Okkar á milli - 01.01.1987, Blaðsíða 2

Okkar á milli - 01.01.1987, Blaðsíða 2
Mánaðarbókin SNILLDARVEL GALDRAÐ BÓKMENNTAVERK Að þessu sinni er mánaðarbók Veraldar ,,Tímaþjófurinn“ eftir Steinunni Sigurðardótt- ur, skáldsaga sem kom út skömmu fyrir jól og vakti mikla athygli og umtal. Tímaþjófurinn sýnir nýja hlið á rithöfundinum Steinunni Sigurðardóttur og er tvímælalaust viðamesta verk hennar. Gagnrýnendur luku miklu lofs- orði á bókina, sögðu hana margræða, snilld- arvel galdraða, ástarjátningar aðalsögupersón- unnar yndislegar og svo mætti lengi telja. Tímaþjófurinn er fágætlega grípandi og sterkt bókmenntaverk sem lesendur munu sækja í, aftur og aftur. Steinunn Sigurðardóttir Nokkrar umsagnir gagnrýnenda . . Alda er nýstárleg persóna í íslenskum bókmenntum: ný kvenlýsing. Vera kann að útúr sögunni um hana megi lesa boðskap um að konum dugi ekki að standa á eigin fótum, ádeilu á sjálfstæðu nútímakonuna sem gleymir að elska og dýrkar kynlíf . . . Steinunn hefur hér skrifað skáldverk sent er mjög áhrifamikið á köflum, beinlínis óhugnanlegt og furðu fjölbreytilegt . . . Guðmundur A. Thorsson, Þjóðviljinn . . . Annars held ég að lesandinn verði fyrst og fremst ástfang- inn af Öldu afþvíað hún er sönn. Og hún væri ekki sönn nema afþvíað í þessari bók hefur Steinunni tekist að galdra snilldarvel . . . Vigdís Grímsdöttir, Morgunblaðið . . Hér má líka segja að tekið sé á þessu efni af fagmann- legri kunnáttu og listrænu snilldarhandbragði. Eysteinn Sigurðssoti, Tíminn Margar ástarjátningar Öldu eru beinlínis yndislegar, fagnandi og hamingjusamar. Þráin er heit og óskandi. Einmanaleikinn sker- andi. Ms, Verci

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.