Okkar á milli - 01.02.1986, Qupperneq 2
Þessi saga er að mestu leyti skáldskapur, en byggist þó að
hluta til á raunverulegum atburðum, sem ég hef aflað mér
vitneskju um við lestur lögregluskýrslna og af samtölum
við vændiskonur, melludólga, lögregluþjóna, leigubílstjóra og
félagsráðgjafa við útideildina, barnaverndarnefnd og þá sem
störfuðu að svokölluðu Oslóarverkeíni.
í sumum tilvikum hef ég notast við dulnefni til þess að koma
í veg fyrir að fólk þekkist. Þetta á ekki síst við um þá sem
svöruðu auglýsingum Súsönnu í Dagbladet. Þau bréf eru birt
orðrétt
(en bréfriturunum til huggunar skal þess getið að búið er að
brenna þau).
Það er einnig sannleikanum samkvæmt að Súsanna haíi á
tímabili farið með viðskiptavini sína á trúboðshótelið Ansgar,
en þeir atburðir eru fluttir þrjú og hálft ár aftur í tímann: þeir
ge'ðust raunverulega sumarið 1979.
Raunsönn mynd af lífinu var það höfuðmarkmið sem ég keppti
að meðan ég vann að verkinu - einnig í þeim tilvikum þar sem
persónur og atburðir eru tilbúningur. Jafnframt því sem ég þakka
öllum sem liðsinntu mér, biðst ég velvirðingar á því að
árangurinn muni ef til vill valda einhverjum vonbrigðum.
„Þessa bók verður fólk að lesa .... Bók
Asmerviks er þjáningarfullt varnarskjal
fyrir stúlkurnar sem hann fjallar um.
Hún spyr spurninga sem er ekki hægt
að svara sársaukalaust."
Tuva Gry 0yan í Klassehampen.
„Það er erfitt að leggja hana frá sér,
en þó er enn erfiðara að gleyma henni."
Magne Lindholm í Dagbladel.
„List Asmerviks felst í nálægðinni sem
hann skapar.... Við neyðumst til að
taka afstöðu við lestur hverrar síðu.“
Tinic Talén í VG.
.sannfærandi í sínum áreiðanleik
og tilgerðarleysi. Höfundurinn hefur
framkallað ógleymanlega mynd af ein-
hverjum aumkunarverðustu þegnum
samfélagsins."
Karin Sveen í Hamar Arbeiderblad.
„Lýsandi leiftur í bókaflaumi hausts-
ins .... svo áleitin og grípandi að það
er óhjákvæmilegt annað en komast
við.
T.N. Heldahl í Nordlandsposlen.
...Þetta verður afbragðsgóð spennu-
saga, vel skrifuð og full af mögnuðum
atvikum sem fléttast saman í einn
söguþráð.“
Aksel Rolf Arnesen í Adresseavisen.
Sverre Asmervik
Hildur Finnsdóttir þýddi.
Þessi skáldsaga, sem fjallar um líf og örlög tveggja vændiskvenna
í Osló, er byggð á raunverulegum atburðum.
Ahrifamikil og vel skrifuð bók sem hefur hlotið mjög lofsamlega dóma.
„Sverre Asmervik dregur upp frábærar
myndir af stúlkunum og umhverfi
þeirra, sannar óheflaðar og miskunnar-
lausar, en þó ekki lausar við kímni.“
Kjell Chr. Johansen í Arbeiderbladet.
„Traust og vel rituð skáldsaga, tví-
mælalaust sú besta sem hann hefur
sent frá sér til þessa."
Arne Bonde í Frisprog.
,Asmervik tekst ekki aðeins
að gera harða veröld vændis-
kvenna og melludólga trú-
verðuga, heldur vekur hann
einnig áhuga, samúð og reiði
lesandans. Frásögnin er mjög
læsileg og oft spennandi.“
Elías Snæland Jónsson í DV.
Mánaðarbók Veraldar, „En
hugsanir mínar færðu
aldrei“ eftir norska
rithöfundinn Sverre Asmervik,
varð kveikja mikilla blaðaskrifa
og umræðu er hún kom út í
Noregi síðastliðið haust. Ekkert
var dregið undan, lífi og örlögum
tveggja vændiskvenna í Osló var
lýst á opinskáan og heiðarlegan
hátt í bók sem ekki var hægt að
gleyma eða láta ósvarað. Stungið
var á meini sem flestir höfðu litið
framhjá en var miskunnarlausara
og hrottafengnara en nokkurn
hafði grunað.
Höfundur byggir sögu sína að
mestu á raunverulegum atburð-
um, sem hann aflar sér vitneskju
um við lestur á lögregluskýrslum,
síimtölum við vændiskonur,
melludólga, lögregluþjóna,
leigubílstjóra og ótal marga aðra
sem á einn hátt eða annan
tengjcist heimi þessara stúlkna.
Honum tekst að draga upp
ótrúlega raunsanna mynd af lífi
sögupersóna sinna, mynd sem
hefur djúp áhrif á lesandann.
Engu er leynt og lesandinn verður
að horféist í augu við daglegt líf
stúlknanna tveggja, Sonju, sem
(\ýr erfiðar heimilisaðstæður,
hleypst barnung að heiman og
lendir í klónum á melludólgi, og
Súsönnu, sem uppgötvar á einum
af fínni börum Oslóborgar að hún
getur hagneist vel á fallegu og
kynþokkafullu útliti sínu.
Höfundur segir sjálfur að
raunsönn mynd af lífinu hafa
verið það höfuðmarkmið er hann
hafi stefnt að og honum tekst að
draga upp frábæra mynd af
stúlkunum og umhverfi þeirra,
sanna, óheflaða og miskunnar-
lausa, en þó ekki lausa við kímni,
eins og einn gagnrýnendanna
kemst að orði. Þetta er grípandi
bók og spennandi sem erfitt
verður að gleyma.
Gæti þetta
MlíM Si‘r
MÍNiVR
*®sliaB MBHWIAIB 0®
SANNVERÐUG WOHMHIG