Eining - 01.04.1961, Side 3

Eining - 01.04.1961, Side 3
EINING 3 r— .4> ís 1 e n z 1? íít nn[ ^temp f Ritsijórn blaósiðunnar: J. 3. I* 3. I* Guðmundur Þórarinsson og Einar Hannesson. <?>- Æskulýðurinn og sagan Aldrei hafa æskumenn landsins not- ið meiri og betri skólamenntunar en nú, þó er það ætlun margra, að þekk- ingu hennar á fomum bókmenntum og sögu þjóðarinnar hafi farið aftur, og hið sama mun vera um ljóðin frá skáld- anna tungu. — Þetta er skiljanlegt, hin líðandi stund hefur upp á svo margt að bjóða, sem auðmeltara er og æsilegra. Hér, sem á fleiri sviðum, þurfum við að standa trúan vörð. Dýrasti arfur okkar um aldaraðir eru bókmenntirnar og okkur er það ekki skammlaust, að láta þær rykfalla í hillunum, en lélega reyfara og æsisögur skipa öndvegið. Lestur fornrita í útvarpið er ágætur, sérstaklega er mörgum hugstæður hinn snjialli flutningur próf. Einars ólafs Sveinssonar, sem vissulega hefur haft sín áhrif. Fyrir stuttu kom út lítil bók með nafninu „Sagan okkar“, sem ætluð er bamaskólunum til lesturs. Hún stiklar létt á öllum helztu atburðum sögunnar og myndirnar í bókinni opna okkur heim atburða, þjóðlífshátta og örlaga- stunda. Myndirnar eru listavel gerðar til að vekja forvitni og áhuga barnanna. Höfundar eiga miklar þakkir skilið fyrir þessa bók. Eitt af því sem okkur er stór nauðsyn á að gera, er að taka skuggamyndir og „Veggirnir á bæjum fornmanna voru oftast hlaðnir úr torfi og grjóti. Þakið var úr torfi. Stoðir, bitar og sperrur voru úr timbri, annað- hvort rekavið eða trjávið, sem hafði verið fluttur hingað frá Noregi. Sum herbergin voru þiljuð að innan að meira eða minna leyti, eink- um stofan. Stundum var hún tjölduð dúkum. Oft hengdu menn vopn sín og skildi á vegg- ina fyrir aftan sætin. Til þess að hita stofuna var hafður eldur á miðju gólfi. Eldstæðið var afmarkað með hellusteinum. Stundum náði eldurinn eftir endilöngum salnum og hét þá langeldur. Báð- um megin við eldinn voru sætin. Fyrir miðj- um vegg var sæti húsbónda og konu hans, öndvegið, vanalega hærra en önnur sæti. Beint á móti öndveginu við hinn vegginn var óæðra öndvegið. Við öndvegið stóðu öndvegissúlurn- ar, vanalega fagurlega útskornar með guða- myndum“. (Mynd og texti úr bókinni „Sagan okkar“. Efnisval bókarinnar hefur Vilbergur Júlíusson annast. Bjarni Jónsson gerði mynd- irnar, en textann samdi Ólafur Þ. Kristjáns- son). kvikmyndir af helztu atburðum í sögu okkar og bókmenntum. Ef til væru góðar litskuggamyndir, sem hægt væri að sýna við sögukennsluna, þá yrði hún áhrifameiri og vekti áreiðanlega löng- un bama og unglinga á því að kynnast nánar því efni sem sýnt væri. — Eins væri gott að stuttir leikþættir væru samdir úr ýmsum áhrifamestu köflun- um í bókmenntum okkar og sögu. Tjald- ið væri dregið frá og opnaður hinn hug- myndaríki söguheimur og fram á sviðið stigju persónur eins og Gunnar á Hlíð- arenda, Skarphéðinn, Guðrún og Kjart- an og ýmsir atburðir sögunnar svo sem: Jóni Gerrekssyni drekkt í Brúar- ár, Siðaskiptin, Kópavogsfundur, Þjóð- fundurinn 1851 o. fl. slíkt myndi áreið- anlega hafa sín áhrif. Fátt dýpkar svo hugann og lyftir svo manninum sem lestur góðra bóka. Mitt í öllum ys og þys umhverfisins er gott að taka sér bók í hönd og lesa hana með íhugun. Skáldverk eins og: Heims- kringla, Njálssaga, Laxdæla og fleiri íslendingasögur, sem þykja gimstein- ar meðal heimsbókmenntanna mega þá ekki gleymast. Islendingar þurfa að kunna nokkur skil á beztu bókmennt- um lands síns. Nýjung í starfinu Annað þing Æskulýðssambands íslands var haldið í Reykjavík dagana 26. og 26. marz sl. í sambandinu eru 11 landssambönd íslenzkrar æsku með um 60 þúsund félagsmönnum. Á þinginu kom fram, að starfsemi sam- bandsins hefur gengið vel og samstarfið innan samtakanna hefur verið með ágætum. Sam- skipti við erlend æskulýðssambönd hafa verið töluverð á undanförnum árum og innanlands hefur gerzt ýmislegt, m. a. hefur verið opin skrifstofa, sem veitir aðildarsamtökunum fyr- irgreiðslu, tvö félagsmálanámskeið hafa verið haldin og tvö tölublöð af fréttabréfi sambands- ins hafa komið út. Á þinginu ríkti góður samhugur og mikill áhugi fyrir framtíðarstarfi sambandsins. Ráð- gert er fjölbreytt félagsmálanámskeið að Bif- röst í Borgarfirði í vor og í undirbúningi er hópferð 15—20 æskulýðsleiðtoga til Þýzka- lands í boði æskulýðssambands Schlesvig-Hoi- stein, og fleira er í býgerð. Þingið gerði nokkr- ar samþykktir, m. a. um að hafizt verði handa um ýmis konar skýrslu- og heimildarsöfnun um íslenzka og erlenda æskulýðsstarfsemi, og um fjárframlög hins opinbera til hins almenna pólitíska æskulýðsstarfs. — For- seti þingsins var Axel Jónsson frá í. S. í. Formaður ÆSÍ fyrir starfsárið 1960—61 hef- ur verið Björgvin Guðmundsson frá Sambandi ungra jafnaðarmanna. o=sir---- Næsta þing norskra ungtemplara verður haldið í Röros dagana 9.—15. júlí n.k. Þing og mót sænskra ungtemplara verður í Karlskoga 23. til 28. júní n.k.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.