Eining - 01.11.1968, Qupperneq 7

Eining - 01.11.1968, Qupperneq 7
EINING 7 Dr. Ásmundur Guðmundsson, fynrv. biskup, áiiræður Þegar ég hafði lesið afmælisgrein- arnar í Morgunblaðinu um þenna sæmdarmann, fór ég að athuga það, hvort sagt hefði verið eitthvað um hann í blaðinu Einingu, þegar hann var 70 eða 75 ára, og mér brá, þar var ekkert. Enga skýringu gat ég á þessu fundið aðra en þá, að ég hafi ekki treyst mér til að skrifa um dr. Ásmund Guðmunds- son, svo sem verðugt væri, en stundum er tafsamt að sækja slíkt til annarra. Ekki hefur mér farið fram síðasta ára- tuginn, en nú afræð ég samt að senda þessum sæmdar hjónum, Ásmundi Guðmundssyni og frú hans Steinunni Magnúsdóttur, innilegustu heillaóskir mínar og þakkir fyrir mjög mikils verða vináttu um áratugi. Einhvern tíma lét íslenzk kona falla orð á þessa leið: ,,Guð blessi hana móð- ur mína, sem valdi mér slíkt faðerni." Gott er að vera af góðu bergi brotinn, og það er dr. Ásmundur Guðmundsson. Fæddur í Reykholti 6. október 1888. Foreldrar: Þóra Ásmundsdóttir prests í Odda, en hún var systurdóttir þjóð- kunna skáldsins Gríms Thomsens. Fað- ir: séra Guðmundur Helgason frá Birt- ingarholti, en hann og bræður hans, séra Kjartan í Hruna og séra Magnús Helga- son, skólastjóri Kennaraskóla íslands, allir þjóðkunnir ágætismenn. Eftir glæsilegan námsferil gerðist séra Ásmundur prestur íslenzkra safn- aða í Canada, þó aðeins 2 eða 3 ár, og kom þá aftur heim til Islands. Eftir stutta prestsþjónustu í Stykkishólmi var hann svo 9 ár skólastjóri Eiðaskóla og mun sá skóli lengi hafa búið að þeim grundvelli, sem þar var lagður. Um það segir núverandi skólastjóri, Þorkell St. Ellertsson: „Það er mikils virði fyrir uppeldis- og menntastofnun að þar haldi um stjórnvöl sannur maður og einlægur. Það var því mikil gæfa fyrir Eiðaskóla, að séra Ásmundur Guð- mundsson valdist til þess hlutverks að veita Alþýðuskólanum forustu. Sú saga, sem hann og samstarfsmenn hans sköp- uðu á Eiðum fyrir tæpum 40 árum, mót- aði fjölda einstaklinga og gerði þá að betri mönnum.“ Næst tók svo við hvert þrepið af Dr. Ásmundur Guðmundsson og frú Steinunn Magnúsdóttir. öðru uppávið. Þegar hinn afburðasnjalli guðfræðiprófessor Haraldur Níelsson lét af kennslu í guðfræðideild Háskóla Islands, tók séra Ásmundur Guðmunds- son við embætti hans. Námsmenn deild- arinnar urðu ekki fyrir neinum von- brigðum. Um þetta segir séra Jón Auð- uns: „Það leið ekki á löngu, unz Ásmund- ur dósent hafði unnið hug okkar svo, að okkur varð ljóst, hvert happ það var að hafa fengið hann sem kennara að guðfræðideildinni. Hann hafði verið af- burða námsmaður. Hann naut þess og gerðist fljótlega lærður maður í kennslu- greinum sínum.“ Næsta stigið uppávið var svo biskups- stóllinn árið 1954. Hér er svo margt enn ótalið. Dagsverk dr. Ásmundar Guð- mundssonar er orðið mikið og gott. Hann hefur verið afkastamikill rithöf- undur og fræðimaður, skrifað margar bækur, verið ritstjóri Kirkj uritsins ár- um saman, lengi formaður Prestafélags Islands og verið á margan hátt atkvæða- maður í þjónustu kirkjunnar. Hann er heppilega frjálslyndur, víðsýnn, hófsam- ur og gætinn í meðferð hinna andlegu mála og því mjög farsæll í öllu starfi, og ræður þar um ekki minnst góðvild hans og glöggur skilningur á mannlíf- inu. Þar hefur farið saman mannkostir, hæfileikar og lærdómur. Séra Ásmundur Guðmundsson hefur ávallt tekið vel og drengilega í streng- inn með okkur bindindismönnum. Óstuddur hefur þessi ágæti vinur okkar margra ekki staðið í umfangs miklu lífsstarfi. „Góð kona er gjöf frá drottni,“ segir Heilög ritning. Ég verð feiminn, þegar mig langar til að segja um frú Steinunni Magnúsdóttur það, sem mér býr í brjósti, og því leyfi ég mér að fara hér með orð séra Jóns Auð- uns dómprófasts. Þau eru á þessa leið: „Gæfa Ásmundar biskups hefur verið margþætt mannheill mikil, mikið barna- lán og farsæld í starfi. En engin gæfa hefur gefizt honum meiri en konan hans, Steinunn Magnúsdóttir frá Gilsbakka. Um hana er vandi að tala, svo hóg- væra, hlédræga konu. En það veit ég allra manna mál, sem til hennar þekkja, að hún sé fágæt kona, gædd aðals þokka og glæsileik, bæði að líkamsgerð og sálargáfum. Hvort sem hún ber ís- lenzka faldbúninginn á viðhafnardögum eða íslenzkan heimabúning hversdags- lega, getur engum dulizt að þar fer kyn- borin kona.“ — (Mbl. 6. okt. 1968). Þessi orð prestsins eru falleg, en frú- in á þau skilið. Ég er séra Jóni Auðuns þakklátur fyrir að hafa sagt þau, því að eitthvað svipað hefði ég viljað segja. Oft hef ég verið gestur á heimili þessara samvöldu sæmdarhjóna. Þar var jafnan gott að koma og þaðan fór ég ávallt and- lega endurnærður. Nú bið ég þeim og öllum þeirra nán- ustu allrar Guðs blessunar, þakka fyrir- myndina og vináttuna. Þau geta nú litið um öxl og horft yfir mikil og fögur minningalönd. Og framundan munu þau horfa augum trúarinnar „á víðáttumik- ið land og sjá konunginn í ljóma sín- um.“ Slíku er guðsbörnum heitið. Pétur Sigurðsson. g, „Sjá, ég er með yður alla daga‘‘ Að meistarinn gengur mér við hlíð, þess minnist ég alla daga, og þetta veitir mér þrek og frið, — þess konar kjör að búa við er yndisleg ævisaga. P. S.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.