Eining - 01.07.1969, Síða 2
2
EINING
Forsetinn, herra Kristján Eldjárn, flytur er-
indi í Bessastaðakirkju.
var söngur Fóstbræðra prýðilegur.
Stjórnandi Ragnar Björnsson.
Sunnudagsmorguninn var drungaleg-
ur og votur, en fjölmennt var í Dóm-
kirkjunni og mjög rómuðu erlendu gest-
irnir ræðu biskupsins, sem hann flutti á
góðri sænsku. Fyrir altari þjónaði séra
Kristinn Stefánsson. Síðari hluta dags-
ins tók sólskinið aftur völdin.
Þá var farið að Bessastöðum. Þar tók
forsetinn á móti þessum fjölmenna
gestahópi í Bessastaðakirkju og flutti
þar fróðlegt erindi um staðinn og kirkj-
una. Þótti gestunum koman að Bessa-
stöðum góð^ur liður í ferðalaginu. Frá
Bessastöðum var ekið til Hafnarfjarðar
og svo allmikið um Reykjavík og næsta
nágrenni borgarinnar. Allt naut þetta
sín vel í fagra veðrinu.
Alla þingdaga vorum við ákaflega
heppnir með veðrið. Af skemmtiatrið-
um í sambandi við þingið má nefna
ágæt skemmtikvöld í Norrænahúsinu og
Tónabæ, veglega veizlu að Hótel Sögu
eitt kvöld og svo daglangt ferðalag.Verð-
ur hér að geta gestrisnis Ansvars í Sví-
þjóð.
Tryggingafélag bindindismanna, An-
svar í Svíþjóð, kostaði þetta daglanga
ferðalag að öllu leyti, varði til þess að
minnsta kosti 140 þúsundum ísl. króna,
lét sig ekki muna um það. Farið var frá
Reykjavík til Þingvalla. Þar á hinum
fornhelga stað — Lögbergi, safnaðist
saman allur ferðamannahópurinn og
hlýddi á mikla og skörulega flutta ræðu
séra Eiríks J. Eiríkssonar, þjóðgarðs-
varðar, fróðlega um sögu staðarins. Sól-
skinið hélt fagra sýningu á stórbrotnum
náttúruundrum og fegurð landsins.
Næst var haldið að Laugarvatni og
Séra Eiríkur J. Eiríksson.
Geysi og snæddur miðdegisverður, og
bragðaðist laxinn vel. Næst var það
Gullfoss. Þangað fer enginn ómaksför,
jafnvel þótt sól feli sig snöggvast. Kom-
ið var svo við í Skálholti og kirkjan þar
skoðuð. Stuttar ræður fluttu Ólafur Þ.
Kristjánsson og Otto Holmás, dómpró-
fastur Niðarós dómkirkju í Noregi,
sálmar voru sungnir og bæn flutt. Ottó
Guðjónsson lék á orgelið.
Klukkan 7 síðd. var svo numið staðar
að Selfossi og drukkið vel framreitt
kaffi með smurðu brauði og rjóma-
pönnukökum. Þar næst skoðað gróður-
hús í Hveragerði, og svo þessum langa
hring ferðalagsins lokað í Reykjavík.
Munu allir ferðamennirnir hafa talið
daginn heppnast eins vel og frekast var
unnt, þakklátir Ansvar fyrir gestrisnina.
Frá v.: Hrefna Tynes og
Sigriður Sumarliðadóttir.
Frá v.: Valeri Surell, forstjóri Ansvars —
tryggingafélags bindindismanna í Svíþjóð, og
Jóhann Björnsson, forstjóri Ábyrgðar — trygg-
ingafélags bindindismanna á fslandi.
Frá v.: Martti Voipio, framkvæmdastjóri nor-
rænu bindindisnefndarinnar, Archer Tongue,
og Karl Wennberg.
Næsta morgun var þingi slitið. Fékk
þá margur hlýtt handtak að skilnaði.
Erlendu gestunum okkar færum við
beztu þakkir fyrir heimsóknina, gott
samstarf og bróðurhug.
Hér hefur þá aðeins verið lýst ofur-
lítið í stuttu máli umgjörð þingsins, en
þingið sjálft verður víst að bíða næsta
tölublaðs, því að vegna sumarleyfa
prentaranna, er nú komið fram í síðari
útgáfumánuð þessa blaðs og verður
handritið að fara strax í byrjun mán-
aðarins í prentsmiðjuna.
Margir, sem lögðu hönd að verki við
þinghaldið og undirbúning þess, eiga
vissulega skilið góðar þakkir. Ber þar að
nefna sérstaklega forustumennina, Ólaf
Þ. Kristjánsson, séra Kristinn Stefáns-
son og Kjartan Ólafsson, ritara Stór-
stúku íslands, og svo aðra formenn
undirbúningsnefndanna.
Sigurður Gunnarsson kennari og Ein-
ar Hannesson fulltrúi, voru ráðnir fram-
kvæmdastjórar þingsins. Á herðum
þeirra hvíldi mesta umstangið, en þar er
Framhald á 4. bk.