Eining - 01.11.1968, Side 14

Eining - 01.11.1968, Side 14
14 EINING Hans Bickel Olof Burman Dimitre Bratanov Dr. M. J. Maas, stórtemplar stórtemplar Sví- og frú, Hollandi. Svisslanijs. þjóðar og frú. Búlgariu. Á miðri myndinni stendur islenzki fulltrúinn Njáll Þórarinsson. gamall, en vel ern og prýðilega máli farinn. Hann er í konunglega landfræði- félaginu brezka og ætlaði að leggja upp í hnattferð að lokinni ráðstefnunni. Eftirfarandi atriði eru úr ræðu hans um Joseph Malins: Joseph Malins var fæddur í Englandi árið 1844. Nýkvæntur fór hann með brúði sinni vestur um haf árið 1866, þar sem ætlun þeirra var að setjast að. Vegna heilsubrests konunnar sneru þau aftur heim til Englands tveimur árum síðar. Hann hafði meðferðis heimild frá Reglunni vestan hafs til að stofna stúku í Englandi. Því var það, að hann, ásamt konu sinni, bróður og nánasta skyldu- liði og vinum stofnaði stúkuna „Col- umbia“ Nr. 1, í Birmingham hinn 8. september 1868. Stofnfélagar voru 18. Stórstúka Englands var stofnuð árið 1870 og varð Joseph Malins stórtemplar. Hann vann upp frá því fyrir Regluna bæði utan lands og innan, stjórnaði rit- inu „The Watchword", sem hóf göngu sínu 1874 og kemur enn út. Um tíu ára skeið var hann ritstjóri að „Interna- tional Good Templar". Stórtemplar Eng- lands var hann til ársins 1914. Hann lézt árið 1926. Á miðvikudaginn 31. júlí var farið til Kantaraborgar. Sérstök hraðlest var leigð með allan hópinn. Hin gamla dóm- kirkja yfirgnæfir borgina, sem líkist að öðru leyti enskum smáborgum. Kirkj- an var skoðuð og síðar um daginn var þar hlýtt á messu. Stólræðu flutti séra Soper, lávarður. Hann er heiðursforseti hátíðarárs Reglunnar í Englandi. Það er mikið bergmál í kirkjunni og átti ég því bágt með að greina hvað presturinn sagði. Mér hnykkti því við, þegar ég heyrði mann í söfnuðinum skella upp úr; hélt að hann væri ekki eins og fólk er flest. En svo hló söfnuðurinn allur og það oftar en einu sinni. Ég hef síðan grennslazt um þetta og heyrt, að al- vanalegt sé að prestarnir í Englandi komi söfnuðunum til að hlæja. Annars staðar hef ég ekki vitað um hlátur í kirkjum. Það var auðséð, að Kantaraborg var ekki undir það búin að fá svona mikla aukaheimsókn á einum degi. Hvar sem reynt var að komast að matsölustað eða að fá aðra þjónustu, voru langar bið- raðir. En endurminningin um hið mikla, forna mannvirki, dómkirkjuna í Kant- araborg, lifir. Um kvöldið var snúið aftur til Lundúna í hraðlestinni. Á fimmtudagskvöld var aftur haldin samkoma í Café Royal. Fyrir þessu hófi stóð United Kingdom Alliance, þ. e. sam- tök brezkra bindindisfélaga. Nokkur ávörp voru flutt. Meðal ræðufólks var blökkukona frá Turks Island í Brezku Vestur-Indíum. Á eyjunni eru 4000 íbúar. Þar er stúkan „Success" með 70 félögum, sem starfa vel. Sést það á því, að þeir höfðu safnað £280, eða um 40 þúsund krónum, til að geta sent fulltrúa til London. Ethel Lightbourn, en svo heitir kona þessi, kvaðst aldrei hafa látið sig dreyma um að komast til Eng- lands, en þetta hafði nú stúkan samt afrekað. I hófinu voru sýndir enskir og skozkir þjóðdansar við mikinn fögnuð áhorfenda. Á föstudagsmorgun var hástúkufund- ur í New Gallery Centre. Er það hús- næði, sem Adventistar eiga við Regent Street. Meðal stigþega á hástúkufund- inum var Steinar Guðmundsson úr St. Verðandi. I þessu sama húsnæði voru öll erindi ráðstefnunnar flutt. Þennan morgun talaði Dimitre Bratanov, menningar- málaráðherra í ríkisstjórn Búlgaríu, og flutti fróðlegt erindi um áfengismál í bókmenntum allra landa og allra tíma. Þá fluttu kveðjur fulltrúar frá Kenya, Sviss, íslandi og Ástralíu. Frá Stór- stúku Islands var brezku stórstúkunni færð bókin „Golden Iceland“ með árit- aðri kveðju í bundnu máli. Um kvöldið flutti séra Soper svo nefnda „Joseph Malins Memorial Lecture“, þ. e. fyrir- lestur fluttur í minningu hins brezka stofnanda, en erindið fjallaði um „Næstu hundruð árin“. Joseph Malins Memorial Lecture er annars flutt á hverju ári á vegum Stórstúku Englands. Á laugardagskvöld var lokahóf í Café Royal með átveizlu mikilli. Þar fluttu kveðjur þeir fulltrúar, sem enn voru eftir, þ. e. stórtemplarar Svía og Norð- manna. Fulltrúi vátryggingafélagsins Ansvar í Lundúnum færði brezku stór- stúkunni að gjöf £500, sem ganga áttu upp í kostnaðinn af hátíðahöldunum. Ekki mun hafa af veitt, því að miklu hafði verið kostað til, og þátttökugjald- ið var mjög lágt. Þar heiðraði Sven Elm- gren, hátemplar, þá Englendinga, sem störfuðu í móttökunefndinni og lagt höfðu mikla vinnu í undirbúning og skipulag þessara hátíðarhalda. Christ- opher G. Peet, háritari, fékk heiðurs- pening, en hinir sykurtangir sem merki um það mikla átak, sem nefndarmenn höfðu unnið. Á mánudagsmorgni, 5. ágúst, hófst ferð um England í 4 langferðabílum. I þeirri ferð voru 178 þátttakendur. Marg- ir þeirra, sem verið höfðu á fundunum í London, voru þá þegar farnir heim. Þrír bílarnir voru enskir, en hinn fjórði var þýzkur. Með honum voru 45 þýzkir templarar og höfðu þeir leigt bílinn í alla ferðina. Bar hann merkið: I O G T Hamburger nach London. Var mér sagt, að hver þátttakandi hefði greitt DM 800.—, eða um 12 þúsund ísl. kr. Farið var um marga þekkta staði í Englandi, svo sem Oxford, Stratford, þar sem Shakespeare bjó, í vatnahéruð- in og til York. Komið var að gröf Winston Churchills. Gist var í stúdenta- görðunum í Birmingham og Manchester. Komið var einnig í minna þekkta staði eins og Matlock Bath, þar sem náttúru- fegurð er slík, að maður hefði ekki bú- izt við henni í Englandi. Vatnahéruðin nyrzt og vestast í Englandi eru alþekkt og einstök í sinni röð. Pennine fjöllin mynda hrygg milli austur- og vestur- stranda Englands, og kann það að koma

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.