Eining - 01.12.1961, Side 8

Eining - 01.12.1961, Side 8
8 EINING EINING Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur menningarmál. PJtstjóri og ábyrgðamaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku íslands, kostar 30 kr. árg., 3 kr. hvert eintak. Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982, Reykjavík. Simi: 15956. vöþnm Ríkir menn geta auðveldlega gefið höfðinglegar jólagjafir, ef þeim þóknast svo. Stórveldi heimsins geta gefið öllu mannkyni þá jólagjöf, sem mestan fögnuð myndi vekja í hjörtum flestra manna eða allra. Eiga þá stórveldin þá göfgi og það lundarfar, sem þarf til að gefa slíka gjöf? Gjöfin er sú, að boða öllum heimi, að nú skuli vopnin slíðruð. Fagnaðarríkari jólaboðskap hefði þá hrjáð mann- kyn aldrei heyrt. Friðarhöfðinginn sjálfur — jólagjöf alföður — sagði við skapheitan lærisvein sinn: „Slíðra þú sverð þitt, því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði.“ Þe.tta hefur orðið reynsla allra alda og kynslóða. Hefur mannkyn þá ekkert lært af þeirri sáru reynslu. Biðjum að andi Guðs tali til leiðtoga stórveldanna, já allra þjóða, og bjóði þeim: Slíðra þú vopn þitt. Biðjum að orð spámannsins rætist nú: „Og þær (þjóðirn- ar) munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ Fylling tímans er komin enn einu sinni. Fylling tímans til að slíðra vopnin. Til slíkra aðgerða eru jólin vel fallin. Skáldið Longfellow hlustaði á unaðsóma kirkjuklukkn- anna, er þær hringdu inn jólin, en þá drundu fallbyssurnar í suðri og var sem álfan öll fengi hjartaslag. Skáldið laut höfði í örvæntingu og sagði: „There is no peace on earth,“ enginn friður á jörðu, friðarhöfðinginn, sem fæddist mann- kyni, borinn út. En þá hringdu klukkurnar enn ákafara og sögðu: Guð lifir enn og sefur ekki, ,,The Wrong shall fail, the. Right prevail, with peace on earth, good-will to men.“ — Allt böl og stríð / skal batna um síð / og búa menn við frið á jörð. — Þetta er og verður hinn ævarandi boðskapur jól- anna. Gefi Guð öllu mannkyni friðarjól. GLEÐILEG JÓL! Ekki aðeins stórveldi þurfa að slíðra vopn sín og smíða úr þeim nytsamleg verkfæri, það er: að nota milljónirnar, sem hernaðarbrjálæðið gleypir til bjargar og blessunar þurf- andi mannkyni, heldur þurfa allar þjóðir að slíðra vopnin. Ef engill jólanna áræddi að ávarpa íslenzku þjóðina, myndu orð hans verða þessi: Slíðrið vopnin. Einræðið er skuggalegur húsbóndi, en lýðræðisins mikla synd er sú, að það margklýfur þjóðfélagið í stríðandi flokka, sem ævinlega skapa eins konar Sturlungaaldar ástand. Þetta er hryllileg fásinna og þjóðarvoði. Þar er kappsamlega tefld svikamylla verðbólgunnar, sem tekið getur þjóðir því kverka- taki að þær hætti að draga andann sem frjálsar og sjálf- stæðar þjóðir. Þið, sem leikið ykkur með fjöregg íslenzku þjóðarinnar, slíðrið vopnin. Nokkur stjórnmálaátök kunna að vera rétt- lætanleg, en þau mega ekki vera ódrengileg, ekki lífsháski fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrir síðari heimsstyrjöldina, var þjóðin ekki fjarri því að glata f járhagslegu sjálfstæði sínu. Þann skuggalega draug yngja nú stríðandi flokkar upp á ýmsum blóðtökum í þjóð- félaginu. Bindmdisdagurinn er nú að baki. Hversu hann hefur heppnast er óráðið enn. Það mun þó hafa verið ærið misjafnt. Ævinlega eru einhver ljón á vegi, þegar um slíka starfsemi er að ræða og von- brigði verða ekki umflúin, en stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu sendir nú kveðju sína og beztu þakkir öllum þeim mörgu, sem á einn og annan hátt áttu þátt í því að dagurinn gæti vakið þjóðarathygli. Að því var stefnt, þess var þörf og að einhverju leyti hefur þetta heppnast. Góðar greinar eftir þjóðkunna áhrifamenn birtust þenna dag í öllum dagblöðum Reykjavíkur. Og þar voru sterk vitni öll rækilega sammála um að áfengisneyzlan væri þjóð- arböl, sem bæta þyrfti. Gísli Jónsson, alþingismaður, kemst svo að orði: „Þegar á þetta er litið, er ljóst, að misnotkun áfengis er ekki aðeins þjóðarböl ,heldur líka langmesta bölið, sem þjóð- in á nú við að glíma, og sem óhjákvæmilega hlýtur að lama þrek hennar andlega og líkamlega meira en hollt er, ef ekki er hafin sterk sókn gegn þessum voða.“ Séra Sveinn Víkingur segir í grein sinni: „Af þessum sökum hlýtur hver maður, sem á annað borð nennir að hugsa, og ber mannlegar tilfinningar í brjósti, að

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.