Austurland


Austurland - 22.08.1985, Page 2

Austurland - 22.08.1985, Page 2
2 FIMMTUDAGUR, 22. ÁGÚST 1985. ---------Austurland------------------ MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Einar Már Sigurðarson, Þórhallur Jónasson og Smári Geirsson. Ritstjóri: Birgir Stefánsson (ábm.) ®7750 og 7756. Auglýsingar og dreifing: Aðalbjörg Hjartardóttir —Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað - ET7756. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað S7750 og 7756. Prentun: Nesprent. ÚTG.: KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI Hert skatteftirlit eða afnám tekjuskatts Öllum er ljóst, að nauðsynlegt er að leggja skatta í einhverri mynd á einstaklinga og fyrirtæki til þess að afla sameiginlegum sjóðum svo sem ríkissjóði og sveitarsjóðum tekna, svo að þeir geti staðið undir þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar um framkvæmdir og þjónustu bæði sam- kvæmt lögúm og að eðlilegum og sjálfsögðum kröfum al- mennings. Miklu máli skiptir hins vegar, að þessi skatt- heimta sé réttlát og komi sem jafnast niður. Innflutningsskattar eða tollar eru stærsti tekjuliður ríkis- sjóðs og þá greiða landsmenn allir í almennt hærra verðlagi en ella væri og hið sama má segja um útflutningsskatta. Næst koma almennir neysluskattar svo sem söluskattur og vörugjald. Þá greiða menn í almennt hærra verðlagi og einnig eftir eigin neysluþörf og fjölskyldustærð. Fjöl- mennar fjölskyldur greiða á þennan hátt hærri skatta til samfélagsins en fámennar, húsbyggjendur hærri skatta en þeir, sem komið hafa sér vel fyrir o. s. frv. Neysluskattarnir eru í eðli sínu óréttlátir, vegna þess að þeir fela í sér mismunun einstaklinga eftir persónulegum högum þeirra. Þeir eru ekki síst óréttlátir í verðbólguþjóðfélagi með ört hækkandi verðlagi og sérstaklega þegar það bætist svo við, að þessir skattar eru sífellt að hækka hlutfallslega líka, en ein slík hækkun varð einmitt nú fyrir skömmu. Lægsti skatttekjustofn ríkissjóðs er svo tekjuskatturinn, sem líkur eru á, að verði afnuminn í áföngum. Beinn tekju- skattur er réttlátasta skattheimtan í eðli sínu, því að hann eiga allir að greiða hlutfallslega jafnt af tekjum sínum. En hér er komið að stóru brotalöminni í skattkerfinu og óþolandi óréttlæti og mismunun. Bæði vegna ákvæða í skattalögum, sem Alþingi er sífellt að hringla í, vegna óverulegs skatteftirlits, og vegna beinna skattsvika komast furðu margir hjá því að greiða tekjuskatt, eins og þeim í raun og veru ber. Hvers konar rekstur virðist gefa ótæm- andi möguleika, flesta vafalaust löglega, til að viðkomandi aðilar komist hjá tekjuskatti að mestu eða öllu leyti. Skatt- svikin, sem enginn veit, hversu víðfeðm eru, bætast svo við. Útkoman er sú, að tekjuskatturinn er nær eingöngu launamannaskattur. Launafólkið verður að borga sinn tekjuskatt og sína neysluskatta, en rekstraraðilarnir sleppa ekki aðeins við tekjuskattinn, þeir geta líka látið reksturinn greiða neysluskattana. Þetta óréttlæti gengur ekki lengur. Eðlilegast væri, að skatteftirlit væri hert svo, að til allra skattsvikara næðist og lögleg skattsvik yrðu afnumin. Ef stjórnvöld hins vegar guggna á þessu einu sinni enn, á að afnema tekjuskattinn tafarlaust. Þá á ekki að leggja hann á næsta ár og tekjutapi ríkissjóðs á ekki að mæta með hækkun neysluskatta, heldur með sparnaði í ríkiskerfinu, t. d. ætti kostnaður við skatt- stoftfrnar að geta stórlækkað. B. S. Átta austfirsk fyrirtæki sýna á Heimilinu ’85 Fundur var haldinn í stjórn Iðnþróunarsjóðs Austurlands fimmtudaginn 8. ágúst sl. Fyrir fundinum lá sameiginleg um- sókn átta austfirskra fyrirtækja um styrk til þátttöku í Heimilinu ’85, alþjóðlegri vörusýningu, í Laugardalshöll dagana29. ágúst - 8. september ’85. Þátttaka í sýningum sem þess- ari er afar þýðingarmikil við markaðsöflun en um leið mjög kostnaðarsöm og þá sérstaklega fyrir fyrirtæki af landsbyggð- inni. Samþykkt var að veita fyrirtækjunum 150 þúsund kr. styrk til þessa markaðsátaks á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt var samþykkt að beina því til fyrirtækjanna að láta alla undir- búningsvinnu fyrir sýninguna fara fram heima í héraði s. s. hönnun á bás, prentun o. fl. Sjóðnum er reyndar þegar kunnugt um að svo muni verða. ANDLÁT Stefán R. Höskuldsson, fyrrv. útgerðarmaður, Strandgötu 11, Neskaupstað lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. ágúst sl. á 82. aldursári. Hann var fæddur 17. janúar 1904 á Krossi á Berufjarðarströnd og ólst þar upp. Árið 1919 fluttist Stefán til Neskaupstaðar og átti heima hér æ síðan. Stefán R. Höskuldsson. Fyrirtækin sem taka þátt í sýn- ingunni héðan af Austurlandi eru: Brúnás hf., Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, Ofnasmiðja Björns Oddssonarfrá Egilsstöð- um, Álfasteinn og Borgargæs á Borgarfirði, Sjávarréttir Kömmu og Síldarvinnslan í Neskaupstað og Fiskimjöls- verksmiðja Hornafjarðar. Styrkveiting þessi er fyrsta úthlutun sjóðsins og er það von sjóðsins að þátttaka fyrirtækj- anna í Heimilinu ’85 verði til að auka sölu á framleiðsluvörum þeirra og skapi þannig frekari atvinnutækifæri í fjórðungnum. Iðnþróunarsjóður Austur- lands var stofnaður í maí 1983. Aðeins sextán sveitarfélög af þrjátíu og fjórum á Austurlandi eru aðilar að sjóðnum, og vill sjóðurinn nota tækifærið til að skora á þau sveitarfélög sem ennþá hafa ekki orðið aðilar að gera það, svo að sjóðurinn verði öflugri og nýtist við atvinnuupp- byggingu í fjórðungnum betur en ella. Sjóðurinn mun væntanlega auglýsa eftir umsóknum upp úr áramótum, þegar iðgjöld fyrir 1985 hafa skilað sér. Fréttatilkynning. Flug og bfll til Reykjavíkur Flugleiðir hafa komið fram með nýtt ferðatilboð innanlands sem er flug og bíll til Reykjavík- ur frá öllum áfangastöðum fé- lagsins úti um land. Með því að kaupa saman flugfar fram og til baka og afnot af bílaleigubíl í Reykjavík fæst umtalsverður afsláttur frá venjulégu verði. Flugleiðir hyggjast geta boðið fram sambærilega þjónustu út frá Reykjavík áður en langt um líður. Svo dæmi sé tekið um verð, má nefna, að flug og bíll fyrir þrjá frá Akureyri kostar frá 4.567 kr. á mann. Innifalið er flug fram og til baka, bílaleigu- bíll í fjóra daga með 400 kíló- metra akstri og söluskatti. Bens- ín og flugvallarskattur er ekki innifalið. Frá Egilsstöðum er verðið fyrir þrjá 5.582 kr. á mann, frá Norðfirði 5.713 kr. og frá ísa- firði 4.366 kr. Sérstakur afslátt- ur er veittur börnum. Verðið er mismunandi eftir því hve margir eru um hvern bíl, dýrast fyrir einn og ódýrast fyrir fimm í bíl. Lágmarksdvöl í Reykjavík er fjórir dagar en gildistími flugfar- seðils er einn mánuður. Sem fyrr segir gildir þetta ferðatilboð frá öllum 10 áfanga- stöðum Flugleiða úti um land. Fréttatilkynning. Búlgaríufélag Búlgaríufélagið, sem er ferða- og kynningarfélag, var stofnað í vor. Um 60 íslending- ar, sem ferðast hafa til Búlgaríu, stofnuðu félagið. Markmið félagsins er, að fé- lagsmenn hittist nokkrum sinn- um á ári til þess að rifja upp ferðaminningar og sjá myndir hvers annars. Félagið mun efna til kynningar á Búlgaríu og fá til þess Búlgara eða þá, sem þekkja vel til lands og þjóðar. Félagsmenn hafa mikinn áhuga á að greiða fyrir fólki, sem vegna sjúkdóma þarfnast með- ferðar í heilsuræktarstöðvum, en þær eru fjölmargar í Búlgar- íu. Að síðustu er aðalmarkmið félagsins að beita sér fyrir ódýr- um ferðum til Búlgaríu. Þeir, sem áhuga hafa á að ganga í félagið, snúi sér til for- manns félagsins, Margrétar Sig- þórsdóttur, Víðihvammi 8, Kópavogi, 0 41873. Fréttatilkynning. Stefán var sjómaður og út- gerðarmaður lengstan hluta ævi sinnar, en um 1965 hætti hann sjómennsku og vann eftir það ýmis verkamannastörf, lengst hjá fiskvinnslustöð SÚN. Hann átti sæti í aðalstjórn Samvinnu- félags útgerðarmanna 1963 - 1975 og í varastjórn 1948-1963. Hann átti lengi sæti á framboðs- listum sósíalista til bæjarstjórn- arkosninga í Neskaupstað. Eiginkona Stefáns var Sigríð- ur Sigurðardóttir. Hún lést 1970. Þau áttu tvö börn, Jó- hönnu, sem býr á Akureyri og Höskuld, kaupmann á Reyðar- firði. Útför Stefáns Höskuldssonar var gerð frá Norðfjarðarkirkju í gær. íbúð til sölu Til sölu er 4 herbergja íbúð að Garðarsvegi 16, Seyðisfirði Upplýsingar S 7786 Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Ársœls J. Sigbjörnssonar Synir, systkini, Guðlaug Þorbergsdóttir og fósturforeldrar

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.