Eining - 01.04.1961, Side 4
4
EINING
f
JÓN HELGASON
Eftir stutta vanheilsu andaðist Jón
Helgason að heimili sínu, Bergstaða-
stræti 27, Reykjavík, hinn 18. janúar
s. 1. Hann var fæddur að Grundar-
bakka á Berufjarðarströnd 24. maí
1877, og var hann því 83 ára og næst-
um 8 mánuðum betur er hann lézt.
Naumast tvítugur að aldri kom Jón
til Reykjavíkur og hóf prentnám í Fé-
lagsprentsmiðjunni hjá Halldóri Þórð-
arsyni bókbindara og ólafi ólafssyni
prentara.
Að námi loknu fór Jón til Noregs til
frekara náms í lýðháskólann á Jaðri.
Þar kynntist hann meðal annars ung-
mennafélagshugsjóninni og hafði hún
mjög áhrif á líf hans er heim kom og
ætíð síðan. Eftir heimkomuna gerðist
hann meðstofnandi að prentsmiðjunni
Gutenberg, og vann þar til 1907 er
hann keypti Aldarprentsmiðjuna á-
samt Karli Bjarnasyni prentara. Þeir
félagar fluttu prentsmiðjuna til Hafn-
arfjarðar og voru þar til ársins 1910.
En til Eyrarbakka fluttu þeir síðan og
voru þar til 1913. Þar hóf Heimilis-
blaðið göngu sína, og er það nú að
byrja fimmtugasta árið. Svo seldu þeir
prentsmiðjuna á Eyrarbakka og kom
þá Jón aftur til Reykjavíkur og vann
í Gutenberg til 1925, en þá kom hann
upp lítilli prentsmiðju heima hjá sér
og prentaði í henni Ljósberann, sem
þá var lítill og í litlu bókarbroti. En
prentsmiðjan stækkaði og blaðið var
stækkað í sama brot og Heimilisblaðið.
Jón Helgason var félagslyndur mað-
ur. Hann gekk ungur í Góðtemplara-
regluna og KFUM, og léði hverju góðu
málefni lið. Hann var einn þeirra
manna, sem barðist fyrir endurreisn
Skálholtsstaðar og lagði fram fé til
þess, og hann var einn af stofnendum
Ungmennafélags Reykjavíkur 1906.
Kynni mín af Jóni Helgasyni hófust
í st. Framtíðinni nr. 173 fyrir aldar-
fjórðungi og voru það góð kynni og
öll á eina lund síðan. Hann var einn
af stofnendum stúkunnar 11. febr. 1918
og hélt tryggð við hana til æviloka.
Hann var meðstofnandi Barnaheimilis-
sjóðsins, sem stofnfélagar stúkunnar
stofnuðu á 25 ára afmælisdegi henn-
ar 11. febr. 1943. Hann var heiðurs-
félagi stúku sinnar, Umdæmisstúkunn-
ar nr 1 og stórstúkunnar, og var það
almannamál að fáir hefðu þeir verið,
sem eins vel hefðu verið að þeim heiðri
komnir.
Þegar ég mætti Jóni fyrst í Góð-
templarareglunni var hann mér sem
ljósgeisli á nýjum vegi, og það var
hann mér ætíð síðan. Góðleikur hans
og félagslund var svo mikil og mæt, að
ekkert skyggði á, og vinátta hans var
mér sannarlega mikils virði og er mér
enn, þótt við séum skildir í bili.
Þessi fáu minningarorð legg ég sem
lítið blóm á leiði þitt, kæri, góði vinur,
og þakka þér allt og allt.
Jón Gunnlaugsson.
o=sic
:e=o
Jón Hafliðason sjötugur
Miklu betri blaðamatur er það, þá góðra
manna er getið við viss tækifæri, heldur en
ýmislegt annað, sem blöðin færa okkur
daglega. Þegar mannkostamenn eru búnir
að lifa sjö áratugi, og starfa af trúmennsku
og dyggð í þjóðfélaginu allt frá æskudög-
um, eiga þeir vissulega skilið viðurkenn-
ingarorð og þakkir. Ef til vill eru menn
þó stundum of örlátir á hrósið við slík
tækifæri. Það vitum við, sem reynt höfum.
Jón Hafliðason, fulltrúi stjórnar tré-
smiðjunnar Völundar, var 70 ára 8. marz
sl. Ekki hefur hann samt bognað neitt enn
undir byrði áranna, enda verða nútíma-
menn að telja 70 ár bezta aldur. Sá, sem
nú væri sjötugur, sagði níræður kvenna-
vinur, er hann sá föngulega snót. Ég er
nú aðeins rúmum þrem mánuðum eldri en
Jón, og mér hefur aldrei liðið betur og
hlakka enn til hvers komandi dags. Og ég
er viss um, að Jón Hafliðason og hans
ágæta frú, Arnbjörg Stefánsdóttir, fagna
enn hverjum nýjum degi, því að hvenær
sem þau birtast á fundum okkar templara,
eða annars staðar, er eitthvað skemmti-
legt og uppörfandi við alla framkomu
þeirra og viðmót. Slíku fólki er gott að
kynnast. Við Jón Hafliðason er alltaf eitt-
hvað karlmannlegt og hressandi, og hið
glaðlega viðmót vitnar um einhverja auð-
legð hið innra.
Skóli lífsins hefur farið vel með Jón,
en hann fært sér leiðsögn hans vel í nyt.
Á unga aldri stundaði hann bæði verzlun-
Jón HafliSason.
arstörf í Patreksfirði og sjósókn þaðan,
en gott hefur það löngum reynst íslend-
ingum að kynnast sem bezt atvinnuvegum
þjóðarinnar. Til Patreksfjarðar fluttist Jón
aðeins 9 ára með foreldrum sínum, en fram
að þeim aldri var hann í fæðingarbæ sín-
um Hafnarfirði, og suður fluttist hann
aftur og stundaði svo nám í Flensborgar-
skóla og verzlunarskólanum, en árið 1916
gerðist hann starfsmaður Völundar, og
hefði ég þekkt Jón þá, hefði ég keypt hjá
honum efniviðinn í hjónarúm okkar hjón-
anna, því að einmitt það árið smíðaði ég
þau. Hef alltaf þótt gaman að handleika
timbur og sjá eitthvað snoturt verða úr
því, ekki síður en Jóni Hafliðasyni, en ekki
veit ég hvort hann hefur smíðað nokkuð að
ráði, en töluvert á fimmta tuginn er hann
búinn að starfa dyggilega hjá sama fyrir-
tækinu, einnig það lýsir manninum nokkuð.
Við Jón höfum kynnst aðallega í góð-
templarareglunni. Þar hefur hann lagt
fram krafta sína af heilum hug áratugum
saman, einn af þeim mörgu, sem vinnur
margvísleg ólaunuð störf í þágu félagslífs
og menningar. Hann er heiðursfélagi stúku
sinnar, Fróns, einnig umdæmisstúku Suð-
urlands og Stórstúku íslands. í fram-
kvæmdanefnd stórstúkunnar og gjaldkeri
hennar hefur hann verið lengi undanfarið.
Fleiri félagsmálum hefur hann sinnt, svo
sem í kirkju sinni, Fríkirkjunni, Oddfellow-
reglunni, Verzlunarmannafélagi Reykja-
víkur og sennilega fleirum.
Ég er einn þeirra mörgu, sem á þessum
tímamótum ævi Jóns Hafliðasonar óska
honum og hans nánustu allra heilla og
blessunar, og þakka honum góð kynni,
trausta vináttu og mikið og gott starf í
þágu góðra málefna og þjóðfélagsins.
Pétur Sigurðsson.
Spurul
Lítil stúlka var alveg að gera út af við
föður sinn með þrálátum spurningum og hef-
ur sennilega þótt hún ekki fá nægilega góð
og greið svör. Eftir ofurlitla umhugsun og
þögn spurði hún:
„Pabbi, ef þú hefðir vitað fyrirfram, að
þú myndir fá fleiri litlar stúlkur eins og mig,
mundir þú þá ekki hafa þurft að ganga í
fleiri skóla og læra dálítið meira?“