Eining - 01.11.1968, Side 5

Eining - 01.11.1968, Side 5
E I N I N G 5 BgÉBgjgH Menning þjóða þarf að beinast ein- dregið að ákveðnu stfenumarki. Það markmið á að vera heimur, sem býr hverju barni allra þjóða góð lífskjör: nægilega umönnun og það uppeldi, allt frá vöggunni og til fullorðinsára, sem gefur lífi æskumannsins kjölfestu, geð- ró og gott jafnvægi hugarfarsins. Jafn- framt þessu þarf að vera fullnægjandi gamalmennaumönnun. — Þegar þessu marki er náð, þá er heimurinn orðinn góður heimur, og menning hans á þá skilið að heita menning, en fyrr ekki. Meðfylgjandi mynd er úr finnskri kynningarbók, sem heitir Höll barn- anna. Hún er 12 hæða mjög veglegt hús, og áfast háhúsinu sjálfu er 4 hæða bogamynduð álma. Öll er byggingin mjög vönduð og glæsileg, ein af mörg- um vitnum um menningu Finnanna. Höll barnanna rís tignarleg á vestur- strönd Helsinki í fögru umhverfi. Barna- velferðar-félagið, kennt við Manner- heim, kom upp þessari veglegu miðstöð, sem vera skal í þjónustu „heilsu og hamingju barna Finnlands." Manner- heim hershöfðingi var mikill áhuga- maður um barnaverndarmál, en það var systir hans, barónsfrúin SophieManner- heim, sem átti hugmyndina um Höll barnanna, er vera skyldi griðarstaður yfirgefinna mæðra eftir fyrri heims- styrjöldina og barna þeirra. Hún hafði þá (1918) byrjað með lítið heimili í þessu augnamiði, þorði ekki að hugsa hátt fyrst í stað, en svo fæddist hug- sjónin, sem varð að fögrum raunveru- leika. Strax frá byrjun vakti þó þessi starfsemi hennar athygli þjóðarinnar. Meðal annars kom hún á nokkrum náms- skeiðum til að kenna konum barna- gæzlu. „Meinlausa ölið" Nóttina 2. júní 1968 ók 19 ára piltur ölv- aður um þjóðbraut í Noregi. Pilturinn sofn- aði við stýrið, bíllinn breytti um stefnu og lenti á tré og brotnaði, en ökumaðurinn var fluttur í sjúkrahús, hafði meiðst nokkuð. Fyrir rétti játaði hann að hafa drukkið 15 hálfflöskur af eksportölinu. Það er sterkt útflutningsöl. Hann var dæmdur til 24ra daga fangelsisvistar. — Folket. Já, hér var hið svokallaða meinlausa öl að verki. Tréð hefði getað verið lifandi mannvera. í ,,Presseoversikt“ 14. ágúst 1968, er greint frá því, að áfengismálarannsókna- stofnun ríkisins (Statens Institutt for Alkoholforsikning) hafi framkvæmt eins konar skoðanakönnun um álit almennings á ýmsum áfengum drykkjum, og hafi þá komið í ljós, að sala eksportölsins var talin skaðlegri en jafnvel brennivínsins. — Þessi er reynsla fólks af sterka ölinu. Sóun mannslífa Heimurinn er ekki spar á mannslifin. Þar eru að verki styrjaldir, hungursneyð, sjúkdómar og margt fleira, t. d. hin mann- skæðu umferðarslys, sem ættu að vera ó- þörf að mestu leyti. Blaðafregnir herma, að í Bandaríkjunum t. d. eigi áfengisneyzla sök á 800.000 um- ferðarslysa árlega, þar af 25.000 dauða- slysa. Væri færður reikningur yfir slys af völdum áfengisneyzlu um gervallan heim, yrði sá reikningur hár. Hvað þá ef öllu öðru tjóni af völdum áfengis væri bætt þar við. Svo dýru verði kaupa menn skaðnautn- ir og gerfigleði, sem á að bæta úr andlegu fátæktinni.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.