Eining - 01.04.1959, Page 5
EINING
5
-¥
Hannes J. Magnússonf skólastjóri,
sexftugur
Þótt ekki gerizt þess þörf að kynna
Hannes þjóðinni frekar en orðið er, þá
er það bæði létt verk og Ijúft að geta
hans að nokkru í sambandi við þetta
merkisafmæli hans, sem var á pálma-
sunnudag, 22. marz sl. Þótt aldurinn sé
enn ekki hærri en þetta, er dagsverk
hans orðið bæði mikið og gott. Ég hef
átt því láni að fagna, að kynnast
mörgum góðum manninum, á miklum
ferðalögum mínum hér um land og víð-
ar, en Hannes J. Mangússon er einn
hinna frábæru. Ég leyfi mér að nota
þetta orð um hann, vitandi fyrir víst,
að það er satt um hann, og einnig það,
að svo traustan mann getur ekkert hrós-
yrði skemmt. Grandvarleiki þessa
manns og öll breytni er í svo fögru
samræmi við ósvikna ást hans á hinum
göfugustu hugsjónum, djúpum skilningi
á mannlífinu, brýnustu þörf mannsálar-
innar og þeim guðlegu sannindum, sem
vænlegust eru til mannbóta og andlegs
þroska, að hvergi ber á neinn skugga.
Hið ábyrgðarríka og vandamikla
starf barnafræðslunnar og uppeldis-
legrar leiðsagnar hefur hann rækt um
áratugi af frábærri vandvirkni og
skyldurækni, og af alúð hins skilnings-
ríka og hlýja anda, og farið stöðugt
vaxandi í starfi og tekið á sig meiri og
þyngri ábyrgð. Eftir mikla og mjög far-
sæla reynslu við bamakennsluna stjórn-
ar nú Hannes J. Magnússon einum
stærsta barnaskóla landsins, og áreið-
anlega einum hinria beztu. Við skóla-
stjórastöðunni tók hann árið 1947, er
Skálatúnsheimilið er ekki á sandi
byggt, heldur þeim trausta gmnni sem
lengst og bezt hefur haldið í öllum
erfiðleikum þjóðarinnar á liðnum öld-
um, það er búskapnum. Bústjórinn er
þýzkur maður, sem ber nú heitið Lárus
Hermannsson, en hét áður Lorenz Lor-
enzen, og hefur hann frá upphafi ,,stað-
ið vel í stöðu sinni að öllu leyti sem
bezt má vera,“ segir forstöðumaður
heimilisins.
í Skálatúni em um 40 nautgripir,
32 mjólkurkýr og 500 hænsni. Bæði er
þessi búskapur styrkur fyrir heimilið
og svo hefur hann sitt uppeldislega
gildi, þar sem börnin fá tækifæri til að
venjast skepnum, og ef til vill stundum
kynnast þar starfi við þeirra hæfi.
Heimilið fær árlega nokkurn ríkis-
styrk. Allt slíkt starf, sem á þessu
heimili er unnið, ber að meta vel og
þakka.
P. S.
hinn þjóðkunni og ágæti skólamaður,
Snorri Sigfússon, lét af því starfi.
Allir þeir, sem lesið hafi hinar vin-
sælu bækur Hannesar, svo og tímaritið
Heimili og skóla, og barnablaðið Vorið,
munu vera sammála um, að þar ber
jafnan góður maður fram gott úr góðum
sjóði hjarta síns.
Mér er ekki unnt að minnnast á
Hannes á annan hátt en þenna, hvort
sem honum líkar betur eða ver. Þannig
hef ég kynnst honum og þannig þekkir
mikill hluti þjóðarinnar manninn af
Hannes J. Magnússon.
á sýnurn yngri árum.
verkum hans og áhrifum. Um áratugi
hefur hann verið ein styrkasta stoðin í
margháttuðu og glæsilegu félagslífi og
menningarstarfi Akureyrarbæjar. Þáttur
hans í bindindisstarfinu, bæði meðal
ungmenna og fullorðinna, verður ekki
fullþakkaður. Enginn skuggi fellur þar
á málflutning hans né starfsemi, því
að maðurinn er jafngætinn og yfirlætis-
laus sem hann er fær og heilsteyptur.
Slíkir menn eru hverju þjóðfélagi svo
ómetanlegir, að við hljótum að biðja
drottinn lífsins að gefa okkur marga
slíka.
Barnablaðið Vorið og tímaritið Heim-
ili og skóli eru hér um bil jafn gömul.
I 18 ár hefur Hannes gefið Vorið út, en
verið ritstjóri hins blaðsins í 17 ár, og
átti mestan þátt í því, að ritið tók að
koma út. Samverkamann við bæði þessi
blöð hefur Hannes lengi átt mjög
ágætan og áhugasaman, Eirík Sigurðs-
son, skólastjóra, og ýmsa aðra góða
liðsmenn í kennarastéttinni.
Hér verður hvorki ætt né ævi Hann-
esar J. Magnússonar rakin, til þess er
hann enn of ungur. Ég hef aðeins
minnst hér á hann eins og mér fannst
liggja beinast við, og sagt það eitt, sem
ég gat ekki stillt mig um að segja.
Skagfirðingur er hann, fæddur að Torfu-
mýri í Akrahreppi og ól í föðurhúsum
aldur sinn öll æskuárin, stundaði svo
nám við Eiðaskóla og svo Kennara-
skólann og lauk kennaraprófi þar árið
1923, var um skeið kennari á Fáskrúðs-
firði, en árið 1930 gerðist hann kennari
við barnaskóla Akureyrar og hefur
starfað við þann skóla síðan.
Sérstakur heimilisfaðir hefur Hannes
áreiðanlega verið, en þar hefur hann
ekki staðið einn. Hans ágæta kona, Sól-
veig Sveinsdóttir, hefur búið honum það
friðskjól, sem menn sækja til hvíld,
þrótt og endumæringu sálum sínum.
Barnalán hafa þau hjón haft, eins og
þau áttu skilið og hafa unnið til.
Flyt eg svo Hannesi hjartans þakkir
fyrir trausta vináttu um langt skeið,
og fyrir allt hans mikla og góða starf
og óska honum langra lífdaga, heimili
hans og honum sjálfum allrar blessunar
drottins.
Pétur Sigurðsson.. .
————ooOoo----------
Myndarleg gjöf
Fyrir nokkru barst Styrktarsjóði
stúkunnar Víkings rausnarleg gjöf, og
fylgdu henni eftirfarandi línur:
Við undirritaðar biðjum hérmeð
stúkuna Víking nr. 104, að veita við-
töku kr. 2.000,00 — tvö þúsund krón-
um, er skulu leggjast í sjóð þann, er
Magnús Vilhelm Jóhannesson stofnaði
á árinu 1937 til minningar um móður
sína, Guðríði Þórðardóttur.
Virðingarfyllst,
Svala Magnúsdóttir.
Fríða Jóhannsdóttir.
Gföfin þökkuð
Stjórn Styrktarsjóðs st. Víkings nr.
104, sem á sínum tíma var stofnaður til
minningar um str. Guðríði Þórðardótt-
ur og af syni hennar, yfirframfærzlufull-
trúa Magnúsi V. Jóhannessyni, leyfir
sér hér með að færa ykkur, kæru
mæðgur, innilegar þakkir fyrir hið
rausnarlega fjárframlag ykkar til sjóð-
sins, kr. 2000,00 — tvö þúsund krónur
— sem æðstitemplar stúkunnar, Ein-
ar Björnsson, afhenti sjóðsstjórninni í
ykkar nafni, á fundi stúkunnar á bollu-
daginn s. 1. en sá dagur hefur verið og
er aðalfjársöfnunardagur sjóðsins.
Megi Guð og gæfan ætíð fylgja
ykkur.
Með innilegri kveðju og þakklæti.
Stjórn Styrktarsjóðs st. Víkings nr. 104