Eining - 01.07.1953, Page 23
EINING
23
*
H j ónaskilnaðir
i Svíþjóð
\
%
%
v %
Árið 1951 voru 115 hjónaskilnaðir
af hverjum 100 þúsundum manna í Sví-
þjóð. Þetta eru þrisvar sinnum fleiri
skilnaðir en árið 1931, og þeir hafa
fjórfaldast síðan 1941. Orsakimar eru
margar, segja sænsk blöð, en drykkju-
skapur, lausung og illur fjárhagur eru
hinar algengustu.
Þarf nokkum að undra, þótt máttar-
viðir mannfélagsins, svo sem fjölskyldu-
böndin, bresti, þegar á allt er litið. —
„Guð lætur ekki að sér hæða“, segir
heilagt orð. — Þyki einhverjum þetta
gamaldags kenning, getur hann orðað
hana á annan veg, t. d.: Lífið lætur ekki
að sér hæða.
Vilji maðurinn vera dýrinu æðri,
verður hann að greiða kostnaðinn við
það. En kostnaðurinn er sá að ala sið-
gæðisþroskann á trúnni á mikinn til-
gang lífsins — trúnni á Guð og eilíft líf.
Siðgæðisþroska er ekki hægt að ala og
fita á fræðslustagli, og því síður á sorp-
ritum, klámbókmenntum, glæpakvik-
myndum, reyfurum, kynóratímaritum,
drabbaralegum danssamkomum og
skaðnautnum. Meira að segja geta þjóð-
ir átt það, sem fræðilega mætti kalla
„hámenningu“, eins og Þjóðverjar fyrir
heimsstyrjöldina miklu, eða Svíar nú,
en þurft þó að stríða við þau mann-
félagsmein, sem eru augljós sjúkdóms-
einkenni þeirrar menningar, sem ekki
er alin og nærð á hinum háleitustu hug-
sjónum og trúnni á Guð, sem ein getur
skapað þann siðgæðisþroska, sem er
öruggur grundvöllur undir heimilislífið,
dyggðugt líf hvers einstaklings og bless-
unarríka þjóðmenningu.
Gerum okkur ekki að flónum. Drög-
um okkur sjálfa ekki á tálar. Traust
heimilislíf, siðferðisþroski einstakling-
anna, og hagsæld þjóðarinnar, fær ekki
staðizt á neinum öðrum grundvelli en
bjarginu, sem Kristur benti á. — Það
var kenning fjallræðunnar. — Sú kenn-
ing þarf að verða aðalkenning barna-
skóla, framhaldsskóla, háskóla, djúp-
straumurinn í bókmenntunum, hreins-
unareldur skemmtanalífsins, og leiðar-
stjarna foreldra og annarra uppalenda,
^ Þar sást brotinn bíllinn, lík 19 ára ung-
mennis, er hafði beðið bana og kastast
út úr bílnum, og svo ölkassi.
Þessi auglýsingaþil eru ekkert smá-
ræði. Til dæmis kostaði þetta 2400
dollara. Frelsi manna í áfengismálum í
Bandaríkjunum hefur leitt til mikillar
áfengisneyzlu og til hinnar mestu ósvífni
^ 9 áfengissalanna í auglýsingaskrumi og
alls konar áróðri. En þetta hefur líka
vakið til starfa mikla og góða krafta til
sóknar og varnar gegn áfengisbölinu.
einnig stjórnmálamanna og leiðtoga
þjóðanna.
Þetta eitt getur skapað æskilegt
mannfélag, ekkert annað. Lífið lætur
ekki að sér hæða. — Lögmál þess er
afdráttarlaust. Látum því ekki blekkj-
ast af glamrandanum, en förum að ráði
meistarans og byggjum allt, sem lengi
skal standa, á bjargi aldanna.
Allra meina
undirróft
Eitt sinn var sagt, að fégimdin væri
rót alls hins illa. Þetta þyrftu menn að
gera sér ljóst, er þeir berjast gegn
verstu mannfélagsmeinunum. — Menn
vilja finna lækningu við áfengissýki, en
vilja þó ekki nema burt orsökina, sjálfa
áfengu drykkina. Menn vilja útrýma
kommúnisma, en vilja ekki að sama
skapi nema burt orsök hans, það er
ójöfnuð og alls konar rangsleitni í við-
skiptum og kjörum manna.
Við, sem vinnum að bindindismálum
stöndum stöðugt andspænis óvinnan-
legu vígi. Það er fégræðgin. Það var
peningavaldið og fégræðgin, sem koll-
varpaði áfengisbanninu í Bandaríkjun-
um, og það er þetta sama vald, sem
ræður yfir áhrifamiklum blöðum og
tímaritum, bæði með auglýsingum, sem
er mikil tekjulind blaðanna, og á annan
hátt. Hið sama er að segja um útvarp,
til dæmis í Englandi. Þar hefur drykkju-
siðunum verið valinn öruggur sess í leik-
ritum og alls konar dagskrárliðum, jafn-
vel í bamaþættinum. Hvaða öfl skyldu
vera þar að baki önnur en þau, sem allt
af þurfa að auglýsa vöru sína, hversu
skaðleg, sem hún er velferð manna.
I barnatíma brezka útvarpsins 6. des-
ember 1952, hét þátturinn „Lítum í
kringum okkur“. Maður nokkur var að
lýsa íbúð og hvers konar uppdrátt verk-
fræðingur mundi gera af nýju húsi, en
einnig þar tókst honum að koma að
áfengisáróðri. Hann sagði börnunum,
að því miður væri sá siður lagður nið-
ur, að gefa húsasmiðunum bjórkvartel,
er þeir hefðu lokið við smíði hússins, en
hann vonaði, ef faðir einhverra bam-
anna, er hlustuðu, skyldi láta byggja
nýtt hús, að þau minntu hann þá á að
láta smiðina fá þenna sopa sinn.
Wilfrid Winterton, sem skrifar um
þetta í The Research Student Service,
spyr, hvaðan útvarpið hafi fengið um-
boð til þess að hvetja böm og unglinga
til þess að gerast hvatamenn foreldr-
anna í áfengisneyzlu. Hann minnir og
á, að illa gleymist nú bænarorð fyrstu
útvarpsstjómarinnar, sem lögð hafi ver-
ið í hornstein byggingarinnar, að „fjarri
því húsi skyldi allt það vera, sem and-
stætt er friði og hreinleik, en fólkið ljá
því eyra, sem er sómasamlegt, elsku-
vert og gott afspurnar, og rata veg vís-
Bindindisfélag
kennara
Þann 15. júní s.l. var stofnað Bind-
indisfélag íslenzkra kennara (B. I. K.).
Stofnfundurinn var í Melaskólanum í
Reykjavík. Stofnendur voru 52 kennarar
víðs vegar að af landinu og úr flestum
skólaflokkum. I 2. grein félagslaga segir
svo:
„Tilgangur félagsins er að vinna að
heilbrigðu þjóðaruppeldi á grundvelli
bindindissemi í öllum stéttum þjóðfé-
lagsins“.
Hyggst félagið að ná þessum tilgangi
m. a. með skipulegri fræðslu um bind-
indismál í skólum landsins, námsskeið-
um, útgáfu fræðslurita og með því að
safna saman í eina félagsheild öllum
þeim kennurum á Islandi, sem áhuga
hafa á bindindismálum. Fyrst um sinn
er hér aðeins um að ræða eitt félag fyrir
allt landið, en ætlunin er að stofna
deildir í bæjum og héruðum. Þegar svo
er komið, verður B. í. K. landsamband
samtakanna.
Settur fræðslumálastjóri, Ingimar
Jóhannesson, flutti ávarp á stofnfundin-
um, hvatti til átaka um bindindismálin
innan kennarastéttarinnar og óskaði
félagsskapnum velfarnaðar. Hannes
J. Magnússon, skólastjóri á Akureyri, er
var fundarboðandi, skýrði frá starfsemi
hliðstæðra félaga á Norðurlöndum.
I stjórn voru kosnir:
Formaður: Hannes J. Magnússon
skólastjóri á Akureyri.
Varaformaður: Brynleifur Tobiasson,
áfengismálaráðunautur, Akureyri.
Ritari: Jóhannes Óli Sæmundsson,
Árskógi.
Vararitari: Eiríkur Sigurðsson.
Gjaldkeri: Þórður Kristjánsson, Rvík.
Kosnir voru 3 fulltrúar til að mæta
á norræna binidisþinginu, sem háð verð-
ur í Reykjavík síðar á þessu sumri:
Hannes J. Magnússon, Marinó L.
Stefánsson og Þorsteinn G. Sigurðsson.
Lög B. I. K. mæla svo fyrir, að aðal-
fundur þess skuli haldinn í júní eða júlí
á ári hverju.
Hannes J. Magnússon fundarstjórí.
Jóh. Óli Sœmundsson fundarritari.
dóms og heiðarleiks“. Hann átelur út-
varpið fyrir ótrúmennsku gagnvart anda
siðgæðisins, en þar hafi meðal annars
verið stanzlaus straumur af áfengis-
áróðri. Þar er því engin fyrirmynd í
þessum sökum. Óskandi, að aðrir hermi
ekki slíkt eftir.