Eining - 01.04.1959, Síða 12
12
E I NING
i
Rúmlega 44 milljónir
sænskra króna leggur ríkið í Svíþjóð til
bindindisfræðslu og bindindisstarfsemi, og
framfærslu drykkjumanna og áfengissjúkl-
inga, en lagt er nú til að þetta verði liækkað
í 47,524,100. Þetta skiptist milli 20—30 aðila,
samtaka, stofnana, félaga og félagakerfa og
allrar áfengisvarnastarfsemi.
Frá þessu er skýrt í Alkoholfrágan, 1. liefti
1959, sem er vísindalegt fræðirit um þessi
mál.
Þessi er leiðin
Trjágarðurinn verður blómlegur og fagur,
ef tréin eru sniðluð. Annars verður þar allt
kræklótt og ólögulegt.
Ekki má hlífast við að sníða vissar grein-
ar af trjánum til þess að tryggja fegurð
þeirra og góða lögun.
Það kann að kosta sársauka bæði foreldra
og barna, að haga svo uppeldinu, að lifnað-
arvenjur unglingsins verði fagrar og bollar,
en án þess aga má búast við miður góðum
árangri, og jafnvel mjög slæmum.
Yngingarmeðalið og
ellilaunin
Bíðið þér ofurlitið, frú mín góð, ég skal
gefa yður ávísun á meðal. sem mun yngja
yður um 10 ár.
En kæri læknir, bvernig fer þá um elli-
launin.
Umferðaslys og áfengi
Á sl. ári háði brezka læknafélagið þing sitt í
Birmingham. Læknarnir tóku undir, þegar lög-
reglustjóri borgarinnar, E. J. Dodd, sagðist
álíta, að „mest orsökuðust umferðarslysin af
svívirðilegum akstri, en langt um meira af
slysunum væri þó að kenna áfengisneyzlu en
nokkru sinni kæmi í ljós í skýrslum um slíkt“.
Þetta birtir The International Record, eftir
London Daily Telegraph, 19,17., 1958.
Bindindisstarf í Japan
Þótt Búddatrúarmenn í Japan hafi unnið
mikið og gott verk á sviði bindindismála, þá er
það þó mótmælendakirkjan þar sem forustuna
hefur í því starfi, og það er dr. Toyohiko
Kagawa, hinn frábæri leiðtogi, trúarhetja og
siðbótarmaður, sem er formaður sambands
bindindismanna í Japan, en sá maður hefur
aldrei tekið „tappa úr flösku“, og mættu þeir
menn, sem gera sig að flónum, hvort heldur er
í útvarps-samtalsþáttum eða annars staðar,
ygla sig yfir þeirri staðreynd, að Kagawa hefur
verið máttugasti maður Japans i bindindisstarf-
seminni, þótt hann hafi ekki drukkið.
Iltvegsbanki Islands h.f.
REYKJAVÍK
ásamt útibúum á Akureyri, Isafirði, Seyðisfirði,
Siglufirði og Vestmannaeyjum, annast öll venjuleg banka-
viðskipti innanlands og utan.
★
Tekur á móti fé á hlaupareikning eða með spari-
sjóðskjörum, með eða án uppsagnarfrests.
★
Vextir eru lagðir við höfuðstól tvisvar á ári.
★
Ábyrgð ríkissjóðs er á öllu sparisjóðsfé í bankanum
og útibúum hans.
Ferðisi
og flyijið
vörur yðar
með skipum
H.f. Eimskipafélags
Xslands
„Allí með
Eimskip"
Búnaðarbanki Islands
Stotnaður með lögum 14. júní 1929.
Bankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri stjórn
og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er
ábyrgð rikissjóðs auk eigna bankans sjálfs. Bankinn
annast öll innlend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu
1 sparisjóði, lilaupareikningi og viðtökuskírteinum.
Greiðir hæstu innlánsvexti.
Aðaíaðsefur í Reykjavík: Austurstrceti 9.
Útibú á Akureyri.
TIIUBURVERZLUMIIV
VÖLUNDUR h.f.
Reykj avík
★
Kaupið timbur
og ýmsar aðrar byggingavörur.
hjá stærstu timburverzlun landsins
4
<
4