Eining - 01.11.1968, Page 6
6
EINING
»-
«■
onan,
Barbro Karlén heitir hún. Hún var aðeins 12 ára, er bók
hennar, Mánniskan pá Jorden, kom út. Það er fimmta útgáfan,
sem liggur hér á borðinu, og fleira hefur komið út eftir ungu
stúlkuna síðan.
Aðeins 7 ára skrifaði hún: „Við förum í skóla til að læra aö
lesa, skrifa og reikna, en hver kennir okkur að lifa?“
Eitt stefið í áðurnefndri bók heitir:
Jesús og ég erum skyld, hann var ljósið,
frá honum skín birtan.
Hann biður mig lýsa börnum mannanna.
Það var hann sem ljós mitt kveikti.
Þess vegna get ég skinið skært
og skapað jafnt yl og frið.
Þú getur kosið þér kyrrð hjá mér.
og kveikt mig eins og oft og þú vilt.
I hvert eitt sinn er þú kveikir mig,
er ég kveðja frá Jesú til þín,
svo sagði litla Ijósið við mig
og ljómandi hjá mér skín.
HVAÐ ER GUÐ?
Guð er dögg á blaði blóms.
Guð er glit sólgeislabrota.
Guð er blærinn, sem i leik liður fram.
Guð er eikarstofninn einnig.
Guð er hér og Guð er þar,
meðal blóma og berja.
Guð augna minna skæra ljós.
Guð er í nið lækjarins.
Guð er alls staðar þar enginn veit.
Guð er eilífðin öll.
(Þetta er efnisleg þýðing, sem nær tæplega hinum einfalda stíl höfundar).
HVlTA LOGNDRlFAN
Silfurhvíta snævardrífa
sveipa hreinleik myrka storð.
Lát þinn fagra hreinleik hrifa,
hreinsa burtu stríð og morð.
Veit þú frið í sál og sinni,
svo þinn hreinleik allir finni.
Silfurhvíta snævardrifa
sveipa alla storð.
Mjúka drífa, þakka ég þína
þúsundföldu snjókristalla,
sem þú lætur sindra og skína,
silfurbjartar klukkur kalla.
Allt þú gerir engilbjart,
eins og sveipist brúðarskart
yfir alla jörð.
LJÓSIÐ
Ég kveiki þig Ijós þegar kvöldið er myrkt
og horfi á þitt flöktandi skin.
Ylinn ég finn, sem frá þér leggur
og friðinn, sem streymir inn.
Kæra litla ljós, þú gefur alltaf og gefur
og glaðlega fagurt skín.
en krefst þó einskis aftur.
Litla Ijós, hvernig getur þú verið svo gott?
Vilt þú vita, hví ég er svo blítt og bjart?
spyrja öll hin ljómandi ljós.
Þá skal ég segja þér sögu,
sem sönn er bæði og fögur.
Nú veit ég hvaðan öll fegurð er frá,
hún fögur er himinsins gjöf.
Þökk, litla ljós fyrir ljúfan boðskap
um lífið, um Krist og Guð.
ÆVI VOR ER STUTT
Svo heitir eitt ljóð ungu stúlkunnar. Þar er eftirfarandi stef:
Af lífi er líf þitt komið.
Alltaf segir Guð: Verði!
Hafir þú getað tendrað það ljósker,
sem engillinn færði þér,
munu logar þess lýsa skært
um eilífð alla
og opinbert verða
allt, sem þú ekki veizt.
-----o----
Undur lífsins koma okkur oft á óvart. Meðal alls nægtaþjóða,
sem orðnar eru sýktar af guðvana efnishvggju og siðleysi, getiu-
Guð búið sér lof af „munni barna og brjóslmylkinga“, lagt ein-
hverjum í yngstu kynslóðinni „ný ljóð í munn, lofsöng um Guð
vorn“.
Ungu skáldkonunni, Barbro, finnst það eðlilegt og sjálfsagt
að allir trúi á Guð, sem hina einu elifu og óhagganlegu sann-
reynd, og geti tekið sér í munn hið heilaga orð: „I honum lifum
og hrærumst og eriun vér“.
Frá Konungahólunum í Uppsölum.