Eining - 01.07.1969, Page 6
6
EINING
Ávarp
Framhald af 5. bls.
Ráðstefnur okkar og norræn samvinna
á sviði áfengis- og bindindismála, hefur
stefnt og stefnir enn að sameiginlegri
þekkingu, fræðslu og áhrifamætti. Þótt
flest sé líkt um þjóðir okkar, verður þó
alltaf einhver mismunur á starfi og
starfsháttum. Á þingum eins og þessu
tileinkum við okkur hugmyndir og
sjónarmið, sem við höfum heim með okk-
ur og getum hagnýtt í daglegu félags-
starfi okkar.
Yfirstandandi ár hafa lagt okkur í
hendur mikil verkefni:
I umfangsmiklum heimshlutum hefur
umferðarmagnið aukizt gífurlega. Þetta
útheimtir samræmda löggjöf og skilning
á þeirri kröfu, sem umferðarvandinn
gerir til allra hlutaðeigenda, og það er-
um við raunverulega flestir.
Hér höfum við stigið inn á nýtt starfs-
svið, og um það mun rætt á þessu þingi.
Nýjasta vandamálið er svo eiturefna-
neyzlan. Fyrir aðeins nokkrum árum
héldum við þetta vera eitthvað, sem ein-
göngu ætti sér stað í fjarlægum löndum
vanþróaðra þjóða. Einnig þessi mein-
semd er á dagskrá ársins. En fyrst og
fremst skal þetta þing, eins og hin und-
anförnu, vera vettvangur vinafunda,
vina, sem vinna að lausn sömu vanda-
mála, vina sem standa nærri hver öðr-
um á svo mörgum sviðum. Efling slíkr-
ar vináttu er ef til vill hið mikilvægasta
hlutskipti alli’a funda okkar og þinga.
í von um slíka góða samveru og vin-
áttu erum við öll hingað komin. Þið, eins
og við, standið dag hvern andspænis
nýjum og erfiðum heimi, og það viljum
við gera með vilja til að skilja, vilja og
framkvæma, vilja til að ná fram til hins
bezta — hins góða. í von um, að við
sameiginlega getum stutt hver annan,
gefið og þegið nýjar hvatningar, heils-
um við frændum okkar hér vestur í
Sagnalandinu.
Heilir til fundar, kæru vinir, ykkur
heilsa frændþjóðirnar í Norðrinu.
Verði þetta okkur öllum gifturíkt og
gott þing.
** -jc **
Mesta börfin
Heimurinn ólgar allt í kringum mig.
Eilifi Guð, um frið þinn bið ég þig,
hugró, sem þrek og heilsu bezta veitir,
hiki og efa í sigurvissu breytir.
P. S.
KENNARI
I bókinni Öldufall áranna, kemst
Hannes J. Magnússon skólastjóri að
orði á þessa leið, er hann var að taka
við kennarastarfi á Akureyri:
,,Alls staðar skein yndisþokki og sak-
leysi úr svip barnanna. Það var heill-
andi sjón að horfa yfir þennan stóra
hóp morgunfrískra barna, með spurn í
augum og eftirvæntingu í svipnum.
Þarna voru sannarlega mörg mannsefni.
Hvílík náð að mega vinna að því að
leysa úr læðingi þá geysilegu orku, sem
þarna var saman komin, þá manngöfgi,
þann kærleika og það mannvit, sem
blundaði í öllum þessum ungu brjóstum.
Þarna var mikið efni í fagurt mannlíf.
Um þetta var ég að hugsa, þegar ég nam
staðar með bekkinn minn framan við 9.
stofu á miðgangi þennan morgun....
Ég var stoltur yfir, að mér skyldi
vera trúað fyrir þessum mannvænlega
hópi, en um leið áhyggjufullur út af því,
hvernig mér myndi takast að vinna með
þessum börnum, sem biðu þarna með
spyrjandi augum. Mér var ljós sú
ábyrgð, sem á mér hvíldi gagnvart þeim
og foreldrum þeirra. Myndhöggvarinn
mótar úr leir og getur skapað listaverk,
ef náð himinsins er með honum. Hér
hafði ég lifandi efni til að móta, miklu
dýrmætara en leir, marmari eða blá-
grýti. Kennslan er listgrein — kannski
list listanna. Hvernig myndi mér takast
með þessi börn og alla þá skara, sem ég
átti eftir að fræða og móta.“ - (76. bls.).
Um söng í skólanum segir Hannes:
„Ekkert sameinar betur eða færir börn-
in saman í eina heild en söngurinn.
Sönglaus bekkur er fátækur bekkur.
Sönglaus skóli dapurlegur skóli.“ - (78.
bls.).
Fræðsla barna og unglinga, sem stund-
uð er af mönnum, hugsandi eins og
Hannes J. Magnússon lýsir í þessum
orðum, hlýtur að verða gifturík og efla
þjóðarheill.
Á bls. 94 eru svo eftirfarandi línur:
„Það voru geysilega mikil viðbrigði
fyrir mig að koma í þetta lifandi og
glaðvakandi samfélag. Það var ómetan-
legt fyrir ungan kennara að koma inn í
þetta andrúmsloft, sem var þrungið af
áhuga, viðleitni til að leysa störf sín vel
af hendi og að verða börnunum að sem
mestu liði. Það er vart hægt að meta það
sem skyldi.“
OG BÖRN
Ekki reykjarsvæla.
„Aldrei var reykt á þessum fundum
(kennarafundunum) né annars staðar í
skólanum," segir Hannes. „Sígarettu-
plágan var þá ekki gengin í garð, en
hún átti því miður eftir að halda inn-
reið sína í skólann, eins og aðrar stofn-
anir þjóðfélagsins. Kirkjan er líklega sú
eina stofnun, sem hefur sloppið að mestu
við sígarettureykinn. Ég held, að Snorri
skólastj óri hafi reykt pípu, áður en hann
kom til Akureyrar, en þegar þangað
kom, fleygði hann henni. Svona mikil
ábyrgðartilfinning ríkti í skólanum.“
Eitt sinn á fulltrúaþingi kennara,
voru launakjör kennara eitt mesta
áhugamálið. Þá þótti „Snorra Sigfús-
syni nóg um og lét orð falla í þá átt, að
nær væri að ræða einhver þau mál, sem
miðuðu að menntun og þroska kennar-
anna en vera með þetta þráláta nudd
um launabætur.“ — 94. bls.
Vafalaust hefur Snorri vitað, að verð-
ur er verkamaðurinn launa sinna, en
hann hefur sjálfsagt líka þekkt vizku-
orðið: „Sjáir þú mann vel færan í verki
sínu, getur hann boðið konunginum
þjónustu sína.“
Fyrst var að vera vel starfshæfur og
vinna verkið af vakandi samvizkusemi,
og svo komu réttlátu launin. (Framhald
í næsta blaði).
* * *
Eitrun — afleiðing hennar?
Undir þessari fyrirsögn er grein í sænsk-
finnska blaðinu Hembygden, febr. 1968.
Þar er m.a. minnst á hina merku bók „Medi-
cnska synpunkter pá alkoholism,“ eftir
sérfræðinginn Carl Carlsson deildarlæknir
Lillhagens sjúkrahússins í Gautaborg. —
Hann segir að í Svíþjóð geti hjálparstofn-
anir sinnt 3000 drykkjumönnum, en þyrftu
að geta sinnt 40.000. „Ég get ekki þagað
lengur,“ segir hann, „ég sé þá deyja hvern
af öðrum og við getum ekkert aðhafst.
Mesta vandamál okkar er þetta: Hvað eig-
um við að gera við ofdrykkjumenn með
mestu heilaskemmdirnar. Við getum hvergi
vistað þá. Hver ber ábyrgðina á ófarsæld
þeirra, þeir sem drekka eða þeir, sem selja
áfengið ?“
Ennfremur er í þessari grein haft eftir
dr. Carlsson, að áfengisdrykkja eigi sök á
dauða minnst 5000 manns árlega í Svíþjóð.
— Dýrt er nú þjóðargamanið.
„Ekki sæmir konungmn að drekka vín,
né höfðingjum áfengur drykkur.“
Orðskv. 31, 4.