíkt yrði leyft, en fundurinn taldi það slæmt spor aftur á bak, „þar sem það hafði heppnazt, að losna við sterka ölið, sem gefizt hafði mjög illa“, segir í skýrslu landsfundarins. „Öll undanfarin reynsla hefur sýnt, að sterka ölið dregur alls ekki ór neyzlu sterku drykkjanna, en eykur aðeins drykkjuskap- inn og heildaráfengisneyzluna". Landsfundurinn mótmælti því mjög ein- dregið, að bannið við framleiðslu og sölu sterka ölsins yrði afnumið.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.