Eining - 01.11.1968, Side 1
Ljós í myrkri
ETTA blað mun berast í hendur
J kaupendum þess nokkru fyrir
jól og verður því ekki raunverulega
neitt jólablað. Jólin eru árleg endurtekn-
ing, og við nútímamenn eigum ekki til
nein glæsilegri orð um fögnuð þeirra
en þau, sem hafa verið margendurtekin
og þarf að síendurtaka. Fá eru þau dá-
samlegri en eftirfarandi orð spámanns-
ins:
Statt upp, skín þú, því aö Ijós þitt
kemur og clýrö drottins rennur upp yfir
þér! Því sjá, myrkur grúfir yfir jörö-
inni og sorti yfir þjóöunum, en yfir
þér upp rennur drottinn, og dýrð hans
birtist yfir þér. Heiðingjarnir stefna á
Ijós þitt og konungar á Ijómann, sem
rennur upp yfir þér. — Jesaja 60,1-3.
Þannig sá spámaðurinn öldum fyrir
Krists burð, að í „Fylling tímans“
myndi Guð senda mannkyni „mikið
ljós“ — „ljós heimsins,“ einmitt á tím-
um andlegs myrkurs. Á þeirri öld, er
Kristur fæddist, ríkti mikið andlegt
myrkur, og enn er víða dimmt í heimi
manna og „sorti grúfir yfir þjóðunum,“
ógnþrungnari óveðursský en nokkru
sinni áður, og einmitt nú er hvatningin
þessi:
Statt upp! Skín þú!
Við eigum að íklæðast ljómanum, sem
rennur upp yfir okkur, opna sálir okkar
fyrir innstreymi ljóssins — ljóss kær-
leika, sannleika, réttlætis og friðar, svo
að út frá ljósi okkar hið innra leggi
„glampa af glóð gegnum skyrtu, treyju
og vesti,“ svo að endurtekin séu orð
Tule — Skjaldarmerkið. Einar Jónsson.
Landnemarnir trúðu á ósýnileg verndaröfl, en með kristnitökunni gafst þjóðinni
máttugasta vemdartáknið — Krossinn. Uppruni hans voru jólin.