Eining - 01.04.1959, Page 7
E I N I N G
7
mennustu kaupstöðum. Ég kom í hús eitt, þar sem ung og
elskuleg stúlka á fermingaraldri lá veik. Það var tæring á
byrjunarstigi. Fjölskyldan var fremur fátæk og börnin mörg.
Unga stúlkan fékk bezta vitnisburð kennara sinna og skóla-
stjóra, og lífið brosti við henni, að fráteknum sjúkdómi hennar.
Það var auðséð, hvaða hjálp þetta stúlkubarn hefði þurft að
fá í baráttu hennar við hvítadauðann. Hún var mögur og föl,
,,eins og fátækra börn eru flest“. Hefði unga stúlkan
fengið nóg af1 hollri og lífgefandi fæðu og alla þá aðbúð, sem
æskilegust hefði verið, væri hún ef til vill enn ekki komin í
gröfina. Líf hennar slokknaði einmitt á þeim árum, er æsku-
mönnum þykir mest gaman að lifa, og lífið er fullt af óráðnum
draumum og tilhlökkun.
Ekki má gleyma að kannast við og þakka, að síðan þetta
var, hefur þjóðfélagið rétt fram sterka hönd til bjargar
slíkum og gegn hvítadauðanum, en þó mun enn vera nokkurt
mannfall sökum hinna slæmu þjóðfélagsmeina, sem aístýra
mætti, ef viljinn til bjargar væri nógu sterkur.
A þeim dögum, er unga stúlkan lá veik og þurfandi, voru
'V samkomuhús bæjarins full kvöld eftir kvöld af lýð, sem var
að skemmta sér, einnig veitingastaðir, og þar var dansað og
drukkið og af mörgum lifað í óhófi. Já, menn drukku á þess-
um stað fyrir hundruð þúsunda króna. Þar voru ærzl og læti,
hávaði og gauragangur, en til ungu stúlkunnar, sem lá veik,
heyrðu menn ekki þótt líf hennar, í hættu, hrópaði á hjálp.
Ég tala hér af ásettu ráði til tilfinninganna. Skynsemin
er svo harðbrjósta og köld, að oftast þýðir lítið að tala til
hennar. Létu menn stjórnarst af skynsemi, þá væri búið að
ráða bót á áfengisbölinu og mörgu öðru.
Mörgum lífum ungra sveina og meyja mætti bjarga, ef tíl
^ þess væri varið allri þeirri auðlegð, sem sóað er fyrir áfengi
og tóbak. Víða búa en unglingar, konur og börn við vond
kjör sökum þess, að þeim fjármunum er sóað fyrir áfengi
og tóbak, sem ættu að ganga til þess að gera viðurværi manna
sem bezt. Allt slíkt umberum við og köllum okkur svo sið-
aða menn, menntaða menn og jafnvel kristna menn. Við
eigum alls ekki skilið að heita menntaðir né kristnir menn, á
meðan við höldum áfram að eitra með áfengi og tóbaki fyrir
börn og uppvaxandi kynslóð. Menn sjá eftir nokkrum þús-
undum króna, sem eytt er til þess að eitra fyrir rottur, en þeir
% sjá ekki eftir velferð æskumanna okkar og öllum milljón-
unum, sem sóað er til þess blátt áfram að eitra fyrir þá.
Meðan þannig er haldið áfram að afmennta og úrkynja
vaxtarbrodd þjóðarinnar, dugar lítt þótt reistir séu skólar,
sundhallir, skíðaskálar og íþróttastofnanir.
Hefnd.
Margur á um sárt að binda og margur er sá, sem áreiðan-
lega vill koma fram hefnd á hendur áfengispúkanum. Ég vil
gjarnan vera tunga þeirra og sendisveinn. Ég vil egna menn
til hefnda. Þess vegna hef ég sagt hér söguna um ungu stúlk-
v una, og sorgarsögurnar eru alltaf að gerast á meðal okkar.
Getnm við ekki fundið til? Erum við orðnir ættlerar svo
miklir, að ekki sé hægt að egna okkuí til hefnda?
Fornsögur okkar segja frá konum, sem gæddar huprýði og
sálarþreki báru harm sinn í hljóði, og biðu þess jafnvel að ný
kynslóð yxi upp til þess að þær gætu komið fram hefndum á
hendur morðingjum ástvina sinna. Þær notuðu kröftugt mál,
Særingar þeirra voru hvassar og hárbeittar. Ein þeirra sagði:
,,Illt er Egilsdóttur eiga niði þá,
sem enginn 1 er þróttur, aldrei brýna má.
Ólafs glöp þau ein ég veit,
' sonamjmdir sínar í setja dug úr geit“.
Aðrar tóku blóðstokknar skikkjur og steyptu þeim yfir
hefnandann til þess að kveikja í honum og hita blóðið nægi-
lega.
Ég óska einskis fremur í sambandi við það mál, sem hér er
rætt, en að geta tekið blóðstokknar skikkjur þeirra, sem
^JÁia Leiía^a c^lóc)
„Hagið yður eins og börn ljóssins, — því að
ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlætti og
sannleikur — og rannsakið, hvað drotni er þóknan-
legt. Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem
ekkert gott hlízt af, heldur flettið miklu fremur
ofan af þeim . . . því segir svo:
Vakna þú, sem sefur,
rís upp frá dauðum,
og þá mun Kristur lýsa þér.
Hafið því nákvæmlega gát á, hvemig þér breyt-
ið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir, notið hverja
stundina, því að dagarnir eru vondir.“
EfesubréfiS 5, 8—16
Á norðurhveli jarðar heilsar nú sú árstíð okkur,
sem vekur allt til nýs lífs. Allir þekkjum við,
norðurbúar, hið undursamlega máttarverk bjartra
vordaga, og þá dásamlegu breytingu, sem verður
á öllu á þessum upprisudögum hins nýja vorlífs.
— Slíkum breytingum getur mannlífið einnig tek-
ið, ef andi kærleikans, réttlætisins, friðarins og
góðvildarinnar fær að vekja sálir manna til hins
nýja lífs guðselsku og mannelsku. Á vorin fagnar
allt, leikur og sjmgur. Slíkan fögnuð í mannheimi
mundi og sannkallað andlegt vor vekja, sú ger-
breyting hugarfars og breytni, sem tryggði öllum
varanlegan frið, farsæld og mannréttindi.
fallið hafa fyrir ránshendi áfengispúkans og steypt þeim yfir
höfuð þeirra manna, sem enn eru kaldir og kærulausir og
hafa hvorki dug né drengskap til þess að hefna hinna mörgu
ágætu sona landsins, sem áfegnsverzlunin hefur lagt í gröfina,
jafnvel á blómaskeiði lífs þeirra. Áfengið er launmorðingi,
sem drepur fleiri en þá, sem því eru eignaðir, og eru þeir
þó ekki fáir. Slíkan vágest mundu allir dugandi menn, dreng-
skaparmenn og föðurlandsvinir vilja gera landrækan. Að
slíkt er ekki gert, kemur af því, að allt of margir eru enn
ofurseldir einhverjum lágum hvötum og hagsmunahyggju.
Vafalaust er það mikill hluti þjóðarinnar, sennilega meiri
hlutinn, sem vill gera áfengisverzlun og áfengisneyzlu land-
ræka, ýmsir forustukraftar í menningarlífi þjóðarinnar vilja
það einnig, en viljinn er of veikur, menn eru hálfvolgir og
ósamtaka. Þess vegna þarf að hvetja þá til átaka, eggja þá
lögeggjan, særa þá við blóð æskumanna og saklausra barna
og kvenna, allt það saklausa blóð sem dropið hefur úr sporum
áfengispúkans um landið fyrr og síðar. I líf og menningu
þjóðarinnar hefur hann höggvið strandhögg, sem er öllum
Tyrkjaránum verra.
Engan þarf það að hneyksla, þótt ég tali hér um hefnd.
Hefndarhugur er auðvitað ógöfugur hugsunarháttur, sem ekki
má rækta, en hér lá þetta líkingamál svo beint við, og þess
vegna hef ég notað það.
Hefndarhugur er ógöfugur, en hálfvelgjan er ekki síður
viðbjóðsleg, samsektin í þögn yfir þjóðarvömm, eins og