Eining - 01.03.1962, Qupperneq 4

Eining - 01.03.1962, Qupperneq 4
4 EINING sumbli og þar getur æskulýður lands- ins æft sig í áfengisneyzlu og reyking- um. Reynt er enn að „varpa ljóma á löst og glys“, áfengistízkan er vegsöm- uð og gerð ginnandi. Á liðnu ári gerð- ust þá líka víða þau undur, sem urðu allri þjóðinni hneykslunarefni, svo sið- laus var áfengisneyzla manna á skemmtunum hér og þar. Fullyrt hefur verið, að stundum vanti lítið á, að í Reykjavík berji drukknir menn konur sínar til dauða. Finni nú lýður lands ekki hvöt hjá sér til að rísa gegn þessum ósóma, þá skortir hann vissulega einhver andleg fjörefni. Eigum við að láta velgengn- ina verða enn einu sinni vatn á myllu siðspillingarinnar? Ætlum við að bregðast þjóðinni á hættutíma hennar og bregðast þá um leið börnum okkar og komandi kynslóð? Sækjum fram í nafni drottins, kæru samherjar. Eflum samstarfið og leit- um gæfunnar í því að auka á heill sem flestra landsins barna. Til þess gefi Guð okkur bæði vit og vilja. Á fundinum voru samþykktar með miklum einhug eftirfarandi tillögur: Fulltrúaráðsfundur Landssambands- ins gegn áfengisbölinu haldinn í Reykjavík 20. janúar 1962, varar við þeim aukna áfengisáróðri, sem bæði beint og óbeint hefur þráfaldlega bii’zt nú undanfarið bæði í blöðum og út- varpi, með kynningu á veitingastöðum og áfengisframleiðslu og í þeirri al- mennu afstöðu, að sjálfsagt sé og rétt að hafa áfengi um hönd við sem flest tækifæri bæði í heimahúsum, á sam- komum og við opinber hátíðahöld. Telur fundurinn nauðsynlegt, að haf- in verði öflug sókn gegn áfengistízk- unni og rækileg fræðsla veitt um skað- semi áfengisnautnar í öllum myndum og undir öllum kringumstæðum, eink- um þó með tilliti til aukins hraða og véltækni í störfum manna, og skorar fundurinn á alla þá aðilja, er það mál varðar, að efla bindindisfræðslu og baráttu gegn áfengisnautn. Sérstaklega vill fundurinn beina þeirri áskorun til háttvirts Alþingis, að það auki stórum framlög til áfengis- varna, svo að unnt verði að hafa að minnsta kosti þrjá fastráðna menn við bindindisboðun og fræðslu um áfengis- mál, á vegum áfengisvarnaráðs og bindindissamtakanna. Skírskotar fund- urinn í því efni til frændþjóða vorra á Norðurlöndum, er hafa á síðustu árum stóraukið framlög af hálfu hins opin- bera til þessara mála. 2. Fulltrúaráðsfundurinn lýsir á- Konan með öxina Þeir sem um síðustu áramót gengu fram hjá verzlun einni innarlega á Laugavegi, Markaðurinn heitir hún víst, komust ekki hjá því að veita at- hygli óvenjulega strákslegri útstillingu í gluggum þar. Hún var vel fallin til þess að minna á konuna með exina. Hver var þessi kona? Hún hét Carrie. Nation. Var tvígift. Fyrri maður hennar var drykkjumað- ur. Líklega hefur frúnni þótt áfengis- salarnir gefa lítinn gaum góðum orðum bindindismanna og fór því svo, að hún greip til ofbeldisverka. Rættust þar eins og oftar orð spámannsins, sem segir: „Ofbeldiö rís upp sem vöndur á ranglætið.“ Frú Nation ferðaðist um nægju sinni yfir skörulegri framgöngu lögreglunnar í Reykjavík um uppræt- ingu leynivínsölu á sl. ári. Jafnframt harmar fundurinn, að nú virðist hafa verið slakað verulega á þessum aðgerð- um og skorar á lögreglustjórann að herða nú aftur á þessu. Allmiklar umræður urðu á fundin- um, en allar hnigu þær á einn veg. Sam- hugur ríkti þar hinn bezti. Meðal þeirra, sem til máls tóku í þeim um- ræðum má nefna: séra Kristinn Stef- ánsson, áfengismálaráðunaut, Björn Magnússon, prófessor, Benedikt S. Bjarklind, stórtemplar, Benedikt G. Waage, forseta ISl. Helga Tryggvason, kennara og guðfræðing, frú Guðlaugu Narfadóttur, Arnheiði Jónsdóttur, Ró- bert Jónsson, formann Sambands bind- indisfélaga í skólum og Sigurgeir Al- bertsson, trésmíðameistara. Fundurinn var í alla staði hinn á- nægjulegasti. í Bandaríkjunum með exi í hönd og braut gluggana í áfengisknæpunum. Auðvitað var hún tekin föst hvað eftir annað, en hún lét ekki bugast og vakti mikla athygli. Bindindismenn voru auðvitað ekki hrifnir af aðferð hennar og hún var lengst af ein síns liðs, ferð- aðist víða í Ameríku og Englandi og flutti fyrirlestra. Auk þess að vera í ævilöngu stríði við áfengispúkann, var hún heit kvenfrelsis kona. Hún var uppi á árunum 1846 til 1911. Harðasta áhlaup hennar stóð um áratuginn 1890 —1900. Fleiri orð verða ekki höfð hér um þessa einkennilegu konu, en nú vík- ur sögunni aftur að útstillingarglugga Markaðsins. Þar var stillt út kjólum ungra kvenna, hjá hverjum kjól voru svo flöskur auðvitað flöskur, sem minntu á áfengi og hjá sumum flösk- unum tvö vínglös, reyndar tóm, enn- fremur hjá hverjum kjól karlmanns- gríma. Hinn orðlausi boðskapur þessarar út- stillingar til ungmeyja landsins, var því þessi: Fáið ykkur fallegan ballkjól, karlmann og áfengisflösku, og þá er allt eins og það á að vera. TJtstilling þessi vakti bæði athygli og umtal, og þótti hin svívirðilegasta. Það er ekki erfitt þeim mönnum, sem gera vanþroska manna að tekjulind, að státa af auðveldri leið til ríkidæmis. „Þeir lifa af synd lýðs míns og þá langar í misgerö þeirra,“ segir spámaðurinn. Svo var þetta þá og svo er það enn. — Verið er að kasta steini að ungri kynslóð, sem býr við leiðsögn eins og þessarar út- stillingar. Hvað hefði konan með exina gert, ef hún hefði staðið við þenna glugga? Og glugginn hefði ekki átt neitt betra skil- ið en exi hennar. <=SII=JE=0 Engin hálfvelgja dugar Einhver orðheppinn maður liefur sagt, að ekki sé það garðyrkjumanninum nægi- legt að elska blómin, hann verði einnig að hata illgresið. Það er nautn að geta hrósað því, sem vel er gert, en það er eins nauðsynlegt að ávíta ósómann. Um Krist segir heilög ritning, að hann elskaði réttlæti og liataði rangsleitni. Hreinar línur, hvorki hirðuleysi né hálf- velgja. Ungtemplarar í Frakklandi áforma að koma á þar í iandi alþjóðlegu ungtemplaramóti árið 1963. Þeir eru nú um eitt hundrað í Frakklandi. Þctta er merk nýjung í sögu bindindismála. Frakkland er að vakna af áfengisvímunni. Ungtemplur- um fjölgar nú í ýmsum löndum.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.