Eining - 01.04.1961, Side 12

Eining - 01.04.1961, Side 12
12 EINING Þessi varð árangurinn Andstæðingar bindindismanna í Noregi sóttu það m.jög fast að fá áfe'ngisútsölu í sumum bæjum, sem ekki höfðu haft hana undanfarið. Árangurinn er nú kominn í ljós. í þessum bæjum hefur drykkjuskapurinn aukizt um 71%, þótt annars staðar í landinu sé hann ekki meiri en árið áður. í Hammerfest, sem nýlega fékk áfengisútsölu, hafa kærur fyrir ölvun þrefaldast. Það kemur alltaf í ljós, að hvar sem rýmkað er um áfengissölu, eykst drykkjuskapur. Allar gagnstæðar fullyrðing- ar manna eru blekkingar. •••• »••• Kynni ungmenna af áfengisneyzlunni Sænska fræði- og vísindaritið Alkoholfr&gan flytur allítarlega ritgerð um rannsókn, sem kennaraskólakennarinn Stig Bernes fram- kvæmdi í Kalmar, Svíþjóð, til þess að komast að raun um, hver væru kynni æskumanna, og þá sérstaklega námsfólks, af áfengisneyzlu. Bæði bamavemdarnefnd staðarins og skóla- stjómin höfðu hvatt hann til að framkvæma þessa rannsókn. Sá fróðleikur sem fengizt þannig skyldi svo hagnýttur við eflingu heil- brigðari lifnaðarvenja námsmanna, einkum varðandi áfengisneyzlu'. Kannsóknin veitti vitneskju um að 50 af hundraði 13 ára unglinga höfðu komizt í kynni við áfengisneyzlu, sum höfðu auðvitað aðeins bragðað það, en þegar komið var Upp í 19 ára aldurinn, hafði 50 af hundraði piltanna neytt áfengis hvað eftir annað, og á þessum aldri höfðu 90 af hundraði námsmanna, piltar og stúlkur, neytt áfengis. Heimboð, samkvæmi og fríin um helgamar leiddu til fyrstu kynna ungmennanna af áfenginu. Drykkjusiðir for- eldranna áttu og drjúgan þátt í slíku. Drykkjutízkan ræktar ómenninguna. Var það einkamál að hella í sig áfengi og valda dauða sex manna Maður nokkur í Danmörku, Poul Hage- mann, endurskoðandi, var að lyfta sér upp á afmælisdaginn sinn og sá ekki ástæðu til að neita sér um hressingu, þótt hann þyrfti svo að leggja út á þjóðbrautirnar. Fjóra far- þega hafði hann í bílnum, allir voru þeir ölv- aðir, en hann þó mest. Ferðalagið endaði þannig, að hann ók á annan bíl. Það kostaði hann sjálfan lífið og þessa fjóra, sem hjá honum voru í bílnum, og litla stúlku í bílnum, sem hann ók á, en faðir hennar slasaðist svo, að honum var ekki hugað líf. Mundi nú móðir litlu stúlkunnar, sem missti hana og svo manninn sinn einnig, eða venzla- menn hinna fimm, sem fórust í ógæfubílnum, telja það „einkamál" manna, hvort þeir drekka áfenga drykki eða ekki? Sannarlega þarf að draga þá menn mis- kunnarlaust fram í dagsljósið, sem gera sig að þeim fíflum frammi fyrir alþjóð, að telja það einkamál manna hvort þeir drekka eða ekki. Slíkt er hámark stráksskapar og vit- leysu. Slíkir menn reyna stundum að óvirða þá, sem berjast gegn áfengisbrjálæðinu, en þeir ættu að sjá sig sjálfa í skæru kastljósi reynslu þjóðanna. Börn Jarðar Ekki er það nægilegt að vera „frænka eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers skers“. Þar með erum við aðeins jarðarbörn, og jarðarbörnum kemur oft illa saman. Við öðru er ekki að búast meðan við erum ekki annað en börn eldfjalls og úthafs — hinna hams- lausu náttúruafla. Við þurfum því að fæðast á ný, fæðast andlega, fæðast inn í æðra heim. Við þurfum að verða eitthvað meira en að- eins jarðarböm. Við þurfum að verða guðs- börn. Þá fyrst er einhver von um sæmilegt líf á jörðu, því að þá erum við orðnir ættstórir menn. P. Bros og tár. Þegar konan brosir, dregur hún okkur til sín. Þegar hún grætur, leiðir hún okkur nær Guði. Fundið og týnt. Á öld mestu uppfinninganna hefur mönn- um orðið það á, að týna sjálfum sér og Guði. Hæð og dýpt. Dalurinn er eins djúpur og fjallið er hátt. Hæfileikinn til að þjázt samsvarar hæfileik- anum til að njóta. Sá getur notið fullkom- innar sælu, sem þekkir hina sárustu kvöl. P. TIMBURVERZLUNIN VÖLIJIMDLR h.f. Reykjavík ★ Kaupið timbur og ýmsar aðrar byggingavörur. hjá stærstu timburverzlun landsins Ferðisl og flyijið vörur yðar með skipum H.f. Eimskipafélags íslands „Alli með Eimskip”

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.