Okkar á milli - 01.02.1986, Qupperneq 6

Okkar á milli - 01.02.1986, Qupperneq 6
Strengjabrúður gerist á örlagastundu í ævi bandarískrar óperusöng- konu og vísindamanns sem hún er gift. Fyrirvaralaust er lesandinn dreginn inn í veröld þessa óvenjulega og metnaðarfulla fólks. Sagan er rituð í knöppum stíl sem við fyrstu sýn kann að virðast harður um of, en þegar betur er að gáð er í samræmi við þá innri spennu sem oft einkennir líf þeirra sem fórna öllu fyrir eigin frama. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundarins Jóns Ottars Ragnarssonar. Ferðalok eftir Kristján Albertsson. FERÐALOK segir frá ævintýrum ungs íslendings á námsferli suður í Evrópu á árunum upp úr 1920. Fyrir sjónum hans er heimurinn fagur og ástin veruleikinn sjálfur. Ást og skilnaður. Sögunni lýkur heima á Islandi löngu síðar. Söguhetjan er nú gamall maður, þegar fornri ástmey hans bregður fyrir á ný með óvæntum hætti. NR. 1345 KLUBBVERÐ KR. 398 TÓMAS GUÐMUNDSSON HEIM TIL ÞÍN, ÍSLAND „Um list Tómasar Guðmundssonar væri óviðeigandi að fara almennum kynningarorðum: hann er þjóðskáld vort og ástsælasta skáldið. En mig langar að geta um tvennt, sem mér er hugstætt í sambandi við þessa bók. í fyrsta lagi eru þaðýmis kvæði, sem ort eru í hátíðarskyni.Mér hefir sjaldan fundizt Tómas Guðmundsson merkilegra skáld en einmitt í þessum kvæðum. Ég hygg að vér finnum, að þessi kvæði eru ný tegund hátíðaljóða og ólík því, sem áður hefur tíðkazt, bæði listrænni og vitsmunalegri í senn. Það er einkennilegt afrek að yrkja svo persónuleg kvæði í búningi formlegra lofsöngva. I öðru lagi virðist mér, að í ýmsum hinna ljóðrænni kvæða bókarinnar kenni dýpri sársauka hjá skáldinu en nokkru sinni fyrr gagnvart mætti eyðileggingarinnar í öllu lífi. Ég veit ekki, hvort þessi kvæði eru meiri skáldskapur en til dæmis gamankvæðin, sem líka er að finna í þessari bók; ég veit aðeins, að skáldstfll Tómasar Guðmundssonar er nógu óbrigðull til að leyfa honum hvorttveggja. Og ennfremur, að þessi persónulegi sársauki er ekki minni gjöf til lesandans en lofsöngvar skáldsins til lands og þjóðar." NR. 1344 KRISTJÁN KARLS AUKAl KLÚBBVERÐ KR. 698 QtíniBOÐl ISLENSKUR UTSAUMUR Kjörbók þeirra sem áhuga hafa á útsaumi. Bókin íslenskur útsaumur er yfirgripsmesta verk um útsaum á íslandi fram eftir öldum. Höfundur: Elsa E. Guðjónsson, deildarstjóri textíldeildar Þjóðminjasafns íslands. ooKui ueiur ao geyma ijoioa litmynda og auk þess fylgja mörg sjónablöð ætluð þeim sem stunda útsaum. útVauka CyÍTILBOÐ NR. 0923 KLÚBBVERÐ KR. 940 VENJULEGT VERÐ KR. 1190

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.