Eining - 01.11.1968, Qupperneq 9

Eining - 01.11.1968, Qupperneq 9
EINING 9 Sexlugur Hallgrímur Th. Björnsson yfirkennari Þar sem fullvíst er að undirritaður verður ekki til taks, þegar Hallgrímur stígur upp á næsta merkis-aldursþrepið og verður sjötugur, gríp ég tækifærið til að birta mynd af honum í Einingu og láta blaðið færa honum hlýjar og góðar heillaóskir frá okkur bindindis- mönnum, þótt ekki sé hann enn nema sextugur. Gaman væri nú að vera jafn- aldri hans. Það munar um hver 18 árin. Það liggur við að ég yngist upp hvert sinn er ég hitti Hallgrím Th. Björns- son, því að, eins og myndin sýnir, er hann ávallt glaður og hress, eins og reiðubúinn að leggja upp í einhverja sigurför, knár og karlmannlegur, og Hallgrimur Th. Bjömsson. þykir áreiðanlega gaman og gott að lifa og starfa. Hér verður hvorki rakin ætt, ævisaga, menntabraut né afrek Hallgríms. Það gerir einhver í röðum okkar bindindis- manna, mér fróðari, yngri og hæfari, þegar hann á sitt næsta áratugarafmæli. Kennarastarfið kaus hann sér, göfugt starf, sem veitir góð tækifæri. Hall- grímur er maður orðsins, hann kennir, yrkir og skrifar, hefur verið ritstjóri blaðsins Faxa á þriðja áratug, og ýms- um góðum málefnum hefur hann rétt styrka hönd. Hann er einn af okkar bindindismanna traustu og góðu liðs- mönnum og á beztu þakkir okkar skilið. Hreystimaðurinn, heill sé þér Haltu svo fram sem stefnir. Markmiðið háa ávallt er augljóst hverjum, sem gildi þess sér. Heitin þín öll þú efnir. — Njóttu þess vel að vera til, vermdur heimilisbirtu og yl. Þar veitast á öllum vanda skil, sem veröldin torfæru nefnir. Allt þar til auðnu stefnir. Með beztu kveðjum og blessunaróskum. Pétur Sigurösson. Málverkasýning Freymóðs Jóhannssonar Sennilega erum við Islendingar allir sammálu um það, að í landi okkar sé mjög víða unaðsleg náttúrufegurð, sem margir sækjast eftir að geta notið og kosta oft til þess töluverðu. Miklar þakkir eiga þá skilið þeir snillingar, sem geta borið þessa fegurð inn í hús manna. Það gerir Freymóður. Á sýningu hans sá ég enga mynd, sem ekki var mér augnayndi. Þar voru sannarlega engin „keisarans nýju föt.“ Eins og beztu ljóðskáldin okkar hafa haldið tryggð við hið fagra og elskaða ljóðaform, sem þjóðin hefur unnað og unað við um aldaraðir, svo heldur Frey- móður tryggð við hina óspilltu og yndis- legu málaralist. Eins og þegar er sagt, þótti mér öll málverkin fögur, en þau sem mér varð mest starsýnt á, voru þessi: Lóndrang- ar. Yfirsýn yfir Norðurfjörö á Strönd- um. Land fæðist (Surtsey). Þórsmörk (Valahnjúkur.). Sumarkvöld í Borgar- firði. Meðalfellsvatn í Kjós. Við Þing- vallavatn (eftir sólarlag). Allt frá æskuárum hefur Freymóður Jóhannsson stundað list sína, haft mál- verkasýningar víða á Islandi, einnig á Norðurlöndum, sérstaklega í Danmörku, en þar stundaði hann listnám og starf um margra ára skeið, og enn er hann mikilvirkur. Endist honum aldur sem lengst við listiðju sína og framleiðslu fegurðarinnar. Pétur Sigurðsson. Lóndrangar. Yfxrsýn xjfir Norðurfjörð á ströndum.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.