Eining - 01.12.1961, Page 3
EINING
3
I guðspjöllúih, bænum og sálmum
syngjum vér nú um fæðingu hans á
þessa jörð, jörðina sem þér þykir dap-
urleg og dimm. En sársauka þinn yfir
því, hve fjarlægur heimurinn enn er
hugsjónum hans, átt þú líka honum að
þakka. Vegna þess að hann kom, getum
vér aldrei tekið fullum sáttum við misk-
unnarleysið, ranglætið, hið óhrjálega,
lága, grófa, Ijóta. Hann kenndi oss að
sjá æðri sýnir, og þess vegna getur
jörðin aldrei aftur orðið eins og hún
var fyrir fæðingu, hans. Fátækur gjörð-
ist hann, en svo mjög höfum vér af
gnægð hans þegið, og það náð á náð
ofan. Undan áhrifavaldi hans getur
enginn aftur komizt. Svo merkir hið
háa mannlega sál, að aldrei máist aftur
burt.
Vera má, að þér finnist langt síðan
þú varst barn á jólum, og þó ertu enn-
þá barn, enn að ganga þín bernskuspor,
og þess vegna kann leið þín enn að vera ■
löng. En aftur og aftur mætir manns-
sálin honum, sem í húmi hinnar heilögu
nætur fæddist. Þau örlög batt hann
mannkyninu sjálfur með því að fæðast
til jarðarinnar.
Þess vegna lofum vér Guð fyrir þessa
örlaganótt alls mannkyns.
Gleðileg jól, í Jesú nafni.
Þetta er Sauðárkrókskirkja. Fyrir skömmu var henni sýndur allmikill sómi og hún
yngd upp að ýmsu leyti. Myndirnar gaf Jón Þ. Bjömsson, fyrrv. skólastjóri, rit-
stjóra blaðsins, en hann hefur löngum verið einn bezti vinur og stuðningsmaður þess-
arar kirkju, eins og kristinnar kirkju yfirleitt.
Ein af dómkirkjum Moskvu, helguð heilög-
um Basilíusi kirkjuföður. Kirkjan er ein
af þessum sérkennilegu miðaldakirkjum og
sameinar ítalska og byzantiska bygginga-
list og reyndar fleiri landa. Hún er reist á
árunum 1555—1560 og fær enn að standa
og vitna um tímann sem var, list og hag-
leik manna, og þann viðhafnarbúning, sem
menn oft hafa valið tilbeiðshi sinni.
nótt
Fyrsta stef þessa litla Ijóðs er lausleg þýðing úr ensku, en hin frumsamin. Auk lags■
ins, sem hér fylgir, á lagið „Kom skapari heilagi andi“, einnig við. P. S.
Aldrei er nótt, ef ásýnd þín
yfir mér, góði Jesús, skín.
Lát aldrei jarðnesk skuggaský
skyggja’ á það ljós, sem þú býr í.
Þótt liggi för um dimman dal,
með djörfung áfram halda skal,
því við mér blasir sólbjört sýn.
Eg sé hvar ljómar ásýnd þín.
Ef ei eg gálaus af þér lít,
frá öllum hættum bjargast hlýt
og vegsama mín vegleg kjör.
Þá verður gangan sigurför.
Skín alvallt, drottinn, yfir mér.
Eg ann því mest að fylgja þér,
og vilji daprast vaka mín,
mig veikan styður höndin þín.
IZj h-j—H—'| ‘M"1 1 -l ■ 1-—
(Wl E 3 *■ rall. = p E=gr 4-i Í t t ■ i i k r Jt ... j r -i^y—-
r-~ t ' r |:r- ■