Eining - 01.07.1969, Qupperneq 3
EINING
3
Alfreð Harðarson.
KVEÐJUORÐ
Við sem höfum annast Sumarmála-
síðuna, látum af því starfi með þessu
tölublaði Einingar. Viljum við færa
Pétri Sigurðssyni, ritstjóra beztu þakk-
ir fyrir samstarfið. Margs góðs er að
minnast frá 12 ára samstarfi. Væntum
við þess að þeir ungu menn, sem munu
taka við þessu verkefni, verði aðnjót-
andi sama velvilja og vinsemdar, sem
við höfum notið frá hendi Péturs Sig-
urðssonar. Jafnframt færum við þess-
um mönnum, öðrum samherjum og les-
endum blaðsíðunnar beztu kveðjur.
Einar Hannesson
Guðmundur Þórarinsson.
ritari Aðalheiður Jónsdóttir, Reykjavík,
gjaldkeri Guðlaugur Þórðarson, Kópa-
vogi, fræðslustjóri Valdór Bóasson,
Keflavík, en meðstjórnendur: Haraldur
Framhald á 4. bls.
Ellefta ársþing ÍUT var haldið í fé-
lagsheimilinu Lyngbrekku í Mýrasýslu
4. og 5. júlí s.l. Um 30 fulltrúar auk
stjórnar samtakanna og starfsnefnda
sóttu þingið. Forseti þingsins var Sveinn
Skúlason, Reykjavík, en ritarar Ragn-
hildur Sigurðardóttir, Keflavík og Guð-
mundur Einarsson, Reykjavík. Ólafur Þ.
Kristjánsson, stórtemplar ávarpaðiþing-
ið og flutti kveðjur frá stórstúkunni.
Sömuleiðis fluttu ræður við setningu
þingsins séra Leó Júlíusson á Borg,
Gissur Pálsson, heiðursfélagi IUT og
Jón F. Hjartar, Borgarnesi.
Þingið starfaði þannig, að fulltrúum
var skipt niður í þrjá starfshópa, er
störfuðu vissan tíma. Skilað var síðan
niðurstöðum hópanna, þegar þing var
kallað saman á ný. Fjallað var ýtarlega
um útbreiðslu- og fjármál ÍUT, sam-
skipti samtakanna við innlenda og er-
lenda aðila og um stöðu ungtemplara-
félaganna í landinu í dag. Þingið sam-
þykkti nokkrar tillögur, en þar er m.a.
ítrekaðar fyrri samþykktir samtakanna
um bindindis- og áfengismál. Vikið er
sérstaklega að þeim mikla háska, sem
núverandi ástand áfengismálanna hér-
lendis er og leitt hefur af sér hryggi-
lega atburði, eins og dæmin sanna um
Hvítasunnuna og 17. júní s.l. Hvatti
þingið almenning til þess að styrkja og
styðja af fremsta megni hin jákvæðu
þjóðfélagsöfl, svo sem þá aðila, sem
Arsþing Islenzkra ungtemplara 1969
Alfreð Harðarson kjörinn formaður
stefna í starfi sínu að því, að gera ungt
fólk bindindissamt.
Einar Hannesson, sem verið hefur
formaður ÍUT síðustu þrjú árin, baðst
eindregið undan endurkosningu. Voru
honum þökkuð störfin í þágu samtak-
anna og afhent falleg gjöf frá ÍUT. For-
maður IUT var kosinn Alfreð Harðar-
son, Reykjavík, en aðrir í stjórn: Vara-
formaður Sveinn Skúlason, Reykjavík,
Frá stofnun ungtemplarafélaysins DJÚPVEJA á Isafirði. Reynir Ingason, for-
maður 2. frá h. í fremstu röð.
Kirkjustaðurinn Staðarhraun á Mýrum. Fagraskógarfjall í baksýn. (Ljósm.: P.J.).
SUMARMÁL
Ritstjórn blaZsióunnar:
Guðmundur hórarinsson
og Einar Hanncsson.