Eining - 01.11.1968, Síða 19
EINING
19
Orsök œrslanna
Árið 1934 birti enska kirkjublaðið
The Christan World nokkrar setning'ar
eftir Walter Lippmann, sem hann fór
með í háskólaræðu í Californíu. Hann
sagði:
„Á bak við þá upplausn og ringul-
reið, sem ríkir í heiminum, er upplausn
og truflun mannsandans sjálfs.. . Lýð-
urinn ferst þar sem engar vitranir eru.
Aðeins meðvitundin um tilgang, sem er
öllum mönnum meiri og verðugur allra
manna, getur kveikt eldinn hið innra,
þroskað sál mannsins og gefið henni
jafnvægi."
Um allan heim eru nú ræddar óspekt-
ir stúdenta og annarra félagshópa. Að
einhverju leyti kann þessi hamagangur
að vera réttlætanlegur, en aðalorsökin
er jafnvægisskortur hugarfarsins, en sá
skortur á upptök sín í tómleikanum.
Þegar ungir menn hætta að eiga hið
innra með sér þá meginhugsjónummik-
inn tilgang lífsins, eitthvert meginafl,
sem sameinar alla þætti sálarlífsins,
tengiafl, sem skipuleggur jafnvægið, —
þá verða þeir eins og gjarðalausar tunn-
ur, gisna og detta allir í sundur, verða
í molum, en þannig er hver maður ó-
farsæll, og ófarsæll maður veldur leið-
indum, óspektum og alls konar vand-
ræðum, sérstaklega ef hanneráreynslu-
leysisskeiði ævinnar. Oftast hefur trúin
á mikinn tilgang lífsins, trúin á Guð,
verið mönnum þetta samtengingarafl
allra þátta sálarlífsins, þetta máttuga,
skipuleggjandi afl og áreiðanlega forð-
að ótöldum milljónum manna frá sál-
sýki, geðtruflunum, jafnvel brjálæði og
sjálfsmorðum, og hamið alla breytni
manna svo að þeir hafa lotið lögum og
góðum lifnaðarvenj um, en álpast ekki
út í múgæsingu, upphlaup og tryllings-
hátt.
Þetta þurfa bæði stjórnendur þjóða
og uppalendur allir, heimili, skóli og
kirkja, að hugleiða vandlega og gera
sér ljóst, og láta sér ekki nægja að sjá
ungmennum fyrir fæði, klæðum og hús-
næði, heldur líka að fóðra sálina svo að
hún verði ekki í svelti, vansæl og öll í
molum. Þetta er mergur málsins. Mein-
ið er augljóst og meinabótin einnig, en
það kostar bæði vitra menn og hyggna
að veita meinabótina. Engin lærdóms-
rembingur er þess megnugur. Hjarta-
öflin eru það sem bjarga. Taugin að of-
an er bjargtaugin.
-k *
Olvunaruppl j ósiran
sparar siórfé
Spritballon heitir hún í Danmörku,
eftir er að gefa henni hentugt íslenzkt
nafn. Samkvæmt upplýsingaþjónustu
Landssambands bindindisfélaga í Dan-
mörku telur embættismaður lögreglunn-
ar í Kaupmannahöfn að þessi upp-
ljóstrunarblaðra spari þjóðinni um eina
milljón danskra kr. árlega. Með því að
láta ökumennina, sem grunaðir eru,
anda í þessa uppljóstrunarblöðru, er
sýnir glögglega hvort maðurinn er und-
ir áhrifum áfengis eða ekki, sparist
minnst 5000 læknisrannsóknir.
1 nóvember sl. voru 1000 ökumenn
látnir anda í þessa blöðru. 333 reyndust
sekir, en þá sparaðist læknisrannsókn á
öllum hinum, en til hennar fara venju-
lega 4—5 klukkustundir. Við þetta spar-
ist um 400.000 kr. í Kaupmannahöfn,
en ein milljón í öllu landinu, en svo tel-
ur lögreglan öruggt að mannslíf sparist
einnig. Eftir að tekin var upp þessi
rannsóknaraðferð, séu ökumenn miklu
varkárari. Væri svo allt annað athugað,
tíma- og vinnusparnaður og ýmislegt
fleira, gæti sparnaðurinn verið helmingi
meiri en þessi eina milljón.
Dýrl að skemmia sér
Einhver var að reikna það dæmi í
Morgunblaðinu, hvað skemmtanir manna
um vitlausustu viknamót ársins, júlí-ágúst
sl. hefðu kostað og komst að þeirri niður-
stöðu, að þær hefðu kostað um 80 milljón-
ir. Hve mikið kosta þá skemmtanir lands-
manna allt árið? Auðvitað þarf fólk að
geta lifað skemmtilegu lífi, en skemmtanir
eru nokkuð út af fyrir sig.
UPPTÍNINGUR
Við vegsömum þægindin, en sumt af þeim
er dýru verði keypt. Notalegt er að bruna
áfram á þjóðbrautunum í góðum bíl, en
umferðarslysin eru hryllileg. Motorfören,
tímarit bindindisfélags ökumanna í Noregi,
gerir ráð fyrir því, samkvæmt því sem
komið er, að árið 1968 verði dauðaslysin
í umferðinni þar í landi 500, en 10.000 slas-
aðir og af þeim verði 2000 háðir hjóla-
stólnum það sem eftir er ævinnar. — Geta
menn ekki farið ferða sinna, hreyft sig alla
vega og skemmt sér, án þess að það þurfi
að kosta ósköpin öll í mannslífum? Hvers
vegna allt þetta ógát?
* * 4«
„Dæmdur í 2% árs fangelsi fyrir rán.“
— íslenzkur maður ölvaður á götum Kaup-
mannahafnar. — Morgunbl. 15. júní 1968.
Eitt einkenni Sturlungaaldar
Þar sem dr. Sigurður Nordal pró-
fessor ritar um „Höfðingjann" Snorra
Sturluson, koma fyrir eftirfarandi setn-
ingar:
„Öldin var fátæk af hugsjónum, en
auðug af eigingirni. Ríkið var í molum,
óeirðirnar allar inn á við, hver höfðing-
inn öðrum úlfur.“
Þetta eru fá orð, en mættu vera nú-
tímamanninum ærið íhugunarefni. Gæti
þessi dómur átt við íslendinga nú á tím-
um: fátækir af hugsjónum, en auðugir
af eigingirni? Þetta er spurning. Senni-
lega bezt að svara gætilega, en þetta
þori ég að segja, að engin ár hef ég lif-
að, af mörgum árum mínum, sem líf
landsmanna virðist hafa mótast svo af
eigin hagsmunahyggju, en litlum hug-
sjónum sem þessisíðustuvelgengnisárin.
Fyrir nokkrum áratugum voru mjög
lágt launaðir menn, kennarar og fleiri,
ólatir við að rétta hugsjónamálum hönd.
Á þessu hefur orðið allmikil breyting
til hins verra, þótt kjör manna hafi
stórlega batnað.
P.S.
Áfengisneyzlan þrefaldast á 6 árum.
Geigvænar tölur frá Grænlandi.... Árið
1960 var áfengisneyzlan þar 4,5 lítrar af
100% áfengi á mann, eldri en 14 ára. 1966
var talan komin upp í 13,3 l.“ — God-
templarbladet 3. apríl 1968. 14. febr. sama
ár sagði blaðið að sjónvarpið í Noregi
bæri nú „drykkjusiðina inn á þúsundir
heimila."
Spilliöflin kunna oftast að taka hið eftir-
sótta og eins hraðvirku tækin í þjónustu
sína.
-K -K' -x
Alltaf heimta menn hærri tölur í launa-
greiðslu, en hver á að borga, ef atvinnu-
vegir þjóðarinnar komast í þrot.
Það er slæm staðreynd, að hvort tveggja
er ekki unnt, að éta kúna og heimta svo
mjólkina úr henni. Þetta virðist mikill
þorri þjóðarinnar ekki gera sér ljóst. Þess
vegna kemur oft grátur eftir skellihlátur.
Stúkan Daníelsher nr. 4 í Hafnar-
flrðl áttatíu ára.
Afmælisfagnaðar stúkunnar 20. október
sl. verður minnst í næsta blaði. Þetta blað
of langt á veg komið til þess að því yrði
komið við.