Eining - 01.06.1971, Blaðsíða 3

Eining - 01.06.1971, Blaðsíða 3
EINING 3 Ávarp forsœtisráðherra fóhanns Hafstein PfEIÐRUÐU vinir og frændur! Stígið heilir á storð. Yður fagna 1 dag landið og þjóðin, eða ef til vill væri réttara að orða það svo: Þjóðin og landið. I huga mér voru fornar sagnir um landvætti Islands, sem vörðu það úr öllum áttum, ef að var sótt, en heils- uðu með sóma, þegar virðingarmenn og vini bar að garði. Þessa landvætti sjáið þér nú tákngerða í skjaldarmerki ís- lenzka lýðveldisins. Þér komið færandi hendi. Vér höfum af því sagnir, að fólkið hafi þyrpzt niður að ströndinni til þess að taka á móti höfðingjum, sem komu færandi hendi með gull og gersemar. En hvað er það, sem þér nú komið með til þess að færa oss? Það eru tvær bækur! Hefur landslýður í fyrri sögum safn- azt saman niður við ströndina í ovæni til þess að móttaka tvær bækur? Af þessari spurningu vaknar önnur: Hverjar eru þessar tvær bækur? Þær eru Konungsbók Eddu-kvæða og Flat- eyjarbók! Þetta eru tvö íslenzk hand- rit skráð á kálfskinn endur fyrir löngu — í torfbæjum við grútartýru. Samt sem áður þóttu þetta konunglegar gjaf- ir áður fyrr og eru það vissulega eigi síður enn, þegar þér nú færið oss þær aftur eftir langa varðveizlu. Ennfremur eru þessar bækur meira en þær sýnast vera. Þær eru táknræn afhending Dana til íslendinga á ís- lenzkum handritum, sem varðveitt hafa verið í Danmörku. Það væri ekki rétt á þessari stundu að leyna því, að milli þjóða vorra hafi staðið nokkur styn’ um þessi íslenzku handrit. Menn hafa á vissan hátt bar- izt þar í fyrirrúmi og á bæði borð, — eins og segir í fornum víkingasögum. En höfum þá í huga orð skálds- ins frá Fagraskógi, sem það leggur í munn þeim eina konungi, Hræreki á Kálfskinni, sem borið hefur beinin hér á þessu eylandi: „Þeir, sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast." Mest er um vert hitt, að nú er þessari „oi*rahríð“ Islendinga og Dana lokið. Nú höldum vér fagnað að leikslokum, sáttir að fullu, eins og Einherjar í Valhöll hjá Óðni forðum. Ég hefði ef til vill ekki átt að segja fyrr, að þér færðuð oss bækur tvær. Því að vér Islendingar lítum ekki á handritin sem einstök verk þeirra handa, sem skráðu þau, heldur þess anda, sem skóp þau. Þér hafið því fært oss heim fornan íslenzkan menningararf. Vér færum yður, Danir, þakkir af alhug og bjóðum yður til endurgjalds SAGA ÍSLENDINGA er ævin- týri. Fyrir 1100 árum nema um 60.000 manns nýtt land við nyrzta haf, reisa sér bú við rætur mestu jökla Norðurálfu, á strönd, þar sem svalar úthafsöldur brotna. Þar stofnuðu þeir ríki, sem ekki átti sér hliðstæðu á mið- öldum. Þýzki klerkurinn Adam frá Brimum segir í sögu Hamborgarbisk- upa, sem rituð er um 1075, um íslenzkt stjórnarfar: „Aput illos non est rex, nisi tantum lex“. Hjá þeim er enginn konungur, aðeins lög. íslendingum vegnaði vel á þjóðveldistímanum og menning blómgaðist. Einir þjóða á þeim tíma hófu þeir að rita á eigin tungu lög, sögur og ljóð. Á kálfskinn skráðu þeir bókmenntir, sem varðveita heimildir um fornan germanskan og norrænan menningararf, og ekki að- eins sögu sína, heldur og annarra, fyrst og fremst Norðmanna. En á þrettándu öld glötuðu þeir sjálfstæði sínu. Saga þeirra á næstu öldum verður saga af baráttu við örbirgð og eldgos, hungur og drepsóttir. En tungan og þjóðemið lifir. Menningin fer ekki forgörðum. 1 600 ár eru örlög Islendinga saga um sambúð fátæktar og skáldskapar, frels- isástar og áþjánar. Það er ekki fyrr en á þessari öld, að Islendingar endur- einlægan vinarhug. Hvort það er ein- hvers virði að eiga einlæga vináttu og þakklæti minnstu þjóðar, sem bygg- ir eyland við norðurheimskautsbaug, læt ég aðra um að svara. En ég lýk máli mínu með því að segja við yður Dani, fulltrúa þjóðþings og ríkisstjórnar og þar með danskrar þjóðar, það sem skráð stendur í Sæmundar-Eddu í Hávamálum: ,,—---veist ef vin átt, þanns vel trúir, far þú at finna opt. Þvíat hrísi vex ok háu grasi vegr, es vætki tröðr.“ Verið ætíð velkonmir til íslands! Landvættir munu fagna yður! heimta sjálfstæði sitt og koma á fót nútíma tækniþjóðfélagi. Hvernig gat þetta gerzt? Hvemig má það vera, að 200.000 manns á ey- landi úti við Norðurpól tali enn tungu, sem fyrir 1000 árum var töluð um öll Norðurlönd og kölluð var dönsk tunga? Hvernig má það vera, að á öllum þessum öldum skuli þessi tunga aldrei hafa greinzt í mállýzkur, þótt hún hafi aðeins verið töluð af nokkrum tugum þúsunda manna, sem jöklar, fjöll og firðir skildu á milli? Hvernig má það vera , að þessi fámenni og fátæki hópur manna skuli ávallt hafa talið sig þjóð? Hvernig má það vera, að sjálf- stæð menning, íslenzk menning, skuli hafa orðið eldgosum og plágum, hungri og áþján yfirsterkari ? Ef til vill hugleiðum við of sjaldan, hver er munur meiyiingar og siðunar. Siðunin er fólgin í valdi mannsins yfir umhveríi sínu, viðleitni hans til þess að ná yfirráðum yfir öflum náttúr- unnar, yfir jörðinni og himninum. Tækni og hagkvæmni eru einkenni sið- unar. Hún færir velmegun, gnótt efnis- gæða. Siðun dafnar bezt í fjölmenni. Þeim mun stærra, sem þjóðfélag er, þeim mun líklegra er, að það sé siðaðra í þessum skilningi. Úrdráttur úr rœðu menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.