Eining - 01.04.1959, Síða 10

Eining - 01.04.1959, Síða 10
10 EINING Falsspámenn og afglapar Á öllum öldum hafa þeir menn, sem traðkað hafa á helgum dómum, unnið kynslóðunum einna mest ógagn, því áð reikulu sálirnar, sem ævinlega eru hinn mikli meiri hluti, glepjast til að leggja trúnað á glannalegar kenningar þeirra og falsspár. Þessir menn geta verið að ýmsu leyti mikilhæfir menn, orðkappar, skáld og áhrifamenn, en samt sáð eitri og ólyfjan í sálir manna. Orð þeirra eru oft óheillaspár, sem rótlausar sálir taka trúanleg. Hinn alkunni frakkneski rithöfundur Voltaire spáði því, að eftir 100 ár hefðu menn gleymt Biblíunni, hún yrði þá aðeins til í almennum söfnum, en þegar þessi 100 ár voru liðin hafði sérstakt Biblíufélag aðsetur í fyrrverandi heimili Voltairs. — Biblían selzt nú bóka mest um heim allan. Thomas Paine, í Ameriku, skrifaði The Age of Reason og kallaði þar Biblíuna slíka ,,Iygabók.“ Töldu víst margir, sem lásu The Age of Reason, að sú bók mundi gera út af við Biblíuna, en það fór öfugt. Bók Thomasar Paine er flestum gleymd og lítilsmetin, en Biblían heldur velli, og meira en það. Friedrich Wilhelm Nietzche spáði Þjóðverjum ,,ofurmenninu,“ en hrækti á kristindóminn. Ofurmennið kom ekki, heldur annar, sem steypti þjóðinni niður í hinar ægilegustu hörmungar og niðurlægingu, og svo endurfæddist sál þjóðarinnar og valdamesti stjórn- málaflokkurinn fékk nafnið hinn ,,kristi- legi.“ Afglapar geta fleiprað um það, að Guð verði að fara, það þurfi að reka hann burt úr himnunum og gera jörð- ina hæfa fyrir sambúð manna. En nú virðist sú hættan mest, ekki að Guð verði að fara, heldur hin, að guðlausri menningu takist að granda sjálfri sér, svo að mennirnir verði að fara fyrir fullt og allt af þessari jörðu, en ekki Guð úr himnunum. Guðlaus menning getur barizt um auðlindir jarðar, barizt um háloftin, um tunglið, um veðrið og hvað eina, og ef til vill tekizt með slíku að afmá heilar heimsálfur, ef ekki allt mannkyn. Þessar eru nú horfurnar, þótt vonandi fari þetta allt eins og í fallegu sögunni um Jósef, að þótt menn áformi illt, snúi Guð því öllu til góðs, jafnvel sá Guð sem fávizkan afneitar. Einn nýjasti spádómurinn er svo sá, að bókin hljóti að fara, ekki aðeins Bibl- ían, nei, heldur bókin yfirleitt. Frakk- neskur útgefandi, Joseph Foret „hefur ákveðið að reisa bókinni glæsilegt 1 minnismerki, eins og hann sjálfur orðar það. Dagar bókarinnar bæði sem rit- verks og listaverks eru taldir. Eftir ára- tug eðá svo hefur bókin orðið að víkja fyrir sjónvarpi og kvikmyndum — og í heimi vélamenningarinnar er ekkert rúm fyrir bókaútgáfu í góðum og göml- um skilningi.“ (Morgunblaðið 17. febr. 1959). Þá vitum við það. Bókin — þessi ómetanlegi vinur kynslóðanna — á að fara, ekkert rúm fyrir hana eftir svo sem 10—20 ár. I myndskreyttu bók- inni, sem Foret ætlar að gefa út og vera skal minnismerki bókarinnar, verða myndir sem eru veglegt afkvæmi tíðar- andans t. d. kvenfólkið á tunglinu. Það eru fótleggjalangir ferfætlingar. Háls- inn er svo langur, að kvenmannshaus- inn getur snúið sér jafnt aftur sem fram til þess að sjá, hvort nokkur læðist aftan að dömunni. Þessi spámaður, sem sennilega reynist í fylling tímans, einn af falsspá- mönnunum, virðist ekki sjá djúpt inn í eðli sjónvarps og kvikmynda, sem bera í skauti sínu hæfileikan til þess að gera alla menn hundleiða á moðinu, og því fremur sem mannkyn kann að þokast áfram á þroskabrautinni, en bókin á sér hin fögru fyrirheit, þessi þögli, nota- legi, sívekjandi, hávaðalausi og oft and- ríki og innblásni förunautur kynslóð- anna, nema öfugt fari og mannkyn stígi niður frá áunnum manndómi, nið- ur til þeirrar frumstæðu bernsku, sem ekki getur fært sér annað í nyt en myndaskoðun. Vel mættum við svo minnast þess, að þegar hinar háværu og hlífðarlaus- ustu guðsafneitunarhreyfingar síðustu tíma lögðu kapp á að steypa Guði af stóli, settu þær mannleg goð á háa stalla, sem gáfust sízt betur en fyrri tíða guðir þjóðanna. Þau þvoðu heimsálfur í blóði og steyptu þjóðum niður í þær mestu hörmungar, sem sögur fara af. Þessir guðir afneitunarstefnanna ráku vissulega sinn „brothætta bát á blind- sker í hafdjúpi alda“, en til hins eilífa Guðs mænir nú vonar- og bænaraug- um sú kynslóð, sem illa sér til vegar. Það er ekki Guð, sem „fer.“ Týndi son- urinn fór að heiman, en faðirinn beið heima heimkomu týnda sonarins. Og enn bíður hann heima, bíður hinna týndu. Hann er alls ekki neitt á förum. Pétur Sigurðsson. --------ooOoo--------- Kröfuhörð brúður Jæja, þá ert þú nú búinn að gifta þig, sagði maður nokkur við kiínningja sinn. Hvernig geðjast þér það? Ó, ekkert sérstaklega. Strax brúðkaups- dagskvöldið fór kona mín að fetta fingur út í það, að ég vildi fara í klúbbinn til þess að spila eins og ég var vanur. Ahrifarík aðvörun Hopsa er skammstöfun á nafni hins konunglega slysavarnafélags í Englandi — The Royal Society for the Prevention of Accidents. Félagið hefur veglega miðstöð í "London í námunda við Hyde * Park. Við gestum, sem þar koma, blasa eftirfarandi furðulegar tölur, til undrun- ar, aðvörunar og skelfingar, því að í sambandi við slíkt mega menn gjarnan skelfast, ef þeir á annað borð geta fundið til. Frá þessu er skýrt í Motor- föraren, tímariti bindindisfélags öku- manna í Svíþjóð, en í þeim góða félags- skap eru nú 115 þúsundir manna. — Tölurnar eru þessar: Hugsið ykkur 160 000 manna borg. Hugsið ykkur svo, að hvert mannsbarn, ungir sem gamlir í þessari borg væru ýmist limlestir eða drepnir á einu ári. Þetta er tala þeirra, sem ár hvert eru ýmist limlestir eða drepnir í umferðar- slysum í landinu. Hugsið ykkur svo snotran 5000 manna bæ. Virðið hann vel fyrir ykkur og minnist svo þess, að 5000 eru drep- nir ár hvert í umferðarslysum í landinu. Hugsið ykkur svo 40.000 börn í * einum hóp á miklum íþróttavelli, og hugsið ykkur um leið, að þau væru öll drepin eða limlest á svipstundu. í land- inu farast eða eru limlest þetta mörg börn á hverju ári í umferðarslysunum. Reynið svo að sjá í huganum kvik- myndahús fullskipað 1000 lífsglöðum börnum. Hugsið ykkur svo hönd dauð- ans fara um salinn og deyða hvert ein- asta barn, en svona mörg láta lífið ár 4 hvert í umferðarslysunum í landinu, og þúsund heimili þjást af bitrustu sorg. Þannig reynir þessi stofnun að vekja athygli manna á þessu mikla al- vörumáli. Hún hrópar ekki aðeins til ökumannanna, heldur veitir hún einnig miklum fjölda skólabarna tilsögn og leiðbeiningar varðandi umferðina, einnig manninum, sem fer hvarvetna fótgangandi leiðar sinnar, og hún heldur námskeið fyrir alls konar fólk, * allt til þess að vinna gegn hinum átakanlegu umferðarslysum, sem flest orsakast af glannahætti, ölvun og ónær- gætni og alls konar kæruleysi. Umferð- arslysin eru mannskæðari en styrjaldir, en menn gefa þeim minni gaum, og er mál að vakna. Pétur Sigurösson. Kloster-frímerki Norska póslstjórnin liefur gefið út nýtt frímerki í tilefni 100 ára afmælis bindindis- hreyfingarinnar í Noregi. Á frímerkinu er mynd af Ásbirni Kloster, fyrsta forsprakka hreyfingarinnar. Upplagið er mjög stórt.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.