Austurland - 09.05.1985, Side 5
FIMMTUDAGUR, 9. MAÍ 1985.
5
Úr húsgagnaverslun Nesvideós á Bakka. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson. Bakki. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson.
Ný húsgagnaverslun í Neskaupstað:
Nesvideó flytur
að Bakka
Um sl. helgi hófst nýr
þáttur í sögu hins aldna
og virðulega húss, Bakka
í Neskaupstað, sem nú er
Egilsbraut 19. Þá flutti
Nesvideó, sem verið hefir
í leiguhúsnæði að Hóls-
götu 6, að Bakka með
starfsemi sína, sem eykst
og færist á víðara svið um
leið.
Eigendur Nesvideós
eru hjónin Guðný Sigurð-
ardóttir og Gils Svein-
þórsson. Þau hafa nú
keypt Bakka af Birni
Björnssyni, fyrrverandi
kaupmanni og munu
starfrækja í húsinu
videóleigu og verslun
með myndbandstæki,
sjónvörp og myndbönd
og einnig húsgagna-
verslun. Er þá komin sér-
Cíils Sveinþórsson í verslun sinniú Bakku.
I.jósm. Sigurður Arnjinnsson.
Nú hefur Bakkahúð fengið nýli hlutverk í hœjarlífinu. Ljósm. Sigurður Arnfinnsson.
verslun með húsgögn á
ný í bænum.
Húsgögnin eru aðal-
legafrá Húsgagnahöllinni
og Ingvari og Gylfa í
Reykjavík og Setrinu í
Kópavogi. Húsgögn
vcrða í búðinni eins og
hægt er að hafa plássins
vegna, en verslunin mun
svo panta eftir óskuni við-
skiptavina, en mynda- og
verðlistar liggja frammi í
versluninni og eru sendir
heim eftir ósku:n.
Verslunar- og íbúðar-
húsið Bakki var upphaf-
lega byggt rétt upp úr síð-
ustu aldamótum sem
íbúðarhús eingöngu.
Björn Björnsson kaup-
maður, eldri, keypti hús-
ið 1922 og hóf þá verslun-
arrekstur þar, en hafði
áður rekið verslun sína í
Bár frá 1919. Hann
byggði vestan viö Bakka-
húsið og Björn kaupmað-
ur sonur hans svo síðar
austan viö það.
Björn yngri keypti
verslunina af föður sínum
1944 og rak þar verslun
til hausts 1982. Hafði
Björnsbúð þá verið starf-
rækt á Bakka í rétt 60 ár.
Og nú er hafin ný versl-
un á Bakka. Bakkabúð,
sem svo lengi hefir gegnt
þýðingarmiklu hlutverki
í bæjarlífinu, er orðin
starfsvettvangur á ný.
Þeirri starfsemi fylgja
góðar óskir og margir
munu eiga eftir að líta inn
hjá Guðnýju og Gils á
Bakka.
B. S.