Eining - 01.04.1959, Síða 9

Eining - 01.04.1959, Síða 9
I £1NING 9 HEILLAMAÐURINN BJARNI M. GÍSLASON Á árinu sem leiS átti Bjarni M. Gíslason fimmtugsafmæli. Þá birti Skinfaxi grein um hann eftir ritstjórann, GuSmund Gíslason Hagalín, og hét hún: Fimmtugur heillamaöur. — Bjarni á vissulega skilið að hans sé sem víðast getið í íslenzkum blöðum og ritum, og hefur Bining því fengið leyfi til aö endurprenta Skinfaxagreinina. angmennafélag íslands hefur löng- um látið sér annt um endurheimt íslenzkra handrita úr söfnum í Danmörku, og á síðasta sambandsþingi var samþykkt tillaga, þar sem eindregið "v var skorað á ríkisstjórnina um aðgerðir í því máli — og þeim vottuð þökk, sem túlkað hafa málstað Islands erlendis. En sá maður, sem það hefur gert bezt og ötullegast, er Bjarni M. Gíslason. Þykir því hlýða, að minnzt sé fimmtugs- afmælis hans í Skinfaxa. Bjarni fæddist 4. dag aprílmánaðar árið 1908 á Stekkjarbakka í Tálkna- firði. Hann er af góðum og greindum ættum vestfirzkra bænda. Hann missti báða foreldra sína kornungur og ólst upp hjá vandalausum á Hvallátrum við Látrabjarg, unz hann fluttist ellefu ára til skyldfólks síns í Reykjavík. Eftir ferm- inguna dvaldi hann á ýmsum stöðum á Suðurlandi, í sveit og við sjó, var sjó- maður í Vestmannaeyjum og á síldveið- um nyrðra. Þá fór hann í siglingar á norsku skipi og flæktist víða um höfin, en hvarf svo heim og var í mörg ár mat- * sveinn á einum af togurum þeim, sem gerðir voru út úr Reykjavík. Arið 1934 fór hann til Danmerkur, og síðan hefur hann verið þar búsettur. Bjami tók snemma að iðka vísnagerð, og árið 1933 gaf hann út ljóðabókina £g ýti úr vör. Hann hafði lítillar fræðslu not- ið hér heima, og hugðist hann nú afla sér menntunar í Danmörku. Hann vann við ýmis störf á sumrin, en á vetrum var v hann við nám. Síðan tók hann að stunda ritstörf, ritaði bækur og blaðagreinar og flutti fyirlesta. Hefur hann lengstum búið í hinum fagra smábæ Ry á Jótlandi, og nú á hann þar hús, sem hann hefur mikið unnið að sjálfur. Hann nefnir það Kildebakken. Árið 1951 kvæntist hann danskri konu, Inger Rosager. Þau eiga þrjú börn. Kona Bjarna er vel menntuð, hefur tekið stúdents- og kennarapróf og stundar ávallt kennsllu, eftir því sem heimilisstörfin leyfa. Hún er mikill vin- ' uríslandsogíslenzkrarmenningar, og án hennar hefði Bjarna ekki verið unnt að helga sig svo mjög störfum í þágu hand- ritamálsins, sem raun hefur á orðið. Bjarni hefur flutt mörg hundruð erindi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finn- Iandi um íslenzk efni og norræn og skrif- að mikla mergð blaðagreina. Hann hefur ritað bækur um ísland, íslenzkar bók- menntir ogsjálfstæðisbaráttu Islendinga. Þá hefur hann gefið út tveggja binda skáldsögu, sem þýdd hefur verið á ís- lenzku og heitir GuIInar töflur, og tvær Ijóðabækur. Skáldsaga Bjarna vakti miklaathygli,en mestan orðstír gat hann sér fyrir ljóðabókina Stene pá stranden (Fjörusteinar), sem út kom árið 1951. Hún var gefin út af bókarforlaginu Gyld- endal. Eftir útkomu hennar virtist blasa við Bjarna skáldfrægð, og vann hann af kappi að nýrri ljóðabók og stórri skáld- sögu. En þá var það, að rödd fslands í hans eigin barmi kvaddi hann undir vopn. Bjarni M. Gíslason. Danskir háskólakennarar í málvísind- um og bókmenntum hófu sókn mikla í handritamálinu og hugðust ganga af málstað Islendinga dauðum. Beittu þeir óspart ósannindum og blekkingum. Þá ritaði Bjarni bókina De islandske haand- skrifter stadig aktuelle, en sú bók hefur getið sér mikinn hróður og aflað málstað íslenzku þjóðarinnar margra vina og fylgismanna, enda hefur hún komið út í tveimur útgáfum. En starf Bjarna er ekki fullmetið, þó að hennar sé getið að góðu. Með Jörgen Bukdal sér að bakhjarli hefur Bjarni staðið í fylkingarbrjósti danskra íslandsvina og háð marga orr- ustu um handritamálið, Hann hefur flutt um það erindi, háð kappræður við orð- háka danskrar sérhyggju á fundum og mannamótum, skrifað fjölda vamar- og ádeilugreinaogekki aðeins unnið málinu fylgi í Danmörku, heldur og fengið norska, sænska og finnska áhrifamenn til aðleggja því lið. Jafnvel hefur verið send háskólum og stórblöðum víðs vegar um lönd greinargerð á frönsku um handritin íslenzku, og hana hefur Bjarni samið. Um hríð reyndu andstæðingar Islend- inga í Danmörku að hundsa Bjarna, en sú aðferð kom ekki að tilætluðum notum, og upp á síðkastið hefur orrahríðin verið hvað hörðust. En vinsældir Bjama og fylgið við handritamálið hefur farið sí- vaxandi, eins og sást glögglega við skoð- anakönnun þá, sem fram fór í Dan- mörku. Og þá er Bjarni var fimmtugur, vottuðu honum virðingu sína fjölmargir áhrifamenn Dana, þar á meðal hinn merki rithöfundur og menningarfrömuð- ur, Julius Bomholt ráðherra. Bjarni Gíslason er maður vart meðal- hár,enhanner mjög þrekinn og sterkleg- ur. Hann er afrenndur að afli og svo frækinn sundmaður, að hann hefur unn- ið mikil björgunarafrek — eins og þá er hann kafaði út í gegnum brimgarð- inn á baðstað á Vestur-Jótlandi og bjarg- aði manni, sem björgunarsveit staðarins treysti sér ekki til að sinna. Hann er og hið innra mikill þrekmaður, fastur fyrir, skapstilltur, en skapmikll, öruggur til mémnrauna, seiglan ekki síðri en þrekið. Hann er vinfastur með afbrígðum, hæg- Iátur í fasi og orðræðum hversdagslega og þó gleðimaður mikill og gamansamur í góðra vina hópi. Það er óbifanleg sannfæring Bjarna Gíslasonar, að sigur muni vinnast í hand- ritamálinu, og að sá sigur muni fyrst og fremst verða unninn með því að afla hin- um íslenzka málstað svo eindregins fylg- is meðal dönsku þjóðarinnar, að danskir ráðamenn sjái þann kost vænztan að unna íslendingum réttar síns. Ungmennafélög Islands þakka Bjarna M. Gíslasyni og hylla hann fimmtugan. --------ooOoo-------- Áfengisskatturinn hœkkar um helming í Frakklandi Skatturinn, sem áður hefur verið lí,90 frankar á vínflösku, er nú eftir síðustu áramót 25,50, og á sumum tegundum er hann rúmir 60 frankar. Á brennivíni hækkar skatturinn um 50—60 af hundraði. Sú staðreynd, að áfengisneyzlan hefur grandað fjölmörgum mikilhæfum mönnum, stórskáldum, og snillingum, sannar hve háskalegt það er að leggja út á braut hennar, og hin meinlausasta byrjun er þó alltaf fyrstu sporin út á ógæfu- brautina. Auðvelt reynist það flestum að ráða yfir fyrstu litlu áfengisskömmtunum, en þeir stækka fljótt í höndum þeirra, er leika sér að þeim, verða yfirstekari og gera mannin að vesölum þræli sínum. Mestu spekingar mannkynsins hafa varað menn við áfengisneyzlu, en aldrei ráðlagt hana. Öll helztu trúarbrögð heimsins eru andstæð áfengisneyzlu, og svo er um allt annað, sem bezt er í mannheimi.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.