Eining - 01.03.1962, Page 2

Eining - 01.03.1962, Page 2
2 EINING sem verður lienni minnisstætt varðandi á- fengisbölið og gerist því strax heilhuga liðs- maður, og um árahil starfsmaður bindindis- hreyfingarinnar. I>að er aðdáunarvert, hve réttlætiskennd þessarar ungu konu er snemma glaðvakandi og siðgæðisþroskinn á háu stigi, og samfara þessum höfuðdyggð- um var glæsileiki, gáfur og starfsþrek. Hugsunarhátturinn er svo skemmtilega heil- brigður og þjóðhollur. „Mér hefur ævinlega fundizt,“ segir hún, „að bóndastaðan væri göfugasta starf landsmanna, ævi bænda skemmtilegust, hollust og frjálsmannlegust. Heimili l)ænda og sjómanna fannst mér vera kongsríki okkar íslendinga.“ Hún tók snemma að gefa sig að félags- málum og ferðaðist þá bæði innanlands og erlendis. Hrifningu vakti hún hvarvetna, því hjartað var heitt og gott, menntaáhug- inn mikill, framkoman aðlaðandi og virðu- leg, og gáfurnar í bezta lagi og því færar um að valda hverju viðfangsefni. I'egar hún árið 1894 flytur fyrirlestur í stúdentafélag- inu norska, vekur hún undrun og aðdáun. í inngangi bókarinnar birtir Bjarni Bene- diktsson bréfkafla um þetta, eftir þekktan guðfræðing í Osló, Hans Brun: „Fyrirfram hélt ég, að þetta væri ný- tízku kona, en af því að bún var íslending- ur, vildi ég þó hlusta á hana.... Við biðum töluvert fram yfir timann. l>á loksins kom formaðurinn, og hvílíkur gull- inn ljómi við hliö hans! Svo ljómandi höf- uðdjásn hafði ég aldrei séð á nokkurri brúði eða höfði. Löngu, ljósu lokkarnir liéngu beggja vegna undan gullindjásninu. — Svipurinn á andlitinu var nánast eins og á saklausri sveitastúlku.... Þegar hún kom á ræðupallinn, gætti livorki feimni né frekju. Tilgerðarlaus og eðlilega mælti hún það, sem var i huga liennar. án þess að líta til hægri eða vinstri. — En kyrrlát glóð brann undir öllu þessu kvenlega, tilgerðarlausa erindi.“ — Efni er- indisins var, nauðsyn á háskóla íslands. „Tilvitnuninni lýkur svo,“ segir í formál- anum: „Hún virtist tilheyra Drottni, þó að hún talaði ekki orð um guðlega hluti.“ Var ekki einmitt þetta leyndardómurinn við alla sigursæld liennar, að allt lif lienn- ar og starf tilheyrði Guði? Ólafía var uppliafsmaður að stofnun Hvítabandsdeildar hér í landi. Varð það til þess að hún eignaðist vini og aðdáendur í Ameríku, sem buðu henni vestur og vildu helzt halda lienni þar, en ísland togaði í. Á heimleiðinni hafði liún nokkra viðdvöl í Englandi og kynntist þar nánar góðtempl- urum og átti svo eftir að vinna liugsjón þeirra mikið gagn, í'itstjóri barnablaðsins Æskunnar var hún um stund. Hún taldi bar- áttuna gegn „drykkjuskapnum mest knýj- andi vandamál þjóðfélagsins“; hvort sem var í Norvegi eða íslandi eða annarra þjóða. „Við megum ekki líta á starfsemi þessa,“ segir liún, „sem líknarstarfsemi eina. Nei, við verðum að telja hana borgaralega skyldu okkar í garð þeirra, sem að ýmsu leyti liafa hafnað þar, sem þcir eru, fyrir syndir þjóS- félagsins. Sérhver okkar verður að leggja sig fram sem þegn til að hafa áhrif á þjóð- félagið (og einnig löggjöfina).“ „Hinir glötuóu eru sjúkir limir á likama þjóöfélagsins, en þegar svo er komiS, þá er fyrir hendi hætta á smitun alls líkam- ans, — liætta á, að allt þjóðfélagið sýkist.“ Þannig mælir þessi kona, en andi hennar var upplýstur af anda Guðs, og allir sem af anda lians leiðast á einhvern hátt, hljóta að komast að sömu niðurstöðu, einnig nú á dögum. Ólafía Jóhannsdóttir sýndi trú sína í verki. Hún fórnaði lífi sínu og kröftum til bjargar liinum afvegaleiddu, og þeir tign- uðu hana og tilbáðu, en svo var einnig um flesta, sem kynntust lienni. í inngangi bók- arinnar eru þessar setningar: „Verkfræðingur einn, sem einu sinni var henni samferða hálfrar stundar siglingu til Levanger frá Ytterö, lét svo ummælt á eft- ir: „Víða fór ég og kynntist mörgum, en þessi íslenzka kona var gáfaðasta konan, sem ég hef talað við.“ „Þetta er merkilegasta manneskja, sem ég hef nokkru sinni hitt,“ hefur Devold eftir norskum kvenlæknastúdent, sem hitt hafði Ólafíu í fyrsta skipti.“ Inngangurinn endar á nokkrum línum úr riti Mirjams Devold, en þær eru úr grein eftir C. S. J. og eru á þessa leið: „Leggjum hönd á lijartað -—• hve mörg okkar gera þetta? Yfirgefa vistlega stofu, okkar góða rúm, borð okkar, til að sækja einn lánleysingja inn til okkar og annast um liann? Þetta gerði Ólafía. Ekki einstöku sinnum, þegar henni datt það allt í einu í hug, — nei, dag- lega, vikum saman, mánuðum saman. Og af liverju? Af því að hún elskaði ódauðlega sál þeirra. Þetta er einmitt í anda Jesú, ein- mitt svona breytti hann.“ Síðustu orð Bjarna Benediktssonar í inn- ganginum, eru þessi: „Henni nægði ekki að boða trú sína, held- ur varð liún að sýna hana í verki. Það tókst lienni á þann veg, að ekki verður talið of- mælt, að henni hefur verið líkt við helga menn kristinnar kirkju, svo sem Frans frá Assisi.“ — Þegar ég var ungur maður, las ég rit Ólafíu De ulykkeligste. Það er bæði átak- anleg og áhrifarík bók. Það hefur löngum orðið hlutskipti liinna útvöldu, að reisa hina föllnu og leita hinna týndu. í bókunum tveimur: Frá myrkrinu til Ijóss og Aumastir allra, sem eru sameinaðir í þessari einu bók, sem hér er gerð að um- talsefni, lýsir Ólafía að nokkru leyti ævi sinni og ævistarfi. Það lesmál er ekkert þurrmeti. Skemmtilegastur þykir mér þó fyrrililuti bókarinnar. Kvenskörungurinn, Þorbjörg Sveinsdóttir, fóstra Ólafíu, mun hafa átt drjúgan þátt í að móta líf hennar þegar í æsku. „Arfi og illgresi fékk aldrei næði til að vaxa neins staðar á lóðinni hennar,“ segir Ólafía. „Það var bletturinn, sem liún átti að rækta íslandi til gagns og sóma. ísland var henni fegursta og bezta landið í heiminum, en dætrum þess og son- um hafði Guð trúað fyrir sóma þess, frjó- semi og prýði, og þá köllun varð að rækja í daglega starfinu. Þennan lífsóð sinn óf hún í allavega litum, myndum orða og verka, sem ósjálfrátt festust mér undir eins í barnsminni." Illgresið mátti ekki þrífast, ljótleikanum varð ræktunin og fegurðin að útrýma. Það skyldi vera kappsmál sona og dætra lands- ins. Gefi Guð íslenzkum æskulýð slíka hug- sjón að lifa fyrir og starfa. Furðulegt er að lesa þessi orð Ólafíu: „En annað missti ég við skólanám mitt, sem meiri eftirsjón var í, og það var barnstrúin mín.“ Skyldi ekki liafa farið svo fyrir æði mörgum, en hvers vegna? Ekki hefur það verið háttur Ólafíu að taka þátt í einu eða öðru í hugsunarleysi. Yafalaust hefur henni sem ungri stúlku lit- izt vel á dansinn. „En fyrsta ballið, sem ég átti að fá að sækja fullorðin, sem talið er,“ segir hún, „kom mér til að fara að rekja dansinn sundur og gera mér grein fyrir verðmæti lians, og frá þeim degi hætti ég að vera sólgin í hann, þó stöku sinnum dans- aði ég eftir það.“ Líklega hefur hún komizt nokkuð nærri sannleikanum um liinn almenna paradans, en líklega fara ekki margar ungar stúlkur að eins og hún, að „rekja dansinn sundur“, enda liafa margar sloppið ver frá honum en hún. Ég mlnnist varla að hafa lesið skyn- samlegri athugasemd um dansinn en þessa, að „rekja liann í sundur“, til þess auðvitað að komast til skilnings um, úr hvaða efni hann er spunninn. Þegar Ólafía var komin þar á námsbraut- inni, að hún fór að velta því alvarlega fyr- ir sér, hvort húri ætti að keppa að því, að ná stúdentsprófi, komst liún að þessari nið- urstöðu: „Nóg var af embættismannaefnum, svo að ástæðulaust var fyrir mig að komast í embætti, nema ég væri sannfærð um, að ég gæti gegnt því betur en flestir karlmenn. En ef ég væri svo vel gefin, þá blyti ég að hafa hæfileika til að liafa forgöngu í ein- hverju nauðsynjamáli, sem landi og lýð væri nauðsynlegra en að eiga konu í læknastétt eða lögfræðinga.“ Stúdentsprófið tók hún aldrei og harm- aði það ekki heldur. Þótt hún sjálf gengi ekki þá braut að verða liúsmóðir, taldi hún konum það farsælast að „verða húsmæður á skemmtilegum, glaðværum heiniilum, — hvert heimili átti að ganga unglingunum í skóla stað, þegar þeir komu þar í vist, — átti ekki að vera nauðungarskóli, þar sem livíslað væri í hverju liorni og þess beðið með óþreyju, að hver stundin liði sem fyrst, lieldur skóli, sem vekti námfýsi, þar sem hver gæti lært af öðrum að vinna, því að vinnan boðaði framför, viðgang, bamingju og gleði. Og hver húsmóðir átti að ganga

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.