Eining - 01.07.1969, Page 1
Norræna bmdmdisþmgið að baki
Það voru þakklátir menn, sem heyrðu
fundarhamarinn falla í ræðustólinn,
þegar formaður undirbúningsnefndar,
Ólafur Þ. Kristjánsson, sagði slitið 24.
norræna bindindisþinginu, og hafði þá
flutt kveðjuorð og góðar þakkir til
hinna mörgu, sem áttu þær vissulega
skilið fyrir allmikið starf og ágæta þátt-
töku.
Rétt áður hafði danski presturinn,
Börge Beck, sem ásamt konu sinni og 11
ára syni sátu þingið, flutt mjög snjallt
þakkarávarp fyrir móttökurnar og
ánægjulega þingdaga og allt, sem var í
sambandi við þá, ferðalög og sam-
kvæmi. Hann bauð þá um leið 25. nor-
ræna bindindisþinginu til Danmerkur
eftir þrjú ár.
Þá flutti og hinn ágæti formaður nor-
rænu bindindisnefndarinnar, Jakob
Pettersen, fyrrv. ráðherra og stórþings-
maður, sérlega gott kveðjuávarp og
minntist nokkurra manna, þ. á m. látnu
dönsku bindindishetjanna Larsen-Ledets
og Adolp Hansens.
Hafi íslenzku þátttakendur þingsins
verið þakklátir, þegar störfum var lok-
ið, mun óhætt að fullyrða, að erlendu
gestirnir hafi kvatt okkur og landið
fagnandi og þakklátir fyrir góðar mót-
tökur, yndislega sólskinsdaga og bros-
andi og tignarlegan svip landsins.
Opnunarathöfnin í Neskirkju laugar-
dagskvöldið 19. júlí var í allastaði há-
tíðleg. Forsetinn, herra Kristján Eld-
járn, heiðraði þingið með nærveru sinni.
Ávörp og stuttar ræður fluttu Ólafur Þ.
Kristjánsson, Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra, Jakob Pettersen, form.
norrænu bindindisnefndarinnar, Archer
Tongue, forstjóri alþj óða-áfengisvarna-
ráðsins, og Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri Reykjavíkur. Ávörp þessi mun
blaðið birta í þessu tölublaði eða því
næsta, eftir því sem þau verða fáanleg.
Skemmt var með yndislegri hljómlist.
Stjórnandi hljómsveitarinnar var Þor-
valdur Steingrímsson, fiðluleikari. Þá
*
/ fremstu röð frá v.: Borgarstjórinn,
Geir Hallgrímsson og frú, dómsmála-
ráðherra Jóhann Hafstein og frú, for-
setinn (’r. Kristján Eldjárn, Ölafur
Þ. Kristjánsson, stórtemplar og frú.
Myndin er tekin í Neskirkju, þegar
sett var Norræna hindindisþingið 19.
júlí 1969.
Ljósm.: Hreggviður Jónsson.