Eining - 01.03.1962, Side 8
8
EINING
Jacob Mörk 75 ára
Hver er Jacob Mörk? spyrja senni-
lega lesendur Einingar. Það er ekki á-
stæðulaust að ritstjóri blaðsins kýs að
geyma þar mynd þessa norska vinar og
samherja. Það var hann, þá formaður
bindindissambands ökumanna í Noregi,
sem ásamt Steinar Hauge, skrifstofu-
stjóra sambandsins, sem kom til mín í
Stokkhólmi á bindindisþingi þar árið
1947 og bauð mér að koma á landsþing
þeirra í Kristiansand og buðust til að
kosta för mína að öllu leyti frá og til
Oslóar. Þetta ánægjulega þing hefur
orðið mér minnisstætt og átti sinn þátt
í að flýta fyrir því, að stofnað var í ís-
landi Bindindisfélag ökumanna.
Jacob Mörk er ekki fasmikill maður,
en hann er traustur og honum hefur
verið treyst. Hann var einn hinna sjö,
sem árið 1928 stofnuðu Motorförernes
Avholdsforbund — hið norska bindind-
isfélag ökumanna, og síðan hefur hann
verið meira og minna þar í fararbroddi,
formaður sambandsins árin 1937 til
1948. Þegar tryggingafélagið Varde
var stofnað, var hann þar í fararbroddi
og stjórnarformaður þess sjö eða átta
ár og nú er hann stjórnarformaður
tryggingafélagsins Ansvars í Noregi.
Hann er heiðursfélagi hins norska
bindindissambands ökumanna og fékk
fyrstur allra gullverðlaun þess. Einn-
ig er hann heiðursfélagi Norðurlanda-
sambands þessara samtaka á Norður-
löndum, og ýmislegt fleira mætti nefna
til sönnunar því, að mikils trausts hef-
ur hann notið.
Jacob Mörk er mesta prúðmenni, sem
enginn styr stendur um, en áhrif hans
hvarvetna góð. 75 ára varð hann 30.
desember 1961. — Eining sendir hon-
um beztu kveðju og blessunaróskir.
Pétur Sigurðsson.
i=i
Vornótt í óbyggbum
Hcitir erindi það, sem Theódór Gunn-
laugsson, rithöfundur frá Bjarmalandi í
Öxarfirði, flutti í ríkisútvarpið sunnudags-
kvöldið 11. febr. sl. Það mátti heita við-
burður að hlusta á þetta dásamlega erindi.
Siíks er varla að vænta iðulega. Það er líka
bezt að það eigi tilveru sína eitt sér, því að
það sker sig svo hreinlega úr flestum hinum
útvarpserindunum, sem eru þó mörg ágæt,
en þetta var um svo sérstakt efni, scm frem-
ur mörgu öðru hlýtur að bæra viðkvæma
strengi í brjósti hvers Islendings, sem alinn
hefur verið við brjóst fjalladrottningarinn-
ar.
Vonandi fáum við erindi þetta einhvers-
staðar á prenti.
1=1
Ekki er allt sem sýnist
Menn gráta einatt innra,
þótt ekki hrynji tár,
og tjalda blíðu brosi,
þótt blæði hjarta sár.
P. S.
Þorsteinn Þorsteinsson, kaupm.
áttatíu og fimm ára
Þetta merkisafmæli átti Þorsteinn 16.
janúar sl. Eining birti greinarstúf um
hann fyrir fimm árum, þá áttræðan, en
í fyrirsögn þeirrar greinar hefur það
orðið á, að hann er þá talinn sjötugur
í stað áttatíu ára. Hér verða því ekki
höfð mörg orð um Þorstein að þessu
sinni, honum aðeins færðar heillaóskir
og þakkir fyrir það fordæmi, sem hann
hefur gefið sem einn traustasti og á-
gætasti Reglufélagi okkar bindindis-
manna. Prúðmennska og öruggleiki ein-
kennir alla framkomu hans, löng og
farsæl ævi hefur honum gefizt, farsælt
og hamingjusamt hjúskaparlíf, góð og
mannvænleg börn. Hann hefur unnað
þeim málum, sem til þjóðarheilla horfa,
lagt þeim lið með góðu félagsstarfi og
í hvívetna reynst drengskaparmaður
hinn bezti, en slíkir eru alltaf landsins
beztu þegnar.
enn við lækningu drykkjumanna á Portal House hælinu. Ég
trúi því að það starf sé þegnleg, siðferðileg og mannúðarleg
skylda, því að ofdrykkjumenn eru sjúkir á líkama og sál,
og vegna þess, að tíðarandinn varpar ljóma á orsök of-
drykkjunnar, áfengið.
Eftir að hafa starfað við lækningu ofdrykkjumanna og
komizt að raun um fjölda þeirra í Chicagoborg og Banda-
ríkjunum yfirleitt, veit ég, að starfsemi þessi nær skammt.
1 fyrsta lagi er fjöldi ofdrykkjumanna geysimikill, og í öðru
lagi er lækning ofdrykkjumanna erfitt verk.
10. Eina leiðin til að draga úr þessu milda vanda-
máli er að koma á öfl'ugri fræðslustarfsemi.
Slík starfsemi verður að kynna sannleikann um áhrif
áfengis á einstaklinginn og þjóðfélagið. Það þarf að finna
leiðir til þess að eyða blekkingarljóma áfengisneyzlunnar.
Ef einstaklingurinn trúir því, að hann hafi þjóðfélagslegar
skyldur og réttindi, getur hann ekki látið stjórnast eingöngu
af eigin óskum og fýsnum. Þar til almenningur gerir sér
ljóst, að áfengisneyzla stuðlar að ofdrykkju, mun allri
fræðslustarfsemi um áfengi mjög mikil takmörk sett.
Slík fræðslustarfsemi verður að kenna fjöldanum að efla
skemmtanir og viðfangsefni, sem eru líffræðislega og sið-
ferðilega holl. Þetta er stærsta hlutverk slíkrar starfsemi.
Plato kenndi, að tilgangur menntunar væri að þroska
hina eðlilegu hæfileika mannsins, og gera hann fullkomn-
ari persónuleika og þarfari þjóðfélagsþegn, að megin hlut-
verk menntunar væri að þroska manninn í skapgerð og
hegðun. Þannig er áfengisfræðsla veraldleg, siðferðileg og
trúarleg menntun í æðsta skilningi.
Ritgerð þessi hefur blaðinu borizt frá áfengisvarnaráði.