Eining - 01.04.1961, Page 11

Eining - 01.04.1961, Page 11
EINING 11 Dagblöðin Skyldi nokkur sáttasemjari vilja taka að sér að tala á milli mín og dag- blaðanna? Það er orðið um þau og mig eins og hjón, sem geta hvorki skilið né búið saman svo að vel fari. Illt þykir mér að sjá ekki dagblað, og stundum þarf ég að koma mér vel við þau, en sannara get ég ekki sagt, að oft hef ég verið kominn á fremsta hlunn, að vísa þeim tveimur dagblöðum, sem á heimili mitt koma, á dyr. Ef til vill er blöðunum vorkunn, þau þurfa að lifa eins og aðrir og freistast þá til að ganga í augun á sjúklegri tízku, sem metur klám og hneykslissögur gómsæt- ara en flest annað. Lengi var það aðeins eitt dagblað í Reykjavík, sem gekk með skuggaleg- an svip: kolsvartar og klunnalegar fyr- irsagnir, svartar og ljótar myndakless- ur, biksvart letur og yfirleitt drunga- legan svip, en nú nálgast það, að minnsta kosti þrjú blöðin séu búin að fá þenna leiðinlega svip, og sverja sig stundum í ætt til sorpríta. Þar eru stundum heilar blaðsíður aðeins frá- sagnir af frægum mellum eða einhverj- honum að fá að finna fyrir fótunum á mér. Hann vatt sér undan til hliðar, en fékk þá víst ónota högg af flösk- unni og valt um. Þá flúði hinn, og veitti ég honum ekki eftirför, en fór beint til skips. Um líðan hinna vissi ég ekkert. Nokkru síðar frétti ég, að Ottó hefði borið einhverjar skrámur eftir þessa kveðjustund." Ekki fóru Svíarnir meiri frægðarför í þessari viðureign, þótt liðsmunur væri mikill, en dönsku slátraramir í viður- eigninni við íslenzku stúdentana tvo, sem sagt var frá í síðasta tbl. Eining- ar. Sigurvinningar íslendinga í Vestur- heimi voru með öðrum hætti, en um þá varð til þar ein fræg setning: „Islend- ingur enn.“ Þá setningu bjuggu blöðin til, er þau sögðu frá margenduii;eknum afrekum Islendinga við nám eða á öðr- um sviðum, en hollast mun okkur nú- tíma mönnum að hafa hugfast, að „það gefur ei dvergnum gildi manns, þótt Golíat sé afi hans.“ Gott er að minnast feðranna frægðar, en ættlerar megum við ekki vera eða verða. um 'hneykslissögum, sem sannariega eiga lítið erindi í stjórnmála- og frétta- blöð, sem ætluð eru mönnum af allri gerð. Heilum blaðsíðum er eitt í það, að segja frá þessu einkennilega fólki, sem blöð um allan heim eru sí og æ að tönnlast á, sem er þó oft frægt að end- emum, siðleysi og gjálífi. Eiga ung- menni okkar að fá þar fyrirmyndina ? Það er víst ekki fátítt að unglingar safni myndum af þessum lýð. Sýnis- horni var fyrir skömmu brugðið upp af lífi þessa fólks í sögunni af Barry- more fjölskyldunni og kunningjum hennar. Hvers vegna allt þetta smjatt á ýmsu er lýtur að kynferðismálum ? Finnst mönnum nauðsynlegt að blása í þann eld ? Hefur hann ekki oftast logað nógu glatt? Og hvers vegna þarf alltaf ein- hvern sóðaskap í kringum þenna þátt mannlífsins? Er ekki kominn tími til að sýna honum þá virðingu, sem honum ber? Vijð erum allir menn af konu fæddir, og enginn maður, sem kann að skammast sín, vill láta óvirða konu sína, systur sína né móður. Stundum undrast blöðin viðkvæmni manna varðandi nektardansa og allar sýningar á hálfnöktu eða nöktu kven- fólki. Hvers vegna er fólk viðkvæmt fyrir slíku? Enginn hneykslast í raun og veru á nöktum mannslíkama, sízt af öllu á fögrum konulíkama. Má þar nefna öll slík líkön í listaverkasöfnum þjóðanna. Nei, það er ekki nakti líkam- inn, sem hneykslar fólk. Það er eitthvað annað í sambandi við þessar nektar- sýningar á skemmtisamkomum, í kvik- myndum og reyfurum. Þá er þetta sölu- vara. Hún á að draga fólkið að, hún á að vera æsandi og sem mest áberandi frá einni hlið. Það er þess vegna al- menningur lætur í ljós vanþóknun sína á þessari frekju peningagræðginnar, því að allar eru tálbeiturnar þess eðlis, einnig í blöðunum. Eitt blaðanna, sem ég vil gjaman glugga í, er töluvert iðið við hunda- haldsáróður og áfengisáróður, einmitt þetta, sem er mörgum til óþæginda eða þá stórtjóns. — Já, svona er þetta sífellda basl okkar í sambúðinni, blað- anna og mín. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að öll sökin sé þeirra. Þau geta sjálfsagt fundið betri sam- býlismann en mig, en þau eru, sum þeirra, ef ekki öll, orðin mér allmikið undrunarefni, og næstum ofjarlar um- burðarlyndi mínu. P. S. Aðalfundur Áfengisvarna- nefndar kvenna. Áfeng-isvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði hélt aðalfund sinn 1. febr. sl. Eins og undanfarin ár hefur aðalstarf nefndarinn- ar verið hjálparstarf við drykkjufólk. Miklar umræður urðu um bjórfrumvarpið og voru konur mjög andvígar bjórnum. Eftirfarandi tillaga var samþykkt og send Alþingi: „Aðalfundur Áfengisvamanefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði, haldinn 1. febr. 1961, lítur svo á að bruggun og sala sterks öls í landinu muni leiða til versnandi ástáhds í áfengismálum þjóðarinnar. Skorar fundur- inn því á Alþingi að fella framkomið frum- varp um bruggun og sölu á áféngu öli“. Þá samþykkti fundurinn að skora á félögin sem eiga fulltrúa í Áfengisvarnanefnd kvenna, að láta sig alvarlega varða vandamál æsku- fólksins. Stjórnin var öll endurkosin nema ritari sem baðst undan endurkosningu. Stjórnina skipa: — Form. Guðlaug Narfadóttir; varaformaður Fríður Guðmundsdóttir; ritari Kristín Sig- urðardóttir; gjaldkeri Sesselja Konráðsdóttir; meðstjórnendur Aðalbjörg Sigurðardóttir, Jakobína Matthiesen og Þóranna Símonar- dóttir. ----+-----+----- Úr skýrslu Flensborgarskólans Ekki er það tilgangurinn að gera skýrslu skólans síðustu tvö skólaárin að umtalsefni hér, en í kaflanum „Ýmislegt frá skólanum“, er á einum stað komizt svo að orði: „Við skólaslit 1960 gerðist sá einstæði at- burður, að 65 ára gagnfræðingur var við- staddur og ávarpaði nemendur og kennara. Var það Finnbogi J. Arndal, fyrr forstjóri Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, en hann tók gagnfræðapróf úr Flensborgarskóla vorið 1895 og síðan kennarapróf úr kennaradeild skólans vorið 1897. Þá voru einnig viðstaddir þessi skólaslit 53 ára gagnfræðingur, séra Jón Guðnason, fyrr skjalavörður, og 52 ára gagnfræðingur, Björn H. Jónsson, fyrr skóla- stjóri í Isafirði, og ennfremur séra Guð- brandur Björnsson, fyrr prófastur í Viðvík, en hann var stundakennari við Flensborgar- skólann veturna 1951—1953“. Hollar ættu heimsóknir slíkra öldunga að vera ungu kynslóðinni. Allir eru þessir menn, sem hér voru nefndir, kunnir og þekktir fyrir það að hafa unnað og þjónað menningu og góðum og mannbætandi málefnum, og þeim var gott að kynnast. P. S. ♦--♦ Týndur sonur Eitt mesta áfall mannkynsins var það, að einmitt þegar framfarirnar í tækni og náttúru- vísindum voru sem hraðstígastar, og vöxtur vélamenningar og viðskipta örastar, gerðist það undur, að uppalarinn — hugsjóna- og trúarlífið — dó frá uppeldisstarfinu og óstýri- látu afkvæmi sínu, sem síðan hefur verið ofur- selt látlausum styrjöldum, hörmungum, hung- ursneyð, kreppum og byltingum í „landinu langt í burtu“ frá föðurhúsunum. P. s.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.