Eining - 01.11.1968, Qupperneq 17

Eining - 01.11.1968, Qupperneq 17
E 1 N I N G 17 »«ss UMSKIPTINGAR Margar greinar flytur þetta hefti einnig um bindindismálin innanlands og utan, sem eiga það skilið, að þeim sé gaumur gefinn; ennfremur ritfregnir, meðal annars framhaldsgrein um hið merka rit séra Árelíusar Níelssonar: Saga bamaskólans á Eyrarbakka 1852- 1952. Einnig eru í heftinu kvæðið „Hróp“ eftir Kristínu M. J. Björnsson, ádeila á þjóðfélagsmein og eggjan til umbóta, og frumsamin ljóð og þýdd eftir ritstjór- ann. Að venju er þetta hefti ritsins vandað að prentun og öðrum frágangi, og prýtt fjölda góðra mynda. Pétur ritstjóri lætur þess getið í rit- stjórnargrein sinni, að „Einingunni“ myndi þykja vænt um að fá sem af- mælisgjöf nokkra nýja kaupendur. Þau orð vil ég gera að mínum orðum, því að hún á sannarlega slíkan stuðning skilið. Að svo mæltu flyt ég henni og öllum þeim, sem að henni standa, þakkir mín- ar og afmæliskveðjur í eftirfarandi ljóð- línum: Hafið brúa ég handabandi hlýrrar kveðju og óska minna. Þakka öllum þeim, sem vinna þörfu störfin ættarlandi. Richard Beck. Fleiri mœttu slíkir vera Blaðamaður spurði Einar Gerhardsen, fyrrv. forsætisráðherra Norðmanna, hvort satt væri að hann hefði aldrei bragðað áfengan drykk. Gerhardsen sagði það satt vera. Á æskuárunum hefði sér oft verið boðinn slíkur drykkur, en hann hefði ávallt afþakkað. Þetta væri aðeins viljaatriði. Enn var hann spurður, hvort þetta hefði ekki valdið honum óþæginda í ráðherratíð hans og öðrum opinberum embættum. Hann hvað nei við. Þá var hann spurður, hvort hann stund- aði enn líkamsæfingar. Til þeirra sagðist hann verja 10—15 mínútum hvern morgun. Gönguför úti í fríska loftinu og náttúru- fegurðinni sagði hann vera þeirra hjón- anna mesta eftirlæti. — Heilbrigt líf. — Góð fyrirmynd. Ungu menn! Beinið sjónum ykkar til slikra manna. Það mætti líka gera margur embættis- og forustumaður. Leiðrétting Augljós og leiðinleg prentvilla er í síð- asta tbl. Einingar, á 13. bls. Þar segir að í Danmörku muni nú vera 70-75 ofdrykkju- menn. Núllin hafa fallið niður. Þetta á auð- vitað að vera 70-75.000. m jóðtrúin gerði sér hugmyndir um álfa, sem gerðu börn að umskipt- ingum. Þeir tóku falleg og góð börn og létu þá oft í staðinn karlfausk í barns- mynd. Viss öfl, sem farið hafa hamförum í mannheimi um miðbik þessarar aldar, hafa gert marga og margt að umskipt- ingum. Á vissum tímabilum sögunnar hefur veröld listarinnar átt gerfileg og góð börn, svo sem tónlist, ljóðagerð, málaralist og myndlist, höggmyndagerð, skáldsagnagerð og fleira. Einhverjir hrekkjóttir álfar hafa nú um skeið gert margt af þessu að umskiptingum, þó ekki allt. Ennþá höfum við eitthvað af hinum góðu börnum á þessu sviði. í bók Hannesar J. Magnússonar, Mannlíf í deiglu, eru skráð á 260. bls. eftirfarandi orð: „Á öld þekkingar, fræðslu og tækni er venjulega farið í kringum manninn sjálfan, einkum hinn andlega mann. Fyrir nokkru átti eitt Reykjavíkurblað- anna viðtal við merkan, erlendan hljóm- listarsnilling, Henry Snowboda. Honum fórust meðal annars svo orð: „Nútím- inn stefnir í bili að minnsta kosti frá hjartanu til heilans." Það er engin til- viljun, að þessi orð koma frá lista- manni, því að óvíða hafa þessi straum- hvörf komið átakanlegar fram en ein- mitt í listinni." Þessi orð minntu undirritaðan á pistil í Kirkjuritinu, 1. hefti 1966, um listir og trúarbrögð, en þar er kafli tekinn úr Lesbók Morgunblaðsins 19. 9. 1965. Ég fann þessa Lesbók og leyfi mér að birta hér kafla úr ritgerð þar eftir Ingmar Bergmann. Þar segir: „Ég minnist þess, að ég hafði mikla þörf á að vekja eftirtekt hinnafullorðnu á þessum sýningum á tilveru minni í andans heimi. Mér fannst samtíðarfólk mitt aldrei sýna mér neinn áhuga. Þess- vegna tók ég — þar sem raunveruleik- inn nægði ekki — að beita hugarflug- inu og skemmti jafnöldrum mínum með ótrúlegum reyfarasögum af leyndum af- rekum mínum. Þetta voru örgustu lyga- sögur, sem hrundu í rúst fyrir raun- sæjum efasemdum umheimsins. Loksins dró ég mig í hlé frá kunningjahópnum og átti minn draumaheim sjálfur. Hug- myndaríkt og mannblendið mannsbarn varð særður, meiddur ogmisskilinndag- draumamaður. En dagdreymandinn er ekki listamað- ur nema í sínum eigin draumum. Þörfin á að fá menn til að hlusta, taka við sér, lifa í samfélagi var enn til staðar. Og hún magnaðist æ meir eftir því sem fangelsi einverunnar luktist um mig. Það liggur í augum uppi, að kvik- myndin varð tjáningartæki mitt. Ég gat þar gert mig skiijanlegan á máli, sem virti að vettugi þau orð, sem mig skorti, tónlistina, sem ég réð ekki við, málara- listina, sem gat aldrei haft áhrif á mig. Mér varð það snögglega fært að tjá mig umheiminum á máli, þar sem sál bók- staflega talar við sál, með orðum, sem á næstum þægilegan hátt sleppur undan stjórn skynseminnai*. Með öllu samansafnaða hungri barns- ins sló ég mér á þetta tjáningarform mitt, og í tuttugu ár hef ég linnulaust og í einskonar brjálæði, birt drauma, tilfinningaatvik, hugarflug, brjálæðis- köst, taugaveiklun, þrjóskukvalir og beinar lygar. Hungrið hjá mér hefur alltaf verið nýtt. Auður, frægð og vel- gengni hafa verið furðulegar, en í raun- inni lítilsverðar afleiðingar af þessari starfsemi minni. En það, sem ég hér hef sagt, dregur ekki úr gildi þess, sem ég hef skapað, eins og fyrir tilviljun. Ég held, að það hafi haft og hafi, jafnvel enn, nokkra þýðingu. Það, sem er mér huggun, er það, að ég get séð hið liðna í nýju og ekki eins rómantísku ljósi. List til sjálfsfullnægingar getur vitanlega haft sína þýðingu — einkum fyrir lista- manninn. I dag er ástandið ekki eins flókið, ekki eins forvitnilegt, en framar öllu ekki eins glæsilegt. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, finnst mér listin (ekki kvikmyndalistin ein) fánýt. Bókmenntir, málverk, tónlist, kvik- myndir og leikhús skapar og fæðirsjálft sig. Nýjar tilbreytingar, nýjar flækjur koma upp og hverfa, og allt virðist þetta, utan frá séð, taugaveiklað og kvikt, — þessi stórfenglegi áhugi lista- mannsins á að kasta fram myndum af heimi, sem spyr ekki lengur um, hvað menn álíti eða hugsi af eigin rammleik, og áhorfendur eru með stöðugt minnk- andi áhuga. 1 einstöku tilvikum hlýtur listamaðurinn refsingu; listin er talin

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.