Eining - 01.07.1969, Page 9
EINING
9
Allt frá fyrstu tíð færði séra Ásmundur ýtarlega skóla-
dagbók og innfærði í vandaðar bréfabækur hvert einasta
bréf, sem honum barst sem skólastjóra eða frá honum fór.
Bindi þessi urðu fjögur, væn að vöxtum, áður en skólastjóra-
starfi hans lauk.
Ekkert dæmi kann ég betra að nefna um nákvæmni hans,
heiðarleika og drengskap en bókun hans í dagbók um ágrein-
ing þann, sem fyrr var nefndur. Það er ofur auðvelt að hag-
ræða svo frumheimild að hún verði hagstæð þeim er hana
skráir, við söguskoðun síðari tíma.
Hvergi mátti finna þess stað í dagbókinni, aldrei virzt
hallað réttu máli eða tæpt á nokkru því, er til áfellis gæti
orðið nokkrum manni, var þó fjarri því að þeir væru smáir
í geði, sem hér deildu.
I hinni fyrstu skólasetningarræðu sinni á Eiðum komst
séra Ásmundur m.a. svo að orði:
„Saga Eiðaskóla hins nýja hefst í dag með okkur, sem hér
erum samankomin, saga alþýðuskóla á Austurlandi, hins
fyrsta sinnar tegundar.. . Varðar mjög miklu að gifta megi
fylgja og það ekki aðeins þennan landshluta, heldur landið
allt í heild, þar sem alþýðumenntun í beztu merkingu þess
orðs er einn traustasti grundvöllurinn undir framförum okk-
ar þjóðar, bæði andlega og líkamlega. Okkur öllum er nú hulið
hvernig saga þessi muni verða í framtíðinni, en upphaf henn-
ar er mjög í okkar höndum. Okkur er ætlað það hlutverk að
móta hana þessi fyrstu spor, sem við verðum henni samferða.
Og síðar sagði hann: „Takmark skólans er eingöngu fest við
nemendurna sjálfa, andlegan og líkamlegan þroska þeirra, en
af því á svo að leiða að þeir verði færari um að velja stöðu
sína rétt og skipa hana vel. Það er maðurinn sjálfur sem
skólinn hefur fyrir augum, en ekki neitt fyrir utan hann.
Framtíðarstarf hans á eingöngu að vera helgað lifandi manns-
sálum. Mér hefur aldrei staðið þetta jafn skýrt fyrir hug-
skotssjónum og í vor á leiðinni upp Fagradal, þegar ég var
að koma hingað. Ég var einn manna og undi mér vel við
vorið og hugsanir mínar, og ætti ekki að vera svo erfitt fyrir
ykkur, að geta ykkur þess til, hvert umhugsunarefnið var. Og
hugur minn var fullur af glæsilegum myndum og draumum
um framtíð skólans. Mér þótti dalurinn bera nafn með rentu,
og tilkomumikið að heyra uppi í fjöllunum duninn af giljun-
um og lækjunum, sem steyptust fram af brúnunum, rétt eins
og talað væri máli guðs þar uppi. Nýtt og nýtt hélt stöðugt
áfram að opnast, allt með sinni fegurð og einkennum. En
hvítt ský lá fyrir mynni dalsins og huldi landið fyrir handan.
Svona fannst mér mannsævin ætti að vera, svona ætti að vera
saga hvers einasta manns. Óslitin för upp Fagradal í áttina
til ókunna landsins."
Saga Alþýðuskólans á Eiðum er nú að verða hálfrar aldar
gömul og öllum kunn og ekki blandast mér hugur um hvílík
gæfa það var fyrir skólann og sögu hans, að hin fyrstu spor
sem nemendur urðu henni samferða voru stigin undir veg-
sögu manns með jafn heilsteypta skapgerð og barnslegt guðs-
traust. Þegar við bættist svo óvenjulegir kennarahæfileikar
og viðmót er megnaði að leggja grundvöll að ævilöngum
tryggðum og vináttu við fjölda nemenda. Móðurmálið var
aðalkennslugrein séra Ásmundar og náði hann þar alveg frá-
bærum árangri, sem gerði nemendur hans að óvenjulegum
smekkmönnum á íslenzkt mál, kippti honum þar í kyn frænda
síns, séra Magnúsar Helgasonar. I fórum Eiðaskóla voru til
drög, handskrifuð, — að kennslubók í íslenzkri málfræði.
Hann smíðaði sér nýjar árar í stað þeirra gömlu, ef honum
fannst róðurinn sækjast seint. Enn ljóma augu gamalla nem-
enda séra Ásmundar þegar minnst er á íslenzkukennslu hans,
og séð hef ég sléttast úr hrukkum lífsreynslu og strits þegar
miðaldra fólk í Eiðaþinghá minnist sunnudagaskólans í Eiða-
kirkju.
Sízt sæti á mér að gleyma hlutdeild eiginkonu góðra kenn-
ara og annars samstarfsfólks þegar rætt er um jákvæðan ár-
angur í skólastarfi. Alls þessa naut séra Ásmundur, að ég
held í óvenjuríkum mæli í sinni skólastjóratíð á Eiðum og
batt margt af fólki þessu við þau skólastjórahjónin ævilangar
tryggðir, svo var einnig um sveitunga og nemendur. Þeir
fundu að til vina var að víkja hvort sem leitað var ráða hjá
skólastjóranum eða heilsað upp á prófessorinn eða biskupinn.
Tryggð þeirra hjóna við Eiða og skólann þar fölskvaðist
aldrei. Mátti vel verða þess var, er þau heimsóttu skólann á
75 ára afmæli hans 1958. Sjá mátti þá tár glampa í augum
gamalla Eiðanemenda er biskup landsins, gamli skólastjórinn
þeii’ra söng hátíðamessu í hvamminum austan skólahússins,
vígði skólanum merki og blessaði yfir söfnuð og stað, og hlý
voru handtökin þegar heilsað var upp á biskipshjónin.
Sjaldan eða aldrei hef ég unnið ljúfara verk en að heiðra
þau hjón með gullmerki Alþýðuskólans á áttræðisafmæli Ás-
mundar biskips, síðastliðið haust, að beiðni núverandi skóla-
stjóra Alþýðuskólans, Þorkels Steinars Ellertssonar.
Á merki þetta eru mörkuð þrjú M og standa þau fyrir
kjörorð skólans, manntak, mannvit og manngöfgi. Fáir Eiða-
menn eða engir hafa betur gjört þessi kjörorð að sínum og
sýnt það í verki, en þau biskupshjón.
Fagradalsgöngu fyrsta skólastjóra Alþýðuskólans er lok-
ið. Óslitinni Fagradalsgöngu slíkur hamingjunnar maður sem
hann var. Hvíta skýið sem byrgði honum sýn forðum huldi
landið fyrir handa hefur greiðst frá.
Andlát hans var minnst á Eiðum við síðustu skólauppsögn
og menn risu úr sætum í virðingarskyni, og nú blaktir þar
fáni í hálfa stöng, tákn hinnar hinztu kveðju, djúprar virð-
ingar og þakkar. En þakkirnar verða ekki hinar síðustu frá
Eiðum, því þær verður aldrei hægt að flytja.
Þórarinn Þórarinsson.
Eftir hið reynsluríka skólastjórastarf við Eiðaskóla, lá
leið Ásmundar Guðmundssonar til æðstu menntastofnunar
landsins. Árið 1928 tók hann við kennslustarfi og síðar pró-
fessorsembætti við Háskóla Islands til ársins 1954, er hann
var kosinn biskup landsins og því embætti þjónaði hann til
ársins 1959.
Ásmundur Guðmundsson biskip var mesta ljúfmenni og
jafnyfirlætislaus sem hann var maklegur allrar sæmdar,
áhugamaður hinn mesti um eflingu guðs kristni meðal þjóðar-
innar, byggði kenningar sínar á bjarginu, sem ekki bifast, en
var jafnframt því skemttilega frjálslyndur og víðsýnn, og á
sama tíma umburðarlyndur við skoðanir manna á trúmálum.
Orð séra Péturs Sigurgeirssonar á Akureyri eru ekki mörg
í minningargrein hans, en þau eru góð mannlýsing. Hann
segir:
Eins og himinljós í heiminum. Fil. 2, 15.
Páll postuli mælir svo, þegar hann áréttar lífsköllun læri-
sveina Drottins. — Orðin koma í huga minn við minningu
Herra Ásmundar Guðmundssonar fyri’verandi biskups og
prófessors.
Hann var þetta í lífi og starfi.