Eining - 01.06.1971, Blaðsíða 8

Eining - 01.06.1971, Blaðsíða 8
8 EINING manns, sem gerir sér fulla grein fyrir, að ungt líf, hvort heldur það er líf manns eða plöntu, þarfnast fyrst og fremst stuðnings og að sjálfsögðu rétts umhverfis til að geta skotið nægilega sterkum rótum. Galtalækjarmótið. Galtalækjarmótið var að venju haldið um verzlunarmannahelgina. Ungtempl- arar fjölmenntu til mótsins, bæði til leiks og starfs. Sú samvinna, sem á sér stað, með þeim eldri og yngri, á þessum mótum og við undirbúning þeirra, er til sérstakrar fyriimyndar. Hvergi ber skugga á. Þar bera kynslóð- irnar f ullkomið traust hvor til annarrar. Árangurinn er að sjálfsögðu mót, sem rennur áfram áfallalaust í þeim farvegi, sem starfsfúsar hendur sj álfboðaliðanna hafa til vegar komið. Á þessu móti var tekin upp sú ný- breytni að hafa hljómsveit á föstudags- kvöldinu. Þetta virtist mælast vel fyrir og fólk fór að streyma að strax á föstudaginn. Mótið fór að venju vel fram og sást varla vín á nokkrum manni. Til mótsins komu nær 6.000 manns. Ljótur sóðaskapur Alls staðar er sóðaskapurinn leiðinleg- ur, en hvergi ósnotrari en í málskemmd- um. Vel sagðist honum, sem sagði, ,,að greiðasta skeið til að skrílmenna þjóð, væri: skemmdir á tungunni að vinna.“ Hví að vanvirða móðurmálið með setningum eins og þessum: „Móðursýkislegar yfirlýsingar eru gefnar á öllum mögulegum og ómögu- legum síðum blaðsins." Mbl. 8. ágúst 1971. Sóðaskapurinn ríður ekki við ein- teyming. SEXTUGUR ólafair Jónsson, oltkar ágs&ji um- dæmistemplar, átti sextugsafmæli 9. júlí sl. Þá skrifaði Sveinn H. Skúlason grein um hann í Morgun- blaðið og hefur Eining fengið leyfi til að birta þá grein, og bætir þar aðeins við beztu heillaóskum og og þökk fyrir ánægjulegt og langp samstarf. Grein Sveins H. Skúlasonar er á þessa leið: VIÐ lifum á öld hraða og vísinda. Allt umhverfis okkur er fólk, sem hef- ur það takmark eitt, að ná yfir sem mest, á sem skemmstum tíma og þá helzt án nokkurra fórna. Frjáls félags- líf á í helstríði. Fólk er mettað af full- komnun nútímans, þó finnast enn menn og konur sem af fúsum vilja fórna tíma og kröftum í þágu ýmissa félags- samtaka og hugsjóna. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi, að kynnast einum fulltrúa þessa hóps, Ólafi Jónssyni, umdæmistemplar, og hann er sextugur í dag. Ólafur hef- ur frá upphafi verið einn helzti stuðn- ingsmaður íslenzkra ungtemplara. Hann hefur alltaf gert sér ljóst, að jafnvel þótt hugsjónirnar og málefni séu þau sömu, hæfir ekki alltaf sami leikvangurinn og kemur þá ýmislegt til, t.d. aldur og þroski. Vinátta okkar Ólafs nær yfir síðustu finnn ár. Ég tel mig því ekki rétta manninn til að rekja uppruna og feril, heldur vil ég þakka Ólafi fyrir það, sem hann hefur miðlað mér og fleiri ungtemplurum í sam- starfi síðustu ára, og þá sérstaklega í okkar mörgu ferðum í Galtalækjaskóg (Drátt). Ólafur er ekki einn af þeim, sem tala mikið, en gei’a lítið. Ólafur hefur sýnt okkur, unga fólkinu, hvernig hinn fullkomni félagsmaður er og á að vera. Maður mikilla fóima en fárra orða. Ólafur hefur fengið stóran hóp ungs fólks, sem starfað hefur með honum austur í Di-ætti, til að skilja, að mann- inum er félagsstarfið nauðsynlegt og að hjá góðum félagsmanni er eitt oi'ð öll- um blótsyrðum veri'a, þetta er orð, sem alltof möi'gum er tamt að segja, án þess þó að gei'a sér grein fyrir hinum víðtækum áhrifum þess. Hve létt er ekki að segja „nei“. Ég vona, að Ólafur hafi haft ein- hvei'ja ánægju af því að starfa með unga fólkinu, ánægju, sem jafnast ef til vill eitthvað á við allan þann lærdóm, sem við höfum fengið af samverunni með honum. Sveinn H. Skúlason. Pdll Jónsson, kaupmaður Fœddur 1. október 1894. — Dáinn 21. apríl 1971. »EGAR Páll Jónsson varð sjötugur, fór það mei'kisafmæli hans ger- samlega fi'am hjá okkur, vinum hans og félagsbræðrum. Þótti mér undirrit- uðum það afleitt, því að frá minni hendi, ekki síður en mai'gra annarra, hefði hann átt skilið að fá góða afmælis- gi'ein. Páll var Svai'fdælingur og mátti hann því vel una, bæði nöfnin Eyjafjörður og Svarfaðai’dalur, eru ágæt í byggða- nöfnum landsins. Foreldrar hans, hjón- in Jón Ki'istjánsson og Helga Jóns- dóttii', bjuggu að Ingvörum í Svai’faðai'- dal, en ætt Páls kann ég ekki að rekja. Ungur missti hann föður sinn og leystist heimilið upp, en á brattann sótti hann strax, þótt ungur væri, og aflaði sér lær- dóms og menntunar á ýmsan hátt, þar á meðal í söng og hljómlist, en stundaði fi’aman af algeng störf til lands og sjávar, og var jafnfi’amt eftirsóttur til bai'nakennslu. Mikill lánsmaður var Páll, þegar hann árið 1919 giftist sinni elskulegu og ágætu konu, Lovísu Þorláksdóttur, sem lifir mann sinn. Næsta ár fluttust þau svo til ísafjai’ðar og hefst þar með allmerkur kafli í lífi þeix’i’a hjónanna. Páll gerist kaupmaðui', en jafnfi'amt dugandi og athafnasamur liðsmaður ýmissa félagsmála, t.d. á sviði kirkjr

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.