Eining - 01.04.1959, Qupperneq 8

Eining - 01.04.1959, Qupperneq 8
8 EIN ING f skáldið orðar það. í skjóli slíkrar hálfvelgju og samsektar hafa hin verstu mannfélagsmein grafið um sig og magnast á öllum öldum. Hvað ætlar góður lesandi minn að gera við þessar áskor- anir mínar og ávítanir? Það hefur jafnan verið óvinsælt að benda á syndir manna, að ávíta og áminna, hvort heldur er einstaklinga eða heilar þjóðir. Því hefur ævinlega verið tekið mjög misjafnlega og stundum afar illa. Eitt sinn hóf mikill vandlætari upp raust sína. Hann stóð augliti til auglitis við konunginn, og sagði: „Þetta máttu ekki gera“. — Hvað gerði nú konungurinn? Hann lét höggva höfuðið af manninum. Öðru sinni ávítaði orðhvass og e!d- heitur vandlætari heila þjóð fyrir syndir hennar. Þá sögðu menn: „Komum, bruggum ráð gegn Jeremía. Við skulum drepa hann með tungunni og engan gaum gefa orSum hans“. — Þetta er biturt vopn á þá. sem tala, að gefa engan gaum orðum þeirra. Margan áhugamanninn hefur það gert óvígan. Þessi mótspyrna gegn áskorunum og ávítunum er enn hin algengasta, og þess vegna verðum við, sem tölum, að láta orð okkar stundum stinga og skera. En — til er ein aðferð ennþá að taka ásökunum og ávítunum. Það var eitt sinn, að einn af þessum logheitu talsmönnum réttlætisins, sem bera eld undir tungum sínum, stóð sem ákærandi frammi fyrir konunginum, og er hann hafði málað syndarann með sterkum litum, benti hann á konunginn og sagði: ,,Þú ert maðurinn". — Konungurinn lét ekki drepa manninn. Hann hneigði höfuð sitt, samþykkti dóminn og bað Guð að gera sig að nýjum og betri manni, — bað Guð að skapa í sér hreint hjarta. Það var hyggilegt. Drottnari hins nýja tíma, sem ákaft hleypur eftir nýjung- um, sem hungrar og þyrstir eftir nýmælum, sem vill gera alla hluti nýja, bylta hlutum og breyta, skapa nýja siði og taka upp nýjar aðferðir, þarfnast þó mest af öllu nýju að eignast nýtt hjarta og nýjan hugsunarhátt. Ekkert er honum hollara en að biðja Guð, að skapa í sér nýtt hjarta, hreint hjarta, — hjarta, sem getur séð Guð, sem getur séð mismun góðs og ills, sem getur séð mun á réttu og röngu, séð muninn á sönnu og lognu, séð muninn á sannri menningu og argvítugri ómenn- ingu, séð muninn á fallegum siðum og villimennsku, — hjarta, sem getur fundið til, hjarta, sem opið er fyrir neyðarópum þeirra sem bágt eiga og eru að farast, — hjarta, sem er við- kvæmt og fullt mannúðar, góðvildar, sanngirni og kærleika. Það er miklu auðveldara að umsnúa heila en hjarta. Það er miklu auðveldara að skipta um skoðun heldur en hugsunar- hátt. Það hefur tekizt sæmilega að fylla heila manna fróð- leika, en það gengur verr að auðga hjörtu þeirra af góðleika. Það hefur tekizt sæmilega að sannfæra menn um óréttmæti stríða, kúgunar, áfengisspillingar og annarrar villimennsku, en það gengur verr að opna hjötun fyrir neyðarópum manna og fá björgunarverkið unnið. Það hefur tekizt að fá menn til að játa, en gengur erfiðlega að fá þá til að framkvæma. — Hvað eigum við að segja? Hvað getum við sagt? — Málað syndarann svartan, bent fingri að hinum seka og sagt: ,,Þú ert maðurinn“. Hví loka menn hjörtum sínum fyrir þörfum og bágindum bræðra sinna? Hví vilja menn auðgast á annarra kostnað, auð- gast á tárum og kvölum, já, blóði bræðra sinna? — það gerir ,,harSúS hjartna þeirra“. Hið eina rétta, sem menn geta gert, þegar þeim er sýnd synd þeirra, þegar bent er á hina hróplegu glæpi, sem drýgðir eru undir blæju siðfágunar og menrlingar, það er að biðja Guð að skapa í þeim hrein hjörtu. Hið margþætta böl mann- anna læknast ekki, fyrr en hjartasjúkdómur þeirra læknast og hjörtu þeirra verða hrein og hugsanir þeirra göfugar. Það eru hjartaöflin, sem eru hin mátugustu öfl lífisins. Það eru hjartadyggðirnar, sem hjúkra, líkna og bjarga. Það er góð- leikur hjartans, sem lætur táraperlur mannlífsins glitra í björtum og heitum geislum kærleikans. Það eru stóru hjörtun, sem skapa mikla menn og vekja upp lausnarmenn þjóðanna. Hjartagöfgi og hjálparhönd. Hyggjuvit mannanna finnur upp margt gott og nytsamt, en líka margt hlálegt. Það hellir eitri í bikar mannsins og stráir drápstólum á braut hans. Það lætur rigna sprengjum, eldi og brennisteini yfir höfuð varnarlausra kvenna og saklausra barna, sem móðurelskan og hjartadyggðirnar breiða verndar- vængi sína yfir. Mönnum kann að finnast tilfinningahiti í þessu tali mínu, en það er þá ekki leiðum að líkjast. Flestir þeirra manna, sem veglegustu gjafirnar hafa fært mannkyninu, hafa talað máli tilfinninganna. Pasteur sagði, er hann háði sem harðasta baráttu gegn ógnarvaldi sjúkdómspláganna: „Lífsskoðun mín er tlfinningamál, en ekki mál vitsmuna eða skilnings, og ég lýt t. d. þeim tilfinningum um eilífðina, sem eðlilega vakna hjá oss, þegar við sitjum við dánarbeð ástfólgins barns“. Margir læknar voru uppi á dögum Semmelweis. Ár eftir ár horfðu þeir á konur hrynja niður úr barnsfarasótt í höndum jþeirra, og vöndust þessu eins og einhverju sjálfsögðu og óumflýjanlegu. En það var aðeins einn Semmelweis. Hann gat ekki vanizt því. Hann hafði séð kon^mar leggjast á sæng í fæðingardeildum sjúkrahúsanna til þess að ala börn sín. Þær voru margar á blómaskeiði. Rjóðar, sællegar og ham- ingjusamar fögnuðu þær lífsafkvæmi sínu, en urðu svo hinni hræðilegu plágu, barnsfarasóttinni að bráð. Þetta var Semmelweis óbærileg sjón. Hann heyrði neyðarópið, hann hafði hjartað á réttum stað, og þess vegna fann hann bjarg- ráðið, þótt ekki væri hann lærðari en hinir læknarnir. Skyldi mönnum finnast þetta tilfinningatal okkar bind- indismanna þreytandi, þá er því einu til að svara, að sjálfur raunveruleikinn er miklu sorglegri og sárari. Konur hafa oft svo ljótar og átakanlegar sögur að segja af drykkjuskapar- bölinu, að þær eru naumast prenthæfar, og betri mega teljast kjör þeirra kvenna, sem verða að þola sorgarfregnina um fall sona sinna og eiginmanna á vígvellinum, en þessara, sem verða að horfa upp á niðurlægingu og ógæfu sinna nánustu, oft árum saman. Þá er dauðinn betri, og það hafa líka margar konur sagt. Köld og eigingjörn hljóta hjörtu þeirra manna að vera, sem finna ekki til með konum og mæðrum, sem við slíkt böl stríða. SkœSasti óvinurinn. Skelfingar styrjaldanna vaxa mönnum eðlilega í augum, en er nokkuð verra að kasta sprengju í höfuð á bami, en að brjóta það undir bifreiðarhjóli ölvaðra ökuþóra? Mönnum hrvllti mjög við að heyra um loftárásirnar á borgirnar á Spáni í borgarastyrjöld þeirra, en viti menn, að á þessum sama tíma, er borgarastyrjöldin geisaði þar, fórust fleiri menn í umferðarslysum í Englandi, en í loftárásunum á Spáni, eníEnglandi voru þá friðartímar. Þessi samanburður er tekinn úrenskumblöðum. Flest eru umferðarslysin að kenna ölvun og ógætni manna. Það þarf því meira til að binda endi á mann- ^ dráp og margþætt böl manna, en það eitt að stöðva styrjald- irnar. Mönnum ætti að vera minnistætt það, sem hinn mikli stjórnmálamaður Englendinga, David Lloyd George, sagði í forsætisráðherratíð sinni: ,,Vér eigum í stríði við Þjóðverja, Austurríki og áfengið, en af þessum þremur er áfengið skæS- asti óvinurinn“. Þetta skilja voldugar þjóðir, og þess vegna flýta þær sér, er styrjaldarhörmungar skella á, að leggja sem bezt í bönd þenna slæga og skæða fjanda, sem ævinlega nýtur sín bezt, þegar mein manna eru sem stærst. Hjartað er frelsari heimsins, hefur mikill andans maður sagt, og þá fyrst mun hin „sjálfskapaða þján, bæði þjóðar og manns, þurkast úr lífsins bókum“, er menn taka að rækta svo hjartahlýju og hágöfgi, að þeir heyri neyðarópið yfirgnæfa allann annan hávaða, og hraði sér til bjargar þeim, sem á hjálpina hrópa.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.