Eining - 01.11.1968, Blaðsíða 8
8
EINING
Gamla templarahúsið á Akureyri, nú samkomuhús bæjarins.
a----------------------------------æ
IOGT Á AKUREYRI 80 ÁRA
»----------------------------------«
Út er komin sjáleg og fróðleg bók,
sem heitir Góðtemplarareglan á Akur-
eyri 80 ára. Höfundur: Eiríkur Sigurðs-
son skólastjóri. Útgefandi: I. 0. G. T.
á Akureyri. Prentsmiðja Björns Jóns-
sonar h.f.
Þetta er hin myndarlegasta bók, í all-
stóru broti og 124 blaðsíður. Þessi saga
af Góðtemplarareglunni á Akureyri og
margþættu starfi hennar, er um tíma-
bilið frá 10. janúar 1884 til 10. janúar
1964. Mikil saga er hér sögð í fremur
stuttu máli og hefði efnið sjálfsagt verið
nægilegt í miklu meira mál, en nauð-
synlegt hefur þótt að gæta hófs í slíku.
Mörg mannanöfn koma fyrir í bókinni
og augljóst má það vera, að öll sjálf-
boðavinnan, allt þjónustustarfið og
fórn tíma og fjármuna á þessum 80 ár-
um, hefur ekki verið neitt smáræði. Þar
hafa skipzt á erfiðleikar og ánægju-
veitandi sigurvinningar, vonbrigði og
fögnuður yfir vel heppnuðu verki. Hér
er vissulega margs að minnast.
Fyrstu línur bókarinnar vísa strax
vel til vegar. Þar segir:
,,Tvær merkar félagsmálahreyfingar
hafa fest rætur sínar á Akureyri og
borizt þaðan út yfir landið. Þær eru Góð-
templarareglan og Ungmennafélags-
hreyfingin. Báðar komu þær frá Noregi,
eins og landnámsmennirnir. Báðar hafa
þær haft mikil og heillarík áhrif á ís-
lenzkt þjóðlíf.
Fyrir aldamótin síðustu var félagslíf
fábreytt hér á landi. Góðtemplarareglan
varð bi’autryðjandi í félagsmálum víða
um land. Hún var lýðræðislegur félags-
skapur, sem kenndi fólki að vinna sam-
an. Hún byggði fyrstu samkomuhúsin
í kaupstöðum og kauptúnum víðs vegar
um landið.
I Góðtemplararreglunni nutu konur
fyrst jafnréttis við karlmenn og flýtti
það eflaust fyrir því, að þær fengu síð-
ar almennan kosningarétt.
Þeir templarar, sem kynnzt höfðu lýð-
ræðislegum félagsstörfum í Góðtempl-
arareglunni, stóðu oft fyrir stofnun
ýmissa annarra félaga, t. d. verkalýðs-
félaga, leikfélaga og sjúkrasamlaga.
Góðtemplarareglan hefur þannig í reynd
verið víðtækur og merkur félagsmála-
skóli í landinu.“
1 þessum upphafsorðum bókarinnar
er efni hennar raunverulega sagt í fám
orðum, en þarft verk er það, að minna
á þessa sögu og rifja hana upp, því að
oft sannast það í lífi einstaklinga og
þjóða, að „gleymt er þegar gleypt er.“
Þreytandi andstæðinga hefur bindindis-
starfið ævinlega átt, en beztu menn
þjóðarinnar hafa kunnað að meta það.
Gott var að fá þessa sögu Góðtempl-
arareglunnar á Akureyri, en þá er eftir
að skrá ítarlega sögu hennar í öllu land-
inu. Það er mikið verk og til þess þarf
að vanda vel. Bindindishreyfingin á Is-
landi, eftir Brynleif Tobiasson, er þar
gott innlegg.
7000 sekir
Af öllum löndum Evrópu er hegningin
fyrir ölvun við akstur þyngst í Finnlandi,
segir norska blaðið Folket 10. ágúst 1958.
Sá, sem þar ekur undir áhrifum áfengis, á
á hættu sex mánaða fangelsisvist og missir
þar að auki ökuréttindin þrjú ár.
Sjö þúsund manns, konur og karlar,
hljóta árlega dóm í Finnlandi fyrir ölvun
við akstur. Margt af þessu fólki eru framá-
menn, prestar og þekktir söngvarar, og
aðrir slíkir. Þeir afplána sektina stundum
í vinnuflokkum. Einn þeirra söng inn á
plötu í flugstöðinni í Helsingfors, þegar
hann slapp úr vistinni.
Stórskáld en búskussi
Þótt hann hefði búið betur,
býsna rýrt hans væri pund,
en hann færði list í letur,
ljóðaperlur marga stund,
er þola sérhvern vondan vetur,
visna ei, þótt frjósi grund.
P. S.
Myndin er af einni bæjarprýði Akureyrar.