Eining - 01.04.1956, Síða 4
4
EINING
Arndis Þorsteinsdóitir.
Merkisafmæli
þriggja reglusysftra
Frú Arndís
Þorsíeinsdóttir
varð 85 ára 21. marz sl., en því
hefði sá, er línur þessar ritar, naumast
trúað. Ég veit of lítið um þessa ágætu
konu, sem vakið hefur athygli mína þar
sem ég hef verið á mannfundum sam-
tíða henni. Þar fer jafnan kona, er þekk-
ir hvorki ,,hik né efa“, er heil, traust
og ósvikinn unnandi undirstöðu menn-
ingarmáls allrar menningar — Guðs
kristni á meðal manna, og þar næst
siðabótaverksins mikla, bindindisstarfs-
ins. Þessi tvö málefni hafa verið hennar
miklu áhugamál. Þeim hefur hún unnið
og unnað. Um langt skeið hefur hún
verið í safnaðamefnd dómkirkjunnar í
Reykjavík, og í 60—70 ár hefur hún
verið í sveit Góðtemplara. Hún er ein
af stofnendum stúkunnar Framtíðarinn-
ar í Reykjavík, og er enn félagi hennar.
Ritstjóra Einingar tókst ekki að veiða
mikið upp úr frú Arndísi um æviferil
hennar, en það sagði hún mér, að
tvennt hefði sér orðið minnisstætt frá
hátíðarguðsþjónustu í Staðarkirkju á
Mýrum árið 1874, en þá var Arndís á
fjórða árinu. Fyrst voru það áhrif guðs-
þjónustunnar, og hafa þau aldrei bilað
síðan, en hitt var atvik inni í bænum
við kaffidrykkju heimafólks og gesta.
Þar var einn heimamaður, er hún hafði
miklar mætur á og var henni veniulega
sérlega góður. Að þessu sinni, eins og
oft endranær, stökk hún upp í fang hans
og átti von á góðum atlotum, en nú bar
svo við að þetta brást. Maðurinn tók að
amast eitthvað við henni og hún fór
grátandi frá honum, en komst að því,
að hann var drukkinn. Þetta voru henn-
Þóranna R. Simonardóttir.
ar fyrstu kynni af áhrifum ölvunar, og
þau hafa ekki yfirgefið hana síðan.
Barnið er næmt fyrir áhrifum og býr
lengi að þeim.
Ellefu ára fluttist Arndís litla úr sveit-
inni, en segist hafa búið alla ævi að
áhrifum sveitalífsins. Síðan hefur hún
alið aldur sinn í Reykjavík. Nám stund-
aði hún 3 vetur í Kvennaskólanum. Tví-
gift er hún, en báða mennina missti
hún í sjóinn með stuttu millibili. Dætur
fjórar hefur hún alið. Frú Arndís er
systir séra Bjama Þorsteinssonar, hins
þjóðkunna tónskálds, tignarlega og
gáfaða klerks, er lengst gegndi embætti
í Siglufirði. Hún telur, að bróður sinn,
og margan annan fátækan svein hafi
kirkjan tekið sér í faðm í þjónustu sína,
og gefið þar með tækifæri, er þeir hefðu
annars ekki hlotið.
Ekkert málefni er illa á vegi statt,
sem á marga liðsmenn líka frú Arndísi
Þorsteinsdóttur.
Frú
Hallbera Ottadóllir
var 75 ára 26. marz sl. Fædd er hún
og alin upp á Akranesi, en fluttist til
Reykjavíkur árið 1904. 3. nóvember
1905 giftist hún Jóni Guðnasyni, fisk-
sala, er flestir fulltíða Reykvíkingar
munu kannast við. Þau áttu því gull-
brúðkaup 3. nóvember sl. Heimili þeirra
hefur því fengið að vita allmikið af
gestum á yfirstandandi vetri í sambandi
við merkisviðburði í lífi fjölskyldunnar,
en gestakomu eru þau góðu hjón ekki
óvön, en þar um mega þau sjálfum sér
kenna, því að þau taka sérstaklega vel
á móti gestum sínum.
Jón Guðnason er einn af hinum fáu
eftirlifandi stofnendum stúkunnar Vík-
ings í Reykjavík, en á öðru ári stúk-
unnar gerðist frú Hallbera félagi í stúk-
unni og hefur verið það síðan, yfir 50
Haltbera Ottadóttir.
ár. Hálfrar aldar þátttaka og þjcnusta
í slíkum félagsskap, sem stúkur eru, út-
heimtir ekki litla fórnfýsi, bæði hvað
tíma áhrærir og framlag starfskrafta og
fjármuna. Og frú Hallbera hefur ekki
verið félagi í stúkunni aðeins að nafn-
inu til. Hún hefur alla tíð verið ein
hinna traustu og óbilandi félaga.
Þrátt fyrir það, að konur eru oft
hinir allra beztu liðsmenn nytsemdar
félagsskapar, hafa þær jafnan sínu
mikilvæga og aðalhlutverki að gegna í
þjóðfélaginu, og undir því, hversu það
er rækt, er velferð þjóðarinnar komin
fyrst og fremst. Þetta hlutverk hefur frú
Hallbera rækt af mestu prýði, alið upp
fjögur börn þeirra hjónanna og búið
þeim og manni sínum þar öruggt frið-
skjól, en það er hverjum manni, er tak-
ast þarf á við dagleg skyldustörf og um-
svif út á við, meira virði en allt annað
og sá orkugjafi, er alltaf veitir þrek til
góðra starfa. Konurnar hafa sjaldan
hátt um mikilvægustu störf sín, en slík-
um á þjóðin miklar þakkir að gjalda.
Þeirra á meðal er Hallbera Ottadóttir.
Frú Þóranna
R. Sigurðardóttir
varð sextug 12. marz sl. Um áratugi
hefur hún af alhug og mikilli ósérplægni
sinnt mjög starfi og félagsmálum Góð-
templara og bindindismanna yfirleitt.
Hér verður ekki viðhöfð nein upptaln-
ing á starfi hennar í þágu félagsmála,
þess aðeins getið, að í sinni eigin stúk.u
Verðandi, hefur hún verið jafnan í
fremstu röðum. Sæti á hún í áfengis-
varnanefnd kvenna og um fjögurra ára
bil gegndi hún einu virðulegasta em-
bætti í Stórstúku íslands, var þar vara-
templar. Um starf hennar þar kemst
séra Kristinn Stefánsson, fyrrv. stór
templar, svo að orði: