Eining - 01.11.1968, Qupperneq 10
10
EINING
PJ VTTVr^ Mánaðarblað um áfenglsmál blnclindi
HillNliNU og ö,mnP menningnrmál.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétar Slgnrðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku
íslands og kostar 100 kr. árg., 10 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík.
Sími: 41956.
Bindindisráð kristinna safnaða
Auk hans eru nú í stjórninni: Sigurður Gunnarsson kenn-
araskólakennari, séra Ragnar Fjalar Lárusson, Hjörtur E.
Guðmundsson og Gestur Gamalíelsson í Hafnarfirði, hinir
í Reykjavík. Varamenn séra Kristinn Stefánsson, frú Sesselja
Konráðsdóttir og Björn G. Eiríksson kennari.
Þeim sem úr stjórn bindindisráðsins gengu voru færðar
beztu þakkir fyrir fórnfýsi og þolgæði í góðu starfi, og ný-
kjörnu stjórninni óskað allra heilla. Sem eins konar fram-
hald á frásögn þessari af aðalfundi Bindindisráðs kristinni
safnaða, fer hér á eftir grein, sem Björn Magnússon pró-
fessor endursagði og þýddi úr erlendu riti. Hún er þarft
innlegg í þessu máli.
Aldur þessa ráðs er enn aðeins nokkur ár og það því frem-
ur veikburða, en ætti að geta átt góða framtíð. Kirkja Krists
þarf að eflast í mannheimi og hennar hlutverk er að líkna,
bjarga og leysa fjötra og flytja mannkyni gleðiboðskap.
Menn í íslenzkri prestastétt hafa fyrr og síðar lagt bindindis-
málinu öflugt lið og verið þar miklir áhrifamenn, og mikills
væntum við enn af þeim.
f sumum Norðurlöndunum eru bindindisráð kristinna
safnaða öflug og vinna mikið og gott verk. Þau hafa verið
okkur hér hvatning til athafna.
ASalfundur hins íslenzka Bindindisráðs kristinna safnaða
var mánudagskvöldið 23. september, í vistlegum húsakynn-
um Hallgrímskirkju í Reykjavík. 26 klerkar og safnaðar-
fulltrúar sátu fundinn, prestarnir voru 10.
Formaður ráðsins, Björn Magnússon prófessor, setti fund-
inn og bauð fundarmenn velkomna og gaf svo séra Árelíusi
Níelssyni orðið, en hann flutti fróðlegt og ágætt erindi um
hina stórmerku Kofoed-líknarstofnun í Kaupmannahöfn. Þar
næst flutti formaður skýrslu stjórnar bindindisráðsins. Tvö
síðustu árin hafði hún m. a. gefið út tvö gagnleg og góð rit,
sem dreift var aðallega til aðildarsafnaðanna. Fyn-a ritið
er eftir kunnan sænskan bindindisfrömuð og kennimann.
Þetta rökfasta og ágæta rit þýddi Björn Magnússon prófessor
og flutti í tveimur útvarpserindum áður en það var gefið út.
Hitt ritið er af allt annarri gerð. Það eru örstuttir kaflar
eftir marga menn, þar á meðal presta, lækna, skólamenn,
allt þekkta menn, einnig skipstjóra, útgerðarmenn og annað
ágætt fólk, konur og karla, sem þar bera sannleikanum
vitni. Alltaf er gott að bera sannleikanum vitni. Meistari
meistaranna sagði við lærisveina sína, að þeir skyldu vera
vitni hans. Góður vitnisburður nær oft betur til hjartnanna
en rökhyggja, og það eru hjartaöflin, sem er hinn frelsandi
kraftur mannlífsins.
Þegar venjulegum fundarstörfum var lokið, tóku allmargir
fundarmanna til máls og var þátttaka þeirra mjög góð og í
alla staði uppörvandi. Þá fór fram stjórnarkosning. Tveir
höfðu beðið um lausn, formaðurinn og séra Óskar J. Þor-
láksson dómkirkjuprestur, sem verið hefur í stjórninni frá
upphafi. Þótti sjálfsagt að taka ósk þeirra til greina og var
þá kosinn nýr formaður, séra Árelíus Níelsson. Hann hefur
verið ágætur stuðningsmaður ráðsins frá upphafi vega þess.
Er nokkur þörf á því?
»R nokkur þörf á kristilegu bindindisstarfi? Þetta er
spurning, sem nokkuð hefur verið rædd í síðustu
heftum af Folkets val, málgagni kristilegu bindindissamtak-
anna í Svíþjóð, D K S N. Þau samtök eru mjög öflug, svo
að þau standa fyllilega jafnfætis öllum öðrum bindindis-
samtökum þar í landi. Það hefur meðal annars leitt til þess,
að sumum hefur fundizt ástæðulaust fyrir söfnuðina sjálfa
að sinna nokkru bindindisstarfi, þar sem kristilegu bindindis-
samtökin séu svo öflug. Vinna þá ekki kristilegu bindindis-
samtökin á móti sjálfum sér? spyr greinarhöfundur. Er
þörf á sjálfstæðum, kristilegum bindindisfélagsskap ?
Höfundurinn svarar þessari spurningu jákvætt, og telur
bæði þörf á skipulegum, kristilegum bindindisfélagsskap og
virku starfi safnaðanna að bindindismálum. Verða hér end-
ursögð nokkur atriði röksemda hans.
1. Áfengisvandamálið er nú orðið eitt alvarlegasta böl
samfélags manna. Tala drykkjusjúklinga (alkóhólista) í
Svíþjóð er talin 300.000. Enginn veit tölu þeirra á Islandi,
en gizkað mun hafa verið á líka tölu hlutfallslega. Þar við
bætast allir þeir, sem beðið hafa meii’a eða minna tjón af
áfengisnautn sinni, og enn fjölskyldur allra þessara manna.
Áfengisneyzlan verður æ almennari, einnig meðal kvenna,
unglinga og jafnvel barna. Við þetta bætist síðan hættan af
eiturlyfjanautn, sem einmitt er hér á landi einkum talin
tengd áfengisnautn, og þá víst ekki sízt ungra manna. Af
þessum sökum er þörf að virkja alla krafta til baráttu gegn
þjóðarvoða.
2. Það er nauðsynlegt, að til sé innan hvers þjóðfélags
aðili, sem hefur það sérstaka verkefni að fjalla stöðugt um
bindindismál og halda vakandi samvizku þjóðar og ein-
staklinga gagnvart þeim vanda, er leiðir af áfengisnautn.
Einnig þarf að áminna ríkis- og löggjafarvaldið í þessu
efni. Það er þörf á sérfróðum mönnum um áfengismál. Hér
kemur hlutverk kristilegrar félagssiðfræði til greina. Kirkj-
unnar menn og guðfræðingar geta þar lagt meira til mála
en aðrir, vegna reynslu sinnar og menntunar. Því er þörf
kristilegra áhrifa og átaka í bindindisbaráttunni.
Ölvun veldur bölvun