Okkar á milli - 01.02.1986, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.02.1986, Blaðsíða 4
G'inna, ''Mlpar "y'unum FRÉTTABLAÐ VERALDAR: OKKAR Á MILLI. © BÓKA- KLÚBBURINN VERÖLD. ÁBM.: GÍSLI BLÖNDAL. ÚTLIT: ÁS- GRÍMUR SVERRISSON. SETNING SAMSETNING. LIT- GREINING, FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: ODDI HF. SENT ÁN ENDUR- GJALDS TIL ALLRA FÉLAGA I BÓKALÚBBNUM VERÖLD. Agœti félagi! Þegar þetta er skrifað er „bókavertíðin" svonefnda nýlega gengin yfir. Fullyrt er að bókalestur sæki nú á eftir lægð undanfarinna ára. Mikil umræða hefur verið þessu samfara, um stöðu bókarinnar í íslensku samfélagi. Athyglivert er, að flestir ræða um að bækur séu mest keyptar til gjafa og þannig ráði væntanlegur lesandi litlu um valið. Þá hefur verið forðast að draga inn í umræðuna stöðu bókaklúbbanna. í landinu eru nú starfandi þrír bókaklúbbar, með tugi þúsunda félagsmanna, sem í langflestum tilfellum kaupa bækur til eigin lestrar. Sú staðreynd að bókaklúbb- ar skipa stóran sess í bókadreifingu ætti því að vega þungt í umræð- unni og því tímabært að „bókasér- fræðingar" átti sig á því. Veröld er bókaklúbbur í stöðugri sókn og félagsmenn hans eru fólk með áhuga á góðum bókmenntum, sem leggja þannig lóð á vogarskál- ina. Lóð sem vega þungt. Með bestu kveðjum. Gtsli Blöndal framkvœmdastjóri. ORIX/IUR ijk 10 BARNABÆKUR ! PAKKA NR. 1339 KLÚBBVERÐ KR. 278 ALLAR TIU FYRIR 278 KRÓNUR Við bjóðum í einum böggli tíu bækur fyrir 278 krónur. Hver bók kostar álíka mikið og poki með sætindum. Tíu bækur, sem eru í senn skemmtileg lesning og um leið brúkleg leikföng fyrir iðnar barnshendur. I pakkanum eru eftirtaldar bækur: Litli bíllinn, Jeppinn, Kranabíllinn, VörubíUinn, Járn- brautarlestin, Gunnar hjálpar dýrunum, Anna er dugleg stúlka, Dísa og dúkkan hennar og Pétur og Tommi. Ótrúlega hagstæð kaup. Allar tíu fyrir aðeins 278 krónur. MEÐ VILJANN AÐ VOPNI Lífssaga Guðmundar Guðmundssonar í Víði er saga stórhuga og dugandi athafnamanns. Hann missir barnsaldri, en lætur hvorki annað mótlæti buga sig, tvíefldur til verks. Kjartal skráði. ÓTTAR Skáldsaga eftir Emi Snorrason. Athyglisverð saga, sem fjallar u nútímaleg viðhorí og nútíma hál í samræmi við það. í FÖÐURGARÐI FYRRUM eftir Einar Guðmundsson rithöfun«W9§ þjóðsagnaritara. Þetta er skáldj sem ber mörg einkenni endurr inga. Þetta er eins konar heirnild! sem fjallar um búflutninga fjrils: á Suðurlandsundirlendi um áldaj SÖGUR Ou ÆVINTÝRI eftir Þórunni Magneu skreytingum Fallegar sögurog SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA VERALDAR er að Bræöraborgarstíg 7, Reykjavík. í vetur höfum viö opið frá kl. 9 til kl. 17 (einnig í hádeginu). Pöntunar- og afpöntunarsíminn er 91-29055 (sjálfvirkur símsvari utan skrifstofutíma), almenn skrifstofa sími 91-29339.

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.